Innlent

Var vikið úr kennslu við Háskóla Íslands í haust

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar sem hefur gegnt 30% stöðu sem lektor við Háskóla Íslands hefur verið til umfjöllunar þar í nokkra mánuði.
Mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar sem hefur gegnt 30% stöðu sem lektor við Háskóla Íslands hefur verið til umfjöllunar þar í nokkra mánuði. Vísir/Vilhelm

Mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar sem hefur gegnt 30% stöðu sem lektor við Háskóla Íslands hefur verið til umfjöllunar þar í nokkra mánuði og var honum honum vikið úr kennslu í haust samkvæmt upplýsingum fréttastofu.

Í haust var óskað eftir að hann léti af kennslustörfum við skólann vegna kvartana frá nemendum og þá mætti hann illa. Hann átti að leiðbeina nokkrum meistaranemum í lagadeild með lokaritgerðir en var tekinn úr því verkefni.

Samkvæmt heimildum fréttastofu var hann boðaður á fund með yfirmanni vegna starfsmannamála fyrir nokkrum vikum en mætti ekki. Lögfræðingar Háskólans eru nú með mál hans inná sínu borði og verið er að fara yfir næstu skref.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×