Leggur til að leiðtoga Katalóna verði sleppt úr fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 30. desember 2019 12:20 Junqueras (t.h.) í spænska þinginu í maí. Hann var dæmdur í þrettán ára fangelsi í október. Vísir/EPA Ríkissaksóknari Spánar hefur beðið hæstarétt landsins að sleppa Oriol Junqueras, einum leiðtoga katalónskra sjálfstæðissinna, úr fangelsi svo að hann geti tekið sæti sitt á Evrópuþinginu. Junqueras var dæmdur í þrettán ára fangelsi í október vegna aðildar sinnar að misheppnaðri tilraun katalónsku héraðsstjórnarinnar til þess að lýsa yfir sjálfstæði árið 2017. Evrópudómstóllinn úrskurðaði fyrr í þessum mánuði að Junqueras ætti rétt á friðhelgi sem Evrópuþingmaður. Hann var kjörinn á Evrópuþingið í maí á meðan hann beið dóms á Spáni. Að sögn Reuters-fréttastofunnar er krafa ríkissaksóknarans talin tilraun Sósíalistaflokksins til þess að afla sér stuðnings við myndun ríkisstjórnar. Flokkurinn þarf að reiða sig á stuðning flokks Junqueras, Vinstri lýðveldissinna Katalóníu (ERC) til að geta myndað vinstristjórn með Við getum (sp. Podemos). Junqueras var varaforseti katalónska héraðsþingsins þegar héraðsstjórnin lét fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði og lýsti síðan yfir sjálfstæði árið 2017. Hann hlaut þyngsta dóminn þegar níu leiðtogar sjálfstæðissinna hlutu þunga dóma í október. Þeir voru fundir sekir um undirróður og misnotkun á opinberu fé. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Ný handtökuskipun á hendur Puigdemont gefin út Tilkynningin kemur í kjölfar þungra dóma sem fjöldi leiðtoga katalónskra sjálfstæðissinna fengu í Hæstarétti Spánar í morgun. 14. október 2019 14:32 Leiðtogar Katalóna fá þunga fangelsisdóma Hæstiréttur Spánar dæmdi í morgun níu af leiðtogum sjálfstæðishreyfinga Katalóníu í fangelsi fyrir aðgerðir sínar í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 og sjálfstæðisyfirlýsinguna sem fylgdi í kjölfarið. 14. október 2019 08:03 Katalónskir aðskilnaðarsinnar opna á stuðning við stjórn sósíalista Stærsti flokkur katalónskra aðskilnaðarsinna hefur samþykkt að styðja nýja stjórn spænskra sósíalista í skiptum fyrir viðræður um sjálfstæði héraðsins. 26. nóvember 2019 08:53 Junqueras segir nýja þjóðaratkvæðagreiðslu óumflýjanlega Oriol Junqueras segir að dómarnir yfir leiðtogum katalónskra aðskilnaðarsinna komi bara til með að efla aðskilnaðarheyfinguna. 15. október 2019 10:13 Ráðherra segir dóminn yfir Katalónunum pólitískan Níu leiðtogar katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar fengu fangelsisdóma í morgun. Ráðherra utanríkismála í Katalónsku héraðsstjórninni segir grafið undan stoðum lýðræðis og mannréttinda á Spáni. 14. október 2019 20:15 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Sjá meira
Ríkissaksóknari Spánar hefur beðið hæstarétt landsins að sleppa Oriol Junqueras, einum leiðtoga katalónskra sjálfstæðissinna, úr fangelsi svo að hann geti tekið sæti sitt á Evrópuþinginu. Junqueras var dæmdur í þrettán ára fangelsi í október vegna aðildar sinnar að misheppnaðri tilraun katalónsku héraðsstjórnarinnar til þess að lýsa yfir sjálfstæði árið 2017. Evrópudómstóllinn úrskurðaði fyrr í þessum mánuði að Junqueras ætti rétt á friðhelgi sem Evrópuþingmaður. Hann var kjörinn á Evrópuþingið