Sportpakkinn: Barcelona og Real jöfn á toppnum fyrir áhugaverðan „El Clásico“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2019 15:00 Lionel Messi fær að heyra það frá Sergio Ramos í leik Real Madrid og Barcelona í fyrra. Getty/David S. Bustamante Barcelona og Real Madrid mætast í kvöld í spænsku 1. deildinni í fótbolta. Upphaflega áttu liðin að spila 26. október en leiknum var frestað vegna átaka í Barcelona í kjölfar dóms á nokkrum leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna. Arnar Björnsson skoðaði kringumstæður leiksins í kvöld. Katalónsku sjálfstæðissinnarnuir fengu 9 til 13 ára fangelsisdóm vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu í óþökk stjórnlagadómstóls og ríkisstjórnar Spánar. „El Clasico“, eins og rimma liðanna er oftast kölluð, er einn stærsti fótboltaleikur á hverju ári og leikurinn í Barcelona í kvöld er ákaflega áhugaverður. Liðin eru jöfn að stigum, Barcelona er ofar á markamun en tveimur mörkum munar á liðunum. Hotel Sofía, sem er 600 metrum frá Nou Camp, verður nokkurs konar bækistöð, bæði liðin komu þangað um hádegið og þar verða einnig dómarinn og aðstoðarmenn hans. Liðin borða hvort á sinni hæðinni og liðsrúturnar fara samtímis á völlinn í lögreglufylgd. Öryggisgæslan verður óvenju mikil. Ivan Rakitic miðjumaður Barcelona lenti í vandræðum með að komast af flugvellinum og knattspyrnustjórinn, Ernesto Valverde, fékk far á vélhjóli en missti af æfingu þegar hann sótti Frenkie de Jong sem var fastur á flugvellinum í einhvern tíma. Liðin hafa mæst 242 sinnum í öllum keppnum en þetta verður 179. leikur liðanna í la liga, bæði hafa unnið 72 leiki en 34 sinnum hafa þau skilið jöfn. Markatalan í leikjunum 178 er mjög áþekk, Real Madrid hefur skoraði 181 mark en fengið á sig 110 en markatalan hjá Barcelona er 179-105. Barcelona hefur haft betur síðustu árin, í 23 leikjum frá 2008 hefur Barcelona unnið 14 en Real Madrid 5. Barcelona hefur ekki tapað í 6 síðustu leikjum, unnið fjóra þeirra. Javier Tebas, forseti La Liga, er harður stuðningsmaður VOX flokksins sem er lengst til hægri í litrófinu í spænskum stjórnmálum. Hann er ekki vinsæll í Katalíníu. Tebes lagði til að leikurinn yrði færður frá Barcelóna til Madrídar en bæði lið lögðust gegn því. Leikurinn í kvöld snýst ekki bara um úrslit, átökin í spænskum stjórnmálum verða einnig í brennidepli. Leikurinn byrjar klukkan 19 og er sýndur á Stöð 2 sport. Grein Arnars Björnsson um leikinn er hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Mikil spenna fyrir El Clásico Sportpakkinn Spænski boltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Barcelona og Real Madrid mætast í kvöld í spænsku 1. deildinni í fótbolta. Upphaflega áttu liðin að spila 26. október en leiknum var frestað vegna átaka í Barcelona í kjölfar dóms á nokkrum leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna. Arnar Björnsson skoðaði kringumstæður leiksins í kvöld. Katalónsku sjálfstæðissinnarnuir fengu 9 til 13 ára fangelsisdóm vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu í óþökk stjórnlagadómstóls og ríkisstjórnar Spánar. „El Clasico“, eins og rimma liðanna er oftast kölluð, er einn stærsti fótboltaleikur á hverju ári og leikurinn í Barcelona í kvöld er ákaflega áhugaverður. Liðin eru jöfn að stigum, Barcelona er ofar á markamun en tveimur mörkum munar á liðunum. Hotel Sofía, sem er 600 metrum frá Nou Camp, verður nokkurs konar bækistöð, bæði liðin komu þangað um hádegið og þar verða einnig dómarinn og aðstoðarmenn hans. Liðin borða hvort á sinni hæðinni og liðsrúturnar fara samtímis á völlinn í lögreglufylgd. Öryggisgæslan verður óvenju mikil. Ivan Rakitic miðjumaður Barcelona lenti í vandræðum með að komast af flugvellinum og knattspyrnustjórinn, Ernesto Valverde, fékk far á vélhjóli en missti af æfingu þegar hann sótti Frenkie de Jong sem var fastur á flugvellinum í einhvern tíma. Liðin hafa mæst 242 sinnum í öllum keppnum en þetta verður 179. leikur liðanna í la liga, bæði hafa unnið 72 leiki en 34 sinnum hafa þau skilið jöfn. Markatalan í leikjunum 178 er mjög áþekk, Real Madrid hefur skoraði 181 mark en fengið á sig 110 en markatalan hjá Barcelona er 179-105. Barcelona hefur haft betur síðustu árin, í 23 leikjum frá 2008 hefur Barcelona unnið 14 en Real Madrid 5. Barcelona hefur ekki tapað í 6 síðustu leikjum, unnið fjóra þeirra. Javier Tebas, forseti La Liga, er harður stuðningsmaður VOX flokksins sem er lengst til hægri í litrófinu í spænskum stjórnmálum. Hann er ekki vinsæll í Katalíníu. Tebes lagði til að leikurinn yrði færður frá Barcelóna til Madrídar en bæði lið lögðust gegn því. Leikurinn í kvöld snýst ekki bara um úrslit, átökin í spænskum stjórnmálum verða einnig í brennidepli. Leikurinn byrjar klukkan 19 og er sýndur á Stöð 2 sport. Grein Arnars Björnsson um leikinn er hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Mikil spenna fyrir El Clásico
Sportpakkinn Spænski boltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira