Flugvél bíður eftir nokkrum af ungu leikmönnum Liverpool í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2019 09:00 Jürgen Klopp vill fá nokkra af ungu leikmönnunum til Katar í kvöld. Hér sést hann sjálfur í flugvélinni sem fór með aðallið Liverpool á HM félagsliða í Katar. Getty/Andrew Powell Draumurinn um að spila á heimsmeistaramóti félagsliða í Katar er ekki úti fyrir ungu strákana sem mæta Aston Villa í átta liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld. Neil Critchley stýrir Liverpool liðinu í kvöld og á blaðamannafundi fyrir leikinn sagði hann frá því að nokkrir liðsins í kvöld gætu verið á leið til Katar eftir leikinn. Aðallið Liverpool er allt flogið til Katar þar sem liðið spilar undanúrslitaleik sinn á morgun. Lið Liverpool í kvöld verður því allt skipað leikmönnum liðsins í kringum tvítugsaldurinn. Leikur Aston Villa og Liverpool hefst klukkan 19.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Ég veit ekki betur en að það bíði flugvél eftir þeim. Þetta fer samt eftir því hvernig þeir standa sig í leiknum,“ sagði Neil Critchley á blaðamannafundinum í gær. „Við sjáum til. Ég held að það verði einn eða tveir sem fari með. Ég reyni líka kannski að smygla mér með líka,“ sagði Neil Critchley léttur. Neil Critchley vildi þó ekki nefna einhverja ákveðna leikmenn í þessu samhengi. „Ég er viss um að einn eða tveir muni fara. Ég veit það samt hreinlega ekki á þessum tímapunkti,“ svaraði Critchley. ICYMI earlier https://t.co/DUGTmHMACl— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) December 16, 2019 Liverpool bætti þeim Sepp van den Berg, Ki-Jana Hoever og Harvey Elliott við HM-hópinn sinn í gær og þeir eru því líklegir til að fljúga til Katar eftir leikinn á móti Aston Villa í kvöld. Neil Critchley lagði áherslu á það að leikmennirnir sem munu spila fyrir Liverpool í kvöld þekkist mjög vel. „Þetta er ekki hópur sem var hent saman í fljótheitum. Þetta er hópur sem hefur verið mjög mikið saman,“ sagði Neil Critchley. „Það er mjög mikilvægt að við förum út í þennan leik og spilum eins og Liverpool lið. Það er pressa frá okkur í teyminu að leikmennirnir spili eins og Liverpool lið,“ sagði Critchley. Neil Critchley hrósaði líka Jürgen Klopp. „Við erum heppnir að knattspyrnustjórinn hefur trú á ungum leikmönnum og gefur þeim tækifæri. Stjórinn okkar hefur mikinn áhuga á ungum leikmönnum og ég get komið og talað við hann hvenær sem er. Hann þekkir þá alla vel,“ sagði Critchley. Enski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Draumurinn um að spila á heimsmeistaramóti félagsliða í Katar er ekki úti fyrir ungu strákana sem mæta Aston Villa í átta liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld. Neil Critchley stýrir Liverpool liðinu í kvöld og á blaðamannafundi fyrir leikinn sagði hann frá því að nokkrir liðsins í kvöld gætu verið á leið til Katar eftir leikinn. Aðallið Liverpool er allt flogið til Katar þar sem liðið spilar undanúrslitaleik sinn á morgun. Lið Liverpool í kvöld verður því allt skipað leikmönnum liðsins í kringum tvítugsaldurinn. Leikur Aston Villa og Liverpool hefst klukkan 19.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Ég veit ekki betur en að það bíði flugvél eftir þeim. Þetta fer samt eftir því hvernig þeir standa sig í leiknum,“ sagði Neil Critchley á blaðamannafundinum í gær. „Við sjáum til. Ég held að það verði einn eða tveir sem fari með. Ég reyni líka kannski að smygla mér með líka,“ sagði Neil Critchley léttur. Neil Critchley vildi þó ekki nefna einhverja ákveðna leikmenn í þessu samhengi. „Ég er viss um að einn eða tveir muni fara. Ég veit það samt hreinlega ekki á þessum tímapunkti,“ svaraði Critchley. ICYMI earlier https://t.co/DUGTmHMACl— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) December 16, 2019 Liverpool bætti þeim Sepp van den Berg, Ki-Jana Hoever og Harvey Elliott við HM-hópinn sinn í gær og þeir eru því líklegir til að fljúga til Katar eftir leikinn á móti Aston Villa í kvöld. Neil Critchley lagði áherslu á það að leikmennirnir sem munu spila fyrir Liverpool í kvöld þekkist mjög vel. „Þetta er ekki hópur sem var hent saman í fljótheitum. Þetta er hópur sem hefur verið mjög mikið saman,“ sagði Neil Critchley. „Það er mjög mikilvægt að við förum út í þennan leik og spilum eins og Liverpool lið. Það er pressa frá okkur í teyminu að leikmennirnir spili eins og Liverpool lið,“ sagði Critchley. Neil Critchley hrósaði líka Jürgen Klopp. „Við erum heppnir að knattspyrnustjórinn hefur trú á ungum leikmönnum og gefur þeim tækifæri. Stjórinn okkar hefur mikinn áhuga á ungum leikmönnum og ég get komið og talað við hann hvenær sem er. Hann þekkir þá alla vel,“ sagði Critchley.
Enski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira