Gefa grænt ljós á bandaríska ræðismannsskrifstofu á Grænlandi Atli Ísleifsson skrifar 19. desember 2019 07:42 Frá grænlensku höfuðborginni Nuuk. Getty Danska utanríkisráðuneytið hefur gefið grænt ljós á opnun bandarískrar ræðismannsskrifstofu í grænlensku höfuðborginni Nuuk. Frá þessu segir á Sermitsiaq. Nú þegar samþykki utanríkisráðuneytisins liggur fyrir geta bandarísk stjórnvöld haldið áfram vinnu sinni varðandi opnunina. „Eftir samkomulag við grænlensk stjórnvöld hefur utanríkisráðuneytið samþykkt beiðni Bandaríkjamanna um að koma upp ræðismannsskrifstofu í Nuuk,“ segir í svari danska utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Sermitsiaq. Greint var frá hugmynd Bandaríkjastjórnar