Hjólafólk á ekki að gera ráð fyrir að geta farið hraðar en gangandi á göngustígum Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. maí 2020 13:11 Mikil umferð hefur verið um hjóla- og göngustíga í höfuðborginni í samkomubanni. Vísir/vilhelm Hjólreiðafólki ber skylda samkvæmt lögum að víkja fyrir gangandi fólki á blönduðum stíg, þ.e. stíg sem ætlaður er gangandi og hjólandi. Þar sem sérstakur hjólastígur er ekki til staðar ber hjólafólki jafnframt að fara um stígana á forsendum gangandi og má ekki gera ráð fyrir að geta farið hraðar en nemur gönguhraða. Þetta kemur fram í útlistunum á reglum sem gilda um umferð hjólandi og gangandi í Reykjavík, sem áréttaðar eru í tilkynningu frá borginni sem send var út í dag. Stígakerfi borgarinnar samanstendur af þrenns konar stígum auk hefðbundinna gangstétta, það er gangstígum, hjólreiðastígum og blönduðum stígum, þ.e. sameiginlegum gang- og hjólreiðastígum. Borgarbúar hafa í yfirstandandi samkomubanni nýtt sér þessa stíga til útivistar sem aldrei fyrr. En hvaða umferðarreglur gilda á stígunum? Lína á stíg gildir ekki lengur Fyrir þónokkrum árum var gerð tilraun til að skipta gangandi og hjólandi umferð með línu á stíg. Langt er síðan þessi regla var afnumin og nú eru það skiltin við stígana sem sýna um hvernig stíg er að ræða. Sums staðar var línan fræst í burtu en annars staðar hefur hún verið látin eyðast með tímanum. Hjólafólki ber skylda samkvæmt lögum að víkja fyrir gangandi á blönduðum stíg. Þá skiptir engu hvar gangandi staðsetur sig á stígnum. Sé pláss svo takmarkað á stígum að hjólreiðamaður komist ekki fram hjá skal hann ávallt á vinsamlegan hátt, með bjöllu eða léttu kalli, láta vita af sér og gefa fólki tækifæri til að stíga til hliðar ef þarf. Hraði hjóla á gangstígum er takmörkunum háður „Enginn hjólreiðamaður skal heldur gera ráð fyrir því að geta ferðast um stíga ætlaða gangandi á meiri meðalhraða en sem nemur gönguhraða. Hjólreiðafólk þarf að hægja á sér og víkja fyrir gangandi fólki,“ segir í tilkynningu borgarinnar. „Þegar hjólaumferð er blönduð á stígum og sérstakur hjólastígur er ekki til staðar, þá er öll umferð á forsendum gangandi. Við þær aðstæður ber hjólum að víkja. Þar sem skilti eru uppi sem sýna línu á milli gangandi og hjólandi eru gangandi og hjólandi vegfarendur aðskildir. Þessi skilti eru aðeins sett upp í dag í þeim tilvikum sem fullur aðskilnaður á milli ferðamáta er til staðar. Þá gildir hægri reglan á hjólastígum en það er engin sérstök regla sem gildir þegar umferð er blönduð á stígum. Samkvæmt hefðum er þó gott að halda sig hægra megin til að umferð gangi betur fyrir sig.“ Hjólreiðar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Hjólreiðafólki ber skylda samkvæmt lögum að víkja fyrir gangandi fólki á blönduðum stíg, þ.e. stíg sem ætlaður er gangandi og hjólandi. Þar sem sérstakur hjólastígur er ekki til staðar ber hjólafólki jafnframt að fara um stígana á forsendum gangandi og má ekki gera ráð fyrir að geta farið hraðar en nemur gönguhraða. Þetta kemur fram í útlistunum á reglum sem gilda um umferð hjólandi og gangandi í Reykjavík, sem áréttaðar eru í tilkynningu frá borginni sem send var út í dag. Stígakerfi borgarinnar samanstendur af þrenns konar stígum auk hefðbundinna gangstétta, það er gangstígum, hjólreiðastígum og blönduðum stígum, þ.e. sameiginlegum gang- og hjólreiðastígum. Borgarbúar hafa í yfirstandandi samkomubanni nýtt sér þessa stíga til útivistar sem aldrei fyrr. En hvaða umferðarreglur gilda á stígunum? Lína á stíg gildir ekki lengur Fyrir þónokkrum árum var gerð tilraun til að skipta gangandi og hjólandi umferð með línu á stíg. Langt er síðan þessi regla var afnumin og nú eru það skiltin við stígana sem sýna um hvernig stíg er að ræða. Sums staðar var línan fræst í burtu en annars staðar hefur hún verið látin eyðast með tímanum. Hjólafólki ber skylda samkvæmt lögum að víkja fyrir gangandi á blönduðum stíg. Þá skiptir engu hvar gangandi staðsetur sig á stígnum. Sé pláss svo takmarkað á stígum að hjólreiðamaður komist ekki fram hjá skal hann ávallt á vinsamlegan hátt, með bjöllu eða léttu kalli, láta vita af sér og gefa fólki tækifæri til að stíga til hliðar ef þarf. Hraði hjóla á gangstígum er takmörkunum háður „Enginn hjólreiðamaður skal heldur gera ráð fyrir því að geta ferðast um stíga ætlaða gangandi á meiri meðalhraða en sem nemur gönguhraða. Hjólreiðafólk þarf að hægja á sér og víkja fyrir gangandi fólki,“ segir í tilkynningu borgarinnar. „Þegar hjólaumferð er blönduð á stígum og sérstakur hjólastígur er ekki til staðar, þá er öll umferð á forsendum gangandi. Við þær aðstæður ber hjólum að víkja. Þar sem skilti eru uppi sem sýna línu á milli gangandi og hjólandi eru gangandi og hjólandi vegfarendur aðskildir. Þessi skilti eru aðeins sett upp í dag í þeim tilvikum sem fullur aðskilnaður á milli ferðamáta er til staðar. Þá gildir hægri reglan á hjólastígum en það er engin sérstök regla sem gildir þegar umferð er blönduð á stígum. Samkvæmt hefðum er þó gott að halda sig hægra megin til að umferð gangi betur fyrir sig.“
Hjólreiðar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira