Telur uppbyggingu hjólastíga vera „geggjaða peningasóun“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. maí 2020 21:45 Vigdís Hauksdóttir er borgarfulltrúi Miðflokksins Vísir/Vilhelm Vigdís Hauksdóttir, áheyrnarfulltrúi Miðflokksins í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar, virðist ekki vera hrifin af hugmyndum um uppbyggingu stofnleiða fyrir hjólreiðar á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir að eyrnamerkt fjármagn í verkefnið sé „geggjuð peningasóun“ úr vösum landsmanna. Minnisblað og tillaga hjólahóps Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðarinnar um uppbyggingu stofnleiða hjólreiða á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 ár með fjármagni samgöngusáttmála voru lögð fram á fundi ráðsins í dag. 8,2 milljarðar eiga að fara í göngu- og hjólastíga til ársins 2033 Vinnan byggir á samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem undirritaður var á síðasta ári þar sem gert er ráð fyrir 120 milljarða króna fjárfestingu í samgönguinnviðum á höfuðborgarsvæðinu næstu fimmtán árin, þar af 8,2 milljörðum í göngu- og hjólastíga. Búið er að kortleggja og forgangsraða hvernig uppbyggingu stofnleiða fyrir hjólreiða ætti að vera háttað, líkt og sjá má á meðfylgjandi korti. Tillaga að forgangsröðun uppbyggingar stofnleiða hjólreiða næstu 13 árin. Málið var tekið fyrir á fundi skipulags- og samgönguráðs borgarinnar í dag þar sem fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata fögnuðu þeirri vinnu sem farið hefur fram. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bókuðu að mikilvægt væri að styðja við með áframhaldandi uppbyggingu göngu- og hjólastíga í borginni sem væri jákvæð þróun, leggja ætti áherslu á að borgin blási til stórsóknar í uppbyggingu upphitaðra göngu- og hjólastíga í borgarlandinu svo styðja megi við gangandi og hjólandi vegfarendur allan ársins hring. Kolbrún Baldursdóttir, áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins, benti á að gott væri að stefna að því að hjólastígar séu og verði hugsaðir sem samgönguæð. Brekkur ætti hins vegar að forðast og reyna að ætti að láta hjólastíga liggja samhliða hæðarlínum, betri væri krókur en kelda. Annað hljóð kom hins vegar í strokkinn þegar kom að Vigdísi Hauksdóttur, sem er áheyrnarfulltrúi Miðflokksins í ráðinu. Sagði hún milljarðana 8,2 sem eyrnamerktir eru uppbyggingu göngu- og hjólastíga vera gæluverkefni borgarstjóra og meirihluta borgarstjórnar. „Sjá ekki allir peningasóunina? Hvernig má það vera að íslenska ríkið sé að spandera sköttum landsmanna með þessum hætti og í gæluverkefni borgarstjóra og meirihlutans? Snjóflóðavarnir, vegakerfi, einbreiðar brýr á þjóðvegi 1, og aðrir innviðir landsins eru í molum. Sætta landsmenn sig við þessa geggjuðu peningasóun úr vösum landsmanna? Hvar er Sundabrautin? Hvað er samgöngumálaráðherra að hugsa?,“ lét Vigdís bóka. Dæmalaust að sækja „hjólapeninga“ í ríkissjóð Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata lögðu fram gagnbókun við bókun Vigdísar þar sem sú skoðun var látin í ljós að uppbygging hjólastíga á höfuðborgarsvæðinu væri mjög brýn. Vigdís lagði þá fram gagnbókun gegn gagnbókun fulltrúa meirihlutans á þá leið að dæmalaust væri að sækja hjólapeninga í ríkissjóð sem væri tómur. „Ekki kemur Akureyringurinn, Vestfirðingurinn eða Austfirðingurinn hjólandi til Reykjavíkur að sinna erindum sínum í stjórnsýsluhúsum ríkisins sem búa nú þegar við skert aðgengi sem er á ábyrgð sama meirihluta. Ég spyr á ný – hvað er samgöngumálaráðherra að hugsa?,“ lét Vigdís gagnbóka. Þá leit enn ein gagnbókunin dagsins ljós, aftur frá fulltrúum meirihlutans sem töldu uppbyggingu hjólreiðastíga á höfuðborgarsvæðinu ekki hafa mikil áhrif á landsbyggðina. „Vandséð er hvernig uppbygging hjólastíga í Reykjavík skerði lífsgæði Vestfirðinga,“ sagði í bókun meirihlutans. Samgöngur Reykjavík Seltjarnarnes Garðabær Hjólreiðar Kópavogur Hafnarfjörður Mosfellsbær Tengdar fréttir Rúmlega sexföldun hjólandi á Ægissíðu Umferð hjólandi vegfarenda í Reykjavík hefur stóraukist milli ára samkvæmt könnun á vegnum borgarinnar. 