Innlent

Réttargæslumaður verulega ósáttur við vinnubrögð lögreglu: „Það hefði átt setja Kristján strax í gæsluvarðhald“

Andri Eysteinsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa

Kristján Gunnar Valdimarsson, lögmaður og lektor í skattarétti við lagadeild Háskóla Íslands, er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur ungum konum eftir að honum var sleppt úr haldi lögreglu á aðfangadag eftir að hafa verið handtekinn grunaður um kynferðisbrot og frelsissviptingu.

Leifur Runólfsson, réttargæslumaður annarrar konunnar sem sakar Kristján Gunnar um kynferðisbrot á Aðfangadag, segist í kvöldfréttum Stöðvar 2 vera verulega ósáttur við vinnubrögð lögreglunnar í málinu.

Sjá einnig: Lektorinn grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur konum eftir að honum var sleppt úr haldi.

„Ég er verulega ósáttur við vinnubrögð lögreglu í þessu máli. Það hefði átt setja Kristján strax í gæsluvarðhald. Þá hefðu þessar konur ekki lent í þessu máli,“ segir Leifur.

Leifur segir að eftir að Kristjáni var sleppt á Aðfangadag hafi hann boðað til nýs partýs og sé hann þar grunaður um að frelsissvipta og brjóta gegn tveimur ungum konum til viðbótar.

„Önnur þeirra finnur síma og nær að hringja í móður sína sem hringir í lögregluna,“ segir Leifur.

Leifur segist óttast að að staða Kristjáns Gunnars í samfélaginu kunni að hafa haft áhrif á vinnubrögð lögreglu.

„Ég óttast það og tel það mjög furðulegt hvernig staðið hefur verið að málinu og gagnrýni það mikið,“ segir Leifur Runólfsson réttargæslumaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×