Var ráðin til starfa á öðrum leikskóla á meðan lögreglurannsókn stóð yfir Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. maí 2020 19:47 Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Skjáskot/Stöð 2 Kona, sem hlaut nýverið dóm fyrir tvö ofbeldisbrot gegn fimm ára dreng er hún starfaði sem þroskaþjálfi, var send í þriggja mánaða veikindaleyfi eftir seinna brotið árið 2018. Svo var gerður starfslokasamningur við hana en á meðan málið var til rannsóknar hjá lögreglu sótti hún um starf á leikskóla í Reykjavík. Þar hefur hún starfað frá því í ágúst síðastliðnum. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir borgina ekki hafa vitað af málinu fyrr en um hádegi í dag þegar málið fór í fjölmiðla. „Ég vil taka það fram að við hörmum þetta mál og öll málsatvik. […] Þetta mál kom hvergi fram í ráðningarferlinu, ekki í samtölum og ekki þegar við sóttum upplýsingar í sakaskrá. Þegar að við fáum að vita af málinu nú fyrir hádegi kom það okkur í raun og veru alveg í opna skjöldu,“ segir Helgi. Þroskaþjálfinn var dæmdur fyrir að hafa veist að barninu í tvígang; fyrst í október 2017 með því að hafa gripið um báðar hendur drengsins og krosslagt þær harkalega, og svo í febrúar 2018 með því að hafa slegið hann með flötum lófa í andlitið. Elín Ingibjörg Kristófersdóttir móðir drengsins lýsti því í ítarlegu viðtali við Stöð 2 að hún hafi ekki verið látin vita af fyrra atvikinu fyrr en seinna atvikið kom upp. Helgi ítrekar að beðið hafi verið um upplýsingar í sakaskrá en á næstunni muni vera farið vel yfir öll málsatvik og hvernig ráðningarferlið fór fram. Leikskólastjórinn á leikskólanum þar sem konan starfar nú ræddi við konuna í dag þegar málið kom upp. Hún hefur verið sett í tímabundið leyfi. „Hún er frá störfum þangað til er búið að fara í gegnum málið og síðan þá hvernig Reykjavíkurborg mun bregðast við. Það tekur eðlilega tíma, við þurfum að fara ofan í saumana á þessu. Það barn sem viðkomandi starfsmaður hefur unnið með, við erum búin að upplýsa foreldra þess barns. Þannig að við erum að reyna að halda vel utan um málið og tryggja eðlilega málsmeðferð,“ segir Helgi. Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Var ekki látin vita af fyrra brotinu fyrr en þroskaþjálfinn lamdi son hennar Móðir fimm ára, þroskaskerts drengs, sem varð fyrir ofbeldi af hálfu þroskaþjálfa á leikskóla sem hann var á í Kópavogi, segist hafa glatað trausti á opinberum stofnunum eftir að hafa fylgst með framgangi málsins í kerfinu. 8. maí 2020 18:58 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Sjá meira
Kona, sem hlaut nýverið dóm fyrir tvö ofbeldisbrot gegn fimm ára dreng er hún starfaði sem þroskaþjálfi, var send í þriggja mánaða veikindaleyfi eftir seinna brotið árið 2018. Svo var gerður starfslokasamningur við hana en á meðan málið var til rannsóknar hjá lögreglu sótti hún um starf á leikskóla í Reykjavík. Þar hefur hún starfað frá því í ágúst síðastliðnum. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir borgina ekki hafa vitað af málinu fyrr en um hádegi í dag þegar málið fór í fjölmiðla. „Ég vil taka það fram að við hörmum þetta mál og öll málsatvik. […] Þetta mál kom hvergi fram í ráðningarferlinu, ekki í samtölum og ekki þegar við sóttum upplýsingar í sakaskrá. Þegar að við fáum að vita af málinu nú fyrir hádegi kom það okkur í raun og veru alveg í opna skjöldu,“ segir Helgi. Þroskaþjálfinn var dæmdur fyrir að hafa veist að barninu í tvígang; fyrst í október 2017 með því að hafa gripið um báðar hendur drengsins og krosslagt þær harkalega, og svo í febrúar 2018 með því að hafa slegið hann með flötum lófa í andlitið. Elín Ingibjörg Kristófersdóttir móðir drengsins lýsti því í ítarlegu viðtali við Stöð 2 að hún hafi ekki verið látin vita af fyrra atvikinu fyrr en seinna atvikið kom upp. Helgi ítrekar að beðið hafi verið um upplýsingar í sakaskrá en á næstunni muni vera farið vel yfir öll málsatvik og hvernig ráðningarferlið fór fram. Leikskólastjórinn á leikskólanum þar sem konan starfar nú ræddi við konuna í dag þegar málið kom upp. Hún hefur verið sett í tímabundið leyfi. „Hún er frá störfum þangað til er búið að fara í gegnum málið og síðan þá hvernig Reykjavíkurborg mun bregðast við. Það tekur eðlilega tíma, við þurfum að fara ofan í saumana á þessu. Það barn sem viðkomandi starfsmaður hefur unnið með, við erum búin að upplýsa foreldra þess barns. Þannig að við erum að reyna að halda vel utan um málið og tryggja eðlilega málsmeðferð,“ segir Helgi.
Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Var ekki látin vita af fyrra brotinu fyrr en þroskaþjálfinn lamdi son hennar Móðir fimm ára, þroskaskerts drengs, sem varð fyrir ofbeldi af hálfu þroskaþjálfa á leikskóla sem hann var á í Kópavogi, segist hafa glatað trausti á opinberum stofnunum eftir að hafa fylgst með framgangi málsins í kerfinu. 8. maí 2020 18:58 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Sjá meira
Var ekki látin vita af fyrra brotinu fyrr en þroskaþjálfinn lamdi son hennar Móðir fimm ára, þroskaskerts drengs, sem varð fyrir ofbeldi af hálfu þroskaþjálfa á leikskóla sem hann var á í Kópavogi, segist hafa glatað trausti á opinberum stofnunum eftir að hafa fylgst með framgangi málsins í kerfinu. 8. maí 2020 18:58