í maí á meðan hann beið dóms á Spáni. Að sögn Reuters-fréttastofunnar er krafa ríkissaksóknarans talin tilraun Sósíalistaflokksins til þess að afla sér stuðnings við myndun ríkisstjórnar. Flokkurinn þarf að reiða sig á stuðning flokks Junqueras, Vinstri lýðveldissinna Katalóníu (ERC) til að geta myndað vinstristjórn með Við getum (sp. Podemos). Junqueras var varaforseti katalónska héraðsþingsins þegar héraðsstjórnin lét fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði og lýsti síðan yfir sjálfstæði árið 2017. Hann hlaut þyngsta dóminn þegar níu leiðtogar sjálfstæðissinna hlutu þunga dóma í október. Þeir voru fundir sekir um undirróður og misnotkun á opinberu fé.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Ný handtökuskipun á hendur Puigdemont gefin út Tilkynningin kemur í kjölfar þungra dóma sem fjöldi leiðtoga katalónskra sjálfstæðissinna fengu í Hæstarétti Spánar í morgun. 14. október 2019 14:32 Leiðtogar Katalóna fá þunga fangelsisdóma Hæstiréttur Spánar dæmdi í morgun níu af leiðtogum sjálfstæðishreyfinga Katalóníu í fangelsi fyrir aðgerðir sínar í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 og sjálfstæðisyfirlýsinguna sem fylgdi í kjölfarið. 14. október 2019 08:03 Katalónskir aðskilnaðarsinnar opna á stuðning við stjórn sósíalista Stærsti flokkur katalónskra aðskilnaðarsinna hefur samþykkt að styðja nýja stjórn spænskra sósíalista í skiptum fyrir viðræður um sjálfstæði héraðsins. 26. nóvember 2019 08:53 Junqueras segir nýja þjóðaratkvæðagreiðslu óumflýjanlega Oriol Junqueras segir að dómarnir yfir leiðtogum katalónskra aðskilnaðarsinna komi bara til með að efla aðskilnaðarheyfinguna. 15. október 2019 10:13 Ráðherra segir dóminn yfir Katalónunum pólitískan Níu leiðtogar katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar fengu fangelsisdóma í morgun. Ráðherra utanríkismála í Katalónsku héraðsstjórninni segir grafið undan stoðum lýðræðis og mannréttinda á Spáni. 14. október 2019 20:15 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Sjá meira
Ný handtökuskipun á hendur Puigdemont gefin út Tilkynningin kemur í kjölfar þungra dóma sem fjöldi leiðtoga katalónskra sjálfstæðissinna fengu í Hæstarétti Spánar í morgun. 14. október 2019 14:32
Leiðtogar Katalóna fá þunga fangelsisdóma Hæstiréttur Spánar dæmdi í morgun níu af leiðtogum sjálfstæðishreyfinga Katalóníu í fangelsi fyrir aðgerðir sínar í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 og sjálfstæðisyfirlýsinguna sem fylgdi í kjölfarið. 14. október 2019 08:03
Katalónskir aðskilnaðarsinnar opna á stuðning við stjórn sósíalista Stærsti flokkur katalónskra aðskilnaðarsinna hefur samþykkt að styðja nýja stjórn spænskra sósíalista í skiptum fyrir viðræður um sjálfstæði héraðsins. 26. nóvember 2019 08:53
Junqueras segir nýja þjóðaratkvæðagreiðslu óumflýjanlega Oriol Junqueras segir að dómarnir yfir leiðtogum katalónskra aðskilnaðarsinna komi bara til með að efla aðskilnaðarheyfinguna. 15. október 2019 10:13
Ráðherra segir dóminn yfir Katalónunum pólitískan Níu leiðtogar katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar fengu fangelsisdóma í morgun. Ráðherra utanríkismála í Katalónsku héraðsstjórninni segir grafið undan stoðum lýðræðis og mannréttinda á Spáni. 14. október 2019 20:15