Viðskipti innlent

Reynslubolti að norðan og austan verður sölustjóri hjá Fly over Iceland

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Birna Lind Björnsdóttir hefur heilmikla reynslu af markaðsstörfum í íslenskri ferðaþjónustu.
Birna Lind Björnsdóttir hefur heilmikla reynslu af markaðsstörfum í íslenskri ferðaþjónustu.

Birna Lind Björnsdóttir hefur verið ráðin sölustjóri FlyOver Iceland sem býður upp á ferðalag yfir náttúru Íslands í húsakynnum fyrirtækisins úti á Granda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Birna Lind hefur starfað í ferðaþjónustu í yfir þrjátíu ár. Hún var framkvæmdastjóri og meðeigandi Travel East, ferðaskrifstofu sem skipuleggur ferðir á Austurlandi. Þar áður var hún sölu-og markaðsstjóri Norðursiglingar á Húsavík. Frá árunum 2004-2008 var hún forstöðumaður markaðs-og söludeildar Kynnisferða. Birna hefur tekið þátt í mörgum uppbyggingarverkefnum og þar að auki starfað sem kennari hjá Mími Símennt.

Birna Lind hefur setið í faghópi afþreyingarnefndar SAF og í stjórn Markaðsstofu Norðurlands.

FlyOver Iceland er dótturfélag Esja Attractions ehf., sem er í eigu Pursuit Collections, einingar undir Viad Corp., og íslenskra og erlendra fjárfesta. FlyOver Iceland er byggt að fyrirmynd FlyOver Canada sýningar í Vancouver. Sýningin tekur tæpan hálftíma en auk flugsins eru menningu og sögu Íslands gerð skil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×