„Eitthvað sem höfum ekki séð áður“ gangi spárnar eftir Jóhann K. Jóhannsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 10. desember 2019 12:00 Frá Sauðárkróki í morgun. Vísir/Jói K. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra segir að veðrið sem spáð er að muni ganga yfir landsfjórðunginn í dag og á morgun leggist ekki vel í hann. Hann telur þó að íbúar og viðbragðsaðilar á svæðinu sé búnir að gera þær ráðstafnir sem þarf svo lágmarka megi tjón vegna veðurs.Fyrsta rauða viðvörun í sögu veðurviðvörunarkerfis Veðurstofunnar er í gildi á Norðurlandi vestra og Ströndum frá klukkan 17 í dag til miðnættis. Appelsínugul viðvörun hefur verið í gildi frá því snemma í morgun á svæðinu og er hún í gildi allt til hádegis á morgun, og lengur annars staðar á landinu. „Ef að spárnar ganga eftir þá er þetta eitthvað sem við höfum ekki séð áður. Þær líta bara alls ekki vel út og að það stefnir í vonskuveður,“ sagði Stefán Vagn í samtali við Jóhann K. Jóhannsson fréttamann sem staddur er á Sauðárkróki. Veður er farið að versna en það versta á eftir að ganga yfir. „Þetta leggst ekkert sérstaklega vel í mig en ég held að við séum búnir að gera allar þær ráðstafanir sem að hægt er, bæði lögreglan og aðrir viðbragðsaðilar á svæðinu,“ sagði Stefán Vagn. „Ég held að fólk sé meðvitað um hvað er í vændum og hafi gert þær ráðstafanir sem hægt er til þess að verjast þessu.“ Svona líta viðvaranirnar út um kvöldmatarleytið.Skjáskot/veðurstofan Varað hefur við snjóflóðahættu á Tröllaskaga og búist er við að veðrinu fylgi gríðarlegt fannfergi á Norðurlandi. „Menn eru að gera ráð fyrir því að á fimmtudeginum þegar þetta allt saman er gengið yfir þá geti verið allt að þriggja metra jafnfallinn snjór á Öxnadalsheiði. Þannig að við erum að tala um alveg gríðarlega ofankomu og gríðarlegt fannfergi gangi þetta eftir,“ segir Stefán Vagn. Þrír snjóbílar voru sendir frá Reykjavík og Akranesi í gær og eru þeir staðsettir á Hvammstanga, Skagaströnd og í Hrútafirði. „Samkvæmt spánni er versta veðrið í Hrútafirðinum og þar í kring en veðrið verður alls staðar mjög mjög vont. Við erum ekkert að horfa í einhver einstök svæði. Við erum að horfa á svæðið allt og reyna að dreifa mannskap og björgum eins víða og hægt er þannig að við getum lágmarkað þann tíma sem það tekur fyrir viðbragðsaðila að koma sér á staðina,“ segir Stefán Vagn. Fólk hefur eindregið verið hvatt til að halda sér heima en segir Stefán Vagn að þurfi einhver á aðstoð að halda eigi þeir sömu ekki að hika við að hafa samband við lögreglu. „Það sem við höfum sagt er að verði veðrið eins vitlaust og spár gera ráð fyrir þá höfum við hugfast að auðvitað getur tekið mjög langan tíma að koma til fólk og við gætum mögulega þurft að forgangsraða verkefnunum þannig að einhver minni verkefni geti beðið. Við vonum að til þess muni ekki koma en við hvetjum fólk að sjálfsögðu til að hringja eða senda skilaboð ef þeim vantar aðstoð og við munum reyna að bregðast við því eins hratt og mögulegt er.“ Óveður 10. og 11. desember 2019 Skagafjörður Veður Tengdar fréttir Jólunum komið í skjól fyrir veðurofsanum Starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa unnið að því í morgun að tryggja stórar jólaskreytingar í miðbænum áður en mikið hvassviðri skellur á síðdegis í dag. 10. desember 2019 11:14 Beið eftir aðstoð í miðju viðtali: „Ef þeir eru að hlusta þá mega þeir drífa sig“ Björgunarsveitarmenn á Siglufirði eru klárir í slaginn verði þeir kallaðir í útkall vegna veðurofsans sem nú fer yfir landið. Þeir hafa nú þegar farið í eitt útkall, til þess að koma félaga þeirra í björgunarsveitinni til aðstoðar er bíll hans rann út af veginum fyrr í morgun. 