Eitt versta veður sem Eyjamenn muna eftir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. desember 2019 12:50 Mestu tjónin voru á fiskimjölsverksmiðjunni FES en þar fór klæðning af norðurhlið hússins. Tígull Björgunarfélag Vestmannaeyja og lögregla sinntu á annað hundrað útköllum vegna veðursins sem gengur yfir landið. Í Vestmannaeyjum byrjaði að hvessa verulega um kvöldmatarleytið og klukkan 19 var stöðugur vindur kominn í 40 m/s og 52 m/s í hviðum af norðvestri. Vindhraðinn var mikill fram á nótt og fór vind ekki að lægja fyrr en undir morgun. Þetta var mun meiri vindur en spáð hafði verið að sögn lögreglunnar í Eyjum. Lögregla hafði varað við norðvestanáttinni, sem getur verið mjög skæð í Eyjum með sínum hvössu vindstrengjum sem skella á bænum. Íbúar höfðu verið beðnir að fergja allt lauslegt og lýst hafði verið yfir óvissuástandi vegna veðurspárinnar.Mestu tjónin voru á fiskimjölsverksmiðjunni FES en þar fór klæðning af norðurhlið hússins. Miklar skemmdir urðu einnig á skemmu Vinnslustöðvarinnar en þar fléttist dúkklæðning af stálgrindarhúsi. Þá var Eiðinu lokað fyrir allri umferð í gærkvöldi enda lausamunir á ferðinni og aðstæður hættulegar. Mestar fokskemmdir urðu á húsum á Illugagötu. Þar fuku geymsluskúrar, þakklæðningar, girðingar og þakdúkar. Einnig urðu skemmdir á húsum á Flötum, Vestmannabraut, Brekastíg, Boðaslóð og fleiri götum. Rúður brotnuðu er hlutir fuku í þær. Járnplötur og þakdúkar losnuðu af húsþökum og fánastangir brotnuðu. Sendibíll lagðist á hliðina í óveðrinu og smábátar voru nálægt því að sökkva. Hátt var í og læti innan hafnar. Margt annað lauslegt fauk. „Umhugsunarvert er hve víða illa er gengið frá ruslatunnum við hús en töluvert var um að þær væru á ferðinni í óveðrinu en mikil hætta er á að þær geti fokið í rúður og bíla og valdið tjóni,“ segir í skýrslu lögreglunnar í Eyjum. Lögreglan þakkar Björgunarfélagi Vestmannaeyja fyrir vel unnin störf. „Það sannast enn og aftur hve öflugt lið við eigum í BV. Um 30 björgunarfélagsmenn, ásamt öðrum aðstoðarmönnum unnu sleitulaust frá því fyrir kvöldmat og fram á morgun við að aðstoða fólk en kallað var eftir aðstoð kranabíls og smiðs til að byrgja glugga og fergja hluti sem voru að fjúka.“ Er það mat lögreglu að fárviðri þetta sé eitt versta veður sem menn muni eftir í Vestmannaeyjum. Vindátt úr norðvestri sé Eyjamönnum afar erfið. „Engin slys urðu á fólki vegna veðursins sem er helst því að þakka að fólk hélt sig innandyra og þá voru félagar björgunarfélagsins vel búnir. Enn er bálhvasst í Eyjum og verður fram eftir degi.“ Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Vestmannaeyjar Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Sjá meira
Björgunarfélag Vestmannaeyja og lögregla sinntu á annað hundrað útköllum vegna veðursins sem gengur yfir landið. Í Vestmannaeyjum byrjaði að hvessa verulega um kvöldmatarleytið og klukkan 19 var stöðugur vindur kominn í 40 m/s og 52 m/s í hviðum af norðvestri. Vindhraðinn var mikill fram á nótt og fór vind ekki að lægja fyrr en undir morgun. Þetta var mun meiri vindur en spáð hafði verið að sögn lögreglunnar í Eyjum. Lögregla hafði varað við norðvestanáttinni, sem getur verið mjög skæð í Eyjum með sínum hvössu vindstrengjum sem skella á bænum. Íbúar höfðu verið beðnir að fergja allt lauslegt og lýst hafði verið yfir óvissuástandi vegna veðurspárinnar.Mestu tjónin voru á fiskimjölsverksmiðjunni FES en þar fór klæðning af norðurhlið hússins. Miklar skemmdir urðu einnig á skemmu Vinnslustöðvarinnar en þar fléttist dúkklæðning af stálgrindarhúsi. Þá var Eiðinu lokað fyrir allri umferð í gærkvöldi enda lausamunir á ferðinni og aðstæður hættulegar. Mestar fokskemmdir urðu á húsum á Illugagötu. Þar fuku geymsluskúrar, þakklæðningar, girðingar og þakdúkar. Einnig urðu skemmdir á húsum á Flötum, Vestmannabraut, Brekastíg, Boðaslóð og fleiri götum. Rúður brotnuðu er hlutir fuku í þær. Járnplötur og þakdúkar losnuðu af húsþökum og fánastangir brotnuðu. Sendibíll lagðist á hliðina í óveðrinu og smábátar voru nálægt því að sökkva. Hátt var í og læti innan hafnar. Margt annað lauslegt fauk. „Umhugsunarvert er hve víða illa er gengið frá ruslatunnum við hús en töluvert var um að þær væru á ferðinni í óveðrinu en mikil hætta er á að þær geti fokið í rúður og bíla og valdið tjóni,“ segir í skýrslu lögreglunnar í Eyjum. Lögreglan þakkar Björgunarfélagi Vestmannaeyja fyrir vel unnin störf. „Það sannast enn og aftur hve öflugt lið við eigum í BV. Um 30 björgunarfélagsmenn, ásamt öðrum aðstoðarmönnum unnu sleitulaust frá því fyrir kvöldmat og fram á morgun við að aðstoða fólk en kallað var eftir aðstoð kranabíls og smiðs til að byrgja glugga og fergja hluti sem voru að fjúka.“ Er það mat lögreglu að fárviðri þetta sé eitt versta veður sem menn muni eftir í Vestmannaeyjum. Vindátt úr norðvestri sé Eyjamönnum afar erfið. „Engin slys urðu á fólki vegna veðursins sem er helst því að þakka að fólk hélt sig innandyra og þá voru félagar björgunarfélagsins vel búnir. Enn er bálhvasst í Eyjum og verður fram eftir degi.“
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Vestmannaeyjar Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Sjá meira