Handbolti

Einn helsti hand­bolta­spekingur heims valdi Al­freð þjálfara ára­tugarsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alfreð fagnar EHF-bikarnum sem hann vann með Kiel í vor.
Alfreð fagnar EHF-bikarnum sem hann vann með Kiel í vor. vísir/getty

Twitter-síðan (Un)informed Handball Hour setti inn skemmtilega færslu á síðu sinna í gær þar sem þeir óskuðu eftir hjálp almennings.

Þar óskuðu þeir eftir hjálp við að velja besta lið áratugarins í alheims handboltanum og einnig átti að velja stjórann.

Rasmus Boyesen, er leikmaður Ribe-Esbjerg í Danmörku, en einnig er hann einn helsti handboltaspekingurinn í dag. Heldur hann úti líflegri Twitter-síðu um handbolta.

Þjálfari áratugarins að mati Rasmus var Akureyringurinn Alfreð Gíslason sem hætti með Kiel í sumar eftir ellefu tímabil.







Alfreð tók við Kiel 2008 og lét af störfum í sumar. Undir hans stjórn varð Kiel sex sinnum þýskur meistari, sex sinnum bikarmeistari, vann Meistaradeild Evrópu tvisvar sinnum og EHF-bikarinn einu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×