10. desember 2019 10:55 Óveðurspárnar lítið sem ekkert breyst Landsmenn búa sig nú undir aftakaveður sem ganga á yfir landiðí dag. 10. desember 2019 07:15 Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra segir að veðrið sem spáð er að muni ganga yfir landsfjórðunginn í dag og á morgun leggist ekki vel í hann. Hann telur þó að íbúar og viðbragðsaðilar á svæðinu sé búnir að gera þær ráðstafnir sem þarf svo lágmarka megi tjón vegna veðurs.Fyrsta rauða viðvörun í sögu veðurviðvörunarkerfis Veðurstofunnar er í gildi á Norðurlandi vestra og Ströndum frá klukkan 17 í dag til miðnættis. Appelsínugul viðvörun hefur verið í gildi frá því snemma í morgun á svæðinu og er hún í gildi allt til hádegis á morgun, og lengur annars staðar á landinu. „Ef að spárnar ganga eftir þá er þetta eitthvað sem við höfum ekki séð áður. Þær líta bara alls ekki vel út og að það stefnir í vonskuveður,“ sagði Stefán Vagn í samtali við Jóhann K. Jóhannsson fréttamann sem staddur er á Sauðárkróki. Veður er farið að versna en það versta á eftir að ganga yfir. „Þetta leggst ekkert sérstaklega vel í mig en ég held að við séum búnir að gera allar þær ráðstafanir sem að hægt er, bæði lögreglan og aðrir viðbragðsaðilar á svæðinu,“ sagði Stefán Vagn. „Ég held að fólk sé meðvitað um hvað er í vændum og hafi gert þær ráðstafanir sem hægt er til þess að verjast þessu.“ Svona líta viðvaranirnar út um kvöldmatarleytið.Skjáskot/veðurstofan Varað hefur við snjóflóðahættu á Tröllaskaga og búist er við að veðrinu fylgi gríðarlegt fannfergi á Norðurlandi. „Menn eru að gera ráð fyrir því að á fimmtudeginum þegar þetta allt saman er gengið yfir þá geti verið allt að þriggja metra jafnfallinn snjór á Öxnadalsheiði. Þannig að við erum að tala um alveg gríðarlega ofankomu og gríðarlegt fannfergi gangi þetta eftir,“ segir Stefán Vagn. Þrír snjóbílar voru sendir frá Reykjavík og Akranesi í gær og eru þeir staðsettir á Hvammstanga, Skagaströnd og í Hrútafirði. „Samkvæmt spánni er versta veðrið í Hrútafirðinum og þar í kring en veðrið verður alls staðar mjög mjög vont. Við erum ekkert að horfa í einhver einstök svæði. Við erum að horfa á svæðið allt og reyna að dreifa mannskap og björgum eins víða og hægt er þannig að við getum lágmarkað þann tíma sem það tekur fyrir viðbragðsaðila að koma sér á staðina,“ segir Stefán Vagn. Fólk hefur eindregið verið hvatt til að halda sér heima en segir Stefán Vagn að þurfi einhver á aðstoð að halda eigi þeir sömu ekki að hika við að hafa samband við lögreglu. „Það sem við höfum sagt er að verði veðrið eins vitlaust og spár gera ráð fyrir þá höfum við hugfast að auðvitað getur tekið mjög langan tíma að koma til fólk og við gætum mögulega þurft að forgangsraða verkefnunum þannig að einhver minni verkefni geti beðið. Við vonum að til þess muni ekki koma en við hvetjum fólk að sjálfsögðu til að hringja eða senda skilaboð ef þeim vantar aðstoð og við munum reyna að bregðast við því eins hratt og mögulegt er.“
Óveður 10. og 11. desember 2019 Skagafjörður Veður Tengdar fréttir Jólunum komið í skjól fyrir veðurofsanum Starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa unnið að því í morgun að tryggja stórar jólaskreytingar í miðbænum áður en mikið hvassviðri skellur á síðdegis í dag. 10. desember 2019 11:14 Beið eftir aðstoð í miðju viðtali: „Ef þeir eru að hlusta þá mega þeir drífa sig“ Björgunarsveitarmenn á Siglufirði eru klárir í slaginn verði þeir kallaðir í útkall vegna veðurofsans sem nú fer yfir landið. Þeir hafa nú þegar farið í eitt útkall, til þess að koma félaga þeirra í björgunarsveitinni til aðstoðar er bíll hans rann út af veginum fyrr í morgun. 10. desember 2019 10:55 Óveðurspárnar lítið sem ekkert breyst Landsmenn búa sig nú undir aftakaveður sem ganga á yfir landiðí dag. 10. desember 2019 07:15 Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Jólunum komið í skjól fyrir veðurofsanum Starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa unnið að því í morgun að tryggja stórar jólaskreytingar í miðbænum áður en mikið hvassviðri skellur á síðdegis í dag. 10. desember 2019 11:14
Beið eftir aðstoð í miðju viðtali: „Ef þeir eru að hlusta þá mega þeir drífa sig“ Björgunarsveitarmenn á Siglufirði eru klárir í slaginn verði þeir kallaðir í útkall vegna veðurofsans sem nú fer yfir landið. Þeir hafa nú þegar farið í eitt útkall, til þess að koma félaga þeirra í björgunarsveitinni til aðstoðar er bíll hans rann út af veginum fyrr í morgun. 10. desember 2019 10:55
Óveðurspárnar lítið sem ekkert breyst Landsmenn búa sig nú undir aftakaveður sem ganga á yfir landiðí dag. 10. desember 2019 07:15
Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15