6. maí 2020 14:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, áheyrnarfulltrúi Miðflokksins í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar, virðist ekki vera hrifin af hugmyndum um uppbyggingu stofnleiða fyrir hjólreiðar á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir að eyrnamerkt fjármagn í verkefnið sé „geggjuð peningasóun“ úr vösum landsmanna. Minnisblað og tillaga hjólahóps Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðarinnar um uppbyggingu stofnleiða hjólreiða á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 ár með fjármagni samgöngusáttmála voru lögð fram á fundi ráðsins í dag. 8,2 milljarðar eiga að fara í göngu- og hjólastíga til ársins 2033 Vinnan byggir á samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem undirritaður var á síðasta ári þar sem gert er ráð fyrir 120 milljarða króna fjárfestingu í samgönguinnviðum á höfuðborgarsvæðinu næstu fimmtán árin, þar af 8,2 milljörðum í göngu- og hjólastíga. Búið er að kortleggja og forgangsraða hvernig uppbyggingu stofnleiða fyrir hjólreiða ætti að vera háttað, líkt og sjá má á meðfylgjandi korti. Tillaga að forgangsröðun uppbyggingar stofnleiða hjólreiða næstu 13 árin. Málið var tekið fyrir á fundi skipulags- og samgönguráðs borgarinnar í dag þar sem fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata fögnuðu þeirri vinnu sem farið hefur fram. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bókuðu að mikilvægt væri að styðja við með áframhaldandi uppbyggingu göngu- og hjólastíga í borginni sem væri jákvæð þróun, leggja ætti áherslu á að borgin blási til stórsóknar í uppbyggingu upphitaðra göngu- og hjólastíga í borgarlandinu svo styðja megi við gangandi og hjólandi vegfarendur allan ársins hring. Kolbrún Baldursdóttir, áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins, benti á að gott væri að stefna að því að hjólastígar séu og verði hugsaðir sem samgönguæð. Brekkur ætti hins vegar að forðast og reyna að ætti að láta hjólastíga liggja samhliða hæðarlínum, betri væri krókur en kelda. Annað hljóð kom hins vegar í strokkinn þegar kom að Vigdísi Hauksdóttur, sem er áheyrnarfulltrúi Miðflokksins í ráðinu. Sagði hún milljarðana 8,2 sem eyrnamerktir eru uppbyggingu göngu- og hjólastíga vera gæluverkefni borgarstjóra og meirihluta borgarstjórnar. „Sjá ekki allir peningasóunina? Hvernig má það vera að íslenska ríkið sé að spandera sköttum landsmanna með þessum hætti og í gæluverkefni borgarstjóra og meirihlutans? Snjóflóðavarnir, vegakerfi, einbreiðar brýr á þjóðvegi 1, og aðrir innviðir landsins eru í molum. Sætta landsmenn sig við þessa geggjuðu peningasóun úr vösum landsmanna? Hvar er Sundabrautin? Hvað er samgöngumálaráðherra að hugsa?,“ lét Vigdís bóka. Dæmalaust að sækja „hjólapeninga“ í ríkissjóð Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata lögðu fram gagnbókun við bókun Vigdísar þar sem sú skoðun var látin í ljós að uppbygging hjólastíga á höfuðborgarsvæðinu væri mjög brýn. Vigdís lagði þá fram gagnbókun gegn gagnbókun fulltrúa meirihlutans á þá leið að dæmalaust væri að sækja hjólapeninga í ríkissjóð sem væri tómur. „Ekki kemur Akureyringurinn, Vestfirðingurinn eða Austfirðingurinn hjólandi til Reykjavíkur að sinna erindum sínum í stjórnsýsluhúsum ríkisins sem búa nú þegar við skert aðgengi sem er á ábyrgð sama meirihluta. Ég spyr á ný – hvað er samgöngumálaráðherra að hugsa?,“ lét Vigdís gagnbóka. Þá leit enn ein gagnbókunin dagsins ljós, aftur frá fulltrúum meirihlutans sem töldu uppbyggingu hjólreiðastíga á höfuðborgarsvæðinu ekki hafa mikil áhrif á landsbyggðina. „Vandséð er hvernig uppbygging hjólastíga í Reykjavík skerði lífsgæði Vestfirðinga,“ sagði í bókun meirihlutans.
Samgöngur Reykjavík Seltjarnarnes Garðabær Hjólreiðar Kópavogur Hafnarfjörður Mosfellsbær Tengdar fréttir Rúmlega sexföldun hjólandi á Ægissíðu Umferð hjólandi vegfarenda í Reykjavík hefur stóraukist milli ára samkvæmt könnun á vegnum borgarinnar. 6. maí 2020 14:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Rúmlega sexföldun hjólandi á Ægissíðu Umferð hjólandi vegfarenda í Reykjavík hefur stóraukist milli ára samkvæmt könnun á vegnum borgarinnar. 6. maí 2020 14:21