Kylfusveinn Reeds rekinn úr Forsetabikarnum fyrir að hrinda áhorfanda Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. desember 2019 11:00 Patrick Reed og kylfusveinninn Kessler Karain. vísir/getty Kylfusveinn Bandaríkjamannsins Patricks Reed hefur verið rekinn úr Forsetabikarnum í golfi fyrir að hrinda áhorfanda. Áhorfendur hafa verið duglegir við að láta Reed heyra það undanfarna þrjá daga. Hann er ekki vinsælasti maðurinn í golfheiminum eftir að hann fékk tveggja högga víti á sig á Hero World Challenge mótinu í síðustu viku fyrir að færa sand til að bæta stöðu sína. Kessler Karain, kylfusveinn og mágur Reeds, fékk nóg af hrópum og köllum áhorfenda í Melbourne í nótt og eftir þriðju umferðina hrinti hann áhorfanda. Í kjölfarið var hann rekinn úr mótinu. Í yfirlýsingu frá Karain sagði hann að hlutverk kylfusveins sé að verja kylfinginn sinn og að áhorfandanum hefði ekki orðið meint. Eina sem hefði gerst var að hann sullaði niður bjór. „Það er ekki til kylfusveinn sem skilur mig ekki,“ sagði Karain sem verður fjarri góðu gamni þegar Reed keppir í tvímenningi á lokadegi Forsetabikarsins í nótt. Þar mætir Reed C.T. Pan. í tvímenningnum í nótt. Reed hefur tapað öllum leikjum sínum í Forsetabikarnum til þessa. Heimsúrvalið er með tveggja vinninga forskot á bandaríska liðið fyrir lokadaginn. Bein útsending frá lokadegi Forsetabikarsins hefst klukkan 23:00 á Stöð 2 Golf. Golf Tengdar fréttir Heimsúrvalið með forystu fyrir lokaumferð Forsetabikarsins Aðeins einni umferð er ólokið í Forsetabikarnum í golfi. 14. desember 2019 09:22 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Kylfusveinn Bandaríkjamannsins Patricks Reed hefur verið rekinn úr Forsetabikarnum í golfi fyrir að hrinda áhorfanda. Áhorfendur hafa verið duglegir við að láta Reed heyra það undanfarna þrjá daga. Hann er ekki vinsælasti maðurinn í golfheiminum eftir að hann fékk tveggja högga víti á sig á Hero World Challenge mótinu í síðustu viku fyrir að færa sand til að bæta stöðu sína. Kessler Karain, kylfusveinn og mágur Reeds, fékk nóg af hrópum og köllum áhorfenda í Melbourne í nótt og eftir þriðju umferðina hrinti hann áhorfanda. Í kjölfarið var hann rekinn úr mótinu. Í yfirlýsingu frá Karain sagði hann að hlutverk kylfusveins sé að verja kylfinginn sinn og að áhorfandanum hefði ekki orðið meint. Eina sem hefði gerst var að hann sullaði niður bjór. „Það er ekki til kylfusveinn sem skilur mig ekki,“ sagði Karain sem verður fjarri góðu gamni þegar Reed keppir í tvímenningi á lokadegi Forsetabikarsins í nótt. Þar mætir Reed C.T. Pan. í tvímenningnum í nótt. Reed hefur tapað öllum leikjum sínum í Forsetabikarnum til þessa. Heimsúrvalið er með tveggja vinninga forskot á bandaríska liðið fyrir lokadaginn. Bein útsending frá lokadegi Forsetabikarsins hefst klukkan 23:00 á Stöð 2 Golf.
Golf Tengdar fréttir Heimsúrvalið með forystu fyrir lokaumferð Forsetabikarsins Aðeins einni umferð er ólokið í Forsetabikarnum í golfi. 14. desember 2019 09:22 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Heimsúrvalið með forystu fyrir lokaumferð Forsetabikarsins Aðeins einni umferð er ólokið í Forsetabikarnum í golfi. 14. desember 2019 09:22
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti