Bílskúrsþak af í heilu lagi og ruslatunnur á flugi í Eyjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. desember 2019 08:31 Þessi vörubíll er töluvert skemmdur eftir nóttina í Vestmannaeyjum. Mynd/Sigdór yngvi Björgunarfélag Vestmannaeyja hefur sinnt hátt í hundrað útköllum óveðrinu sem gengið hefur yfir landið frá því í gær. Töluvert tjón varð á húsnæði í bænum, þakplötur fuku og bátur var nær sokkinn í höfninni. Arnór Arnósson björgunarsveitarmaður í Vestmannaeyjum segir í samtali við Vísi að starf sveitarinnar hafi gengið vel. Vissulega sé búið að vera „leiðindaveður“ en góður mannskapur, sem naut góðrar aðstoðar, hafi sinnt verkefnum með glæsibrag. Arnór segir að töluvert hafi verið um það að þakplötur fykju í veðurofsanum. Þá fóru ruslatunnur einnig á flakk, kofar „fokið og sprungið“ og í morgun fauk bílskúrsþak af sínum stað í nær heilu lagi. Aðstæður voru erfiðar.Mynd/Sigdór yngvi „Við vorum að koma úr því núna, þetta var þak í heilu lagi af bílskúr. Það var einhverjir fjórir sinnum sex metrar á lengd,“ segir Arnór. Þakið var að endingu tryggt með þungum steinum. Þá segir hann að Fiskimjölsverksmiðja Ísfélags Vestmannaeyja hafi farið illa í veðrinu, auk saltgeymslu í bænum. Þá hafi trilla í höfninni næstum því verið sokkin á tímabili en björgunarsveitarmenn dældu upp úr henni. Eins og fram hefur komið mun óveðrið færa sig austur á bóginn með morgninum. Arnór segir að sér finnist eins og veðurofsann í Eyjum sé eitthvað byrjað að lægja nú á níunda tímanum. Í tilkynningu frá lögreglu í Vestmannaeyjum segir að skólahaldi verði frestað til klukkan tíu í morgun, þangað til annað verði ákveðið. Björgunarmenn að störfum í Eyjum.Mynd/Sigdór yngvi Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Rúðuþurrkur fuku af í 50 metrum á sekúndu Lögreglu á Suðurlandi barst yfir 150 beiðnir um ýmiss konar aðstoð frá því að óveðrið skall yfir umdæmið í gær og þangað til rúmlega þrjú í nótt. Bjarga þurfti ferðamönnum í ógöngum og nokkrir gistu í fjöldahjálparstöðvum í umdæminu. 11. desember 2019 06:53 Hviður gætu farið yfir 60 m/s undir Vatnajökli Óveðrið er tekið að færa sig yfir á Austurland, Austfirði og Suðausturland. 11. desember 2019 08:05 Norðurhlið Fiskimjölsverksmiðjunnar í Vestmannaeyjum nánast fokin af Fiskimjölsverksmiðjan í Vestmannaeyjum, eða Fisið eins og hún er jafnan kölluð af heimamönnum, varð fyrir talsverðum skemmdum í óveðri kvöldsins. 10. desember 2019 23:32 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Björgunarfélag Vestmannaeyja hefur sinnt hátt í hundrað útköllum óveðrinu sem gengið hefur yfir landið frá því í gær. Töluvert tjón varð á húsnæði í bænum, þakplötur fuku og bátur var nær sokkinn í höfninni. Arnór Arnósson björgunarsveitarmaður í Vestmannaeyjum segir í samtali við Vísi að starf sveitarinnar hafi gengið vel. Vissulega sé búið að vera „leiðindaveður“ en góður mannskapur, sem naut góðrar aðstoðar, hafi sinnt verkefnum með glæsibrag. Arnór segir að töluvert hafi verið um það að þakplötur fykju í veðurofsanum. Þá fóru ruslatunnur einnig á flakk, kofar „fokið og sprungið“ og í morgun fauk bílskúrsþak af sínum stað í nær heilu lagi. Aðstæður voru erfiðar.Mynd/Sigdór yngvi „Við vorum að koma úr því núna, þetta var þak í heilu lagi af bílskúr. Það var einhverjir fjórir sinnum sex metrar á lengd,“ segir Arnór. Þakið var að endingu tryggt með þungum steinum. Þá segir hann að Fiskimjölsverksmiðja Ísfélags Vestmannaeyja hafi farið illa í veðrinu, auk saltgeymslu í bænum. Þá hafi trilla í höfninni næstum því verið sokkin á tímabili en björgunarsveitarmenn dældu upp úr henni. Eins og fram hefur komið mun óveðrið færa sig austur á bóginn með morgninum. Arnór segir að sér finnist eins og veðurofsann í Eyjum sé eitthvað byrjað að lægja nú á níunda tímanum. Í tilkynningu frá lögreglu í Vestmannaeyjum segir að skólahaldi verði frestað til klukkan tíu í morgun, þangað til annað verði ákveðið. Björgunarmenn að störfum í Eyjum.Mynd/Sigdór yngvi
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Rúðuþurrkur fuku af í 50 metrum á sekúndu Lögreglu á Suðurlandi barst yfir 150 beiðnir um ýmiss konar aðstoð frá því að óveðrið skall yfir umdæmið í gær og þangað til rúmlega þrjú í nótt. Bjarga þurfti ferðamönnum í ógöngum og nokkrir gistu í fjöldahjálparstöðvum í umdæminu. 11. desember 2019 06:53 Hviður gætu farið yfir 60 m/s undir Vatnajökli Óveðrið er tekið að færa sig yfir á Austurland, Austfirði og Suðausturland. 11. desember 2019 08:05 Norðurhlið Fiskimjölsverksmiðjunnar í Vestmannaeyjum nánast fokin af Fiskimjölsverksmiðjan í Vestmannaeyjum, eða Fisið eins og hún er jafnan kölluð af heimamönnum, varð fyrir talsverðum skemmdum í óveðri kvöldsins. 10. desember 2019 23:32 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Rúðuþurrkur fuku af í 50 metrum á sekúndu Lögreglu á Suðurlandi barst yfir 150 beiðnir um ýmiss konar aðstoð frá því að óveðrið skall yfir umdæmið í gær og þangað til rúmlega þrjú í nótt. Bjarga þurfti ferðamönnum í ógöngum og nokkrir gistu í fjöldahjálparstöðvum í umdæminu. 11. desember 2019 06:53
Hviður gætu farið yfir 60 m/s undir Vatnajökli Óveðrið er tekið að færa sig yfir á Austurland, Austfirði og Suðausturland. 11. desember 2019 08:05
Norðurhlið Fiskimjölsverksmiðjunnar í Vestmannaeyjum nánast fokin af Fiskimjölsverksmiðjan í Vestmannaeyjum, eða Fisið eins og hún er jafnan kölluð af heimamönnum, varð fyrir talsverðum skemmdum í óveðri kvöldsins. 10. desember 2019 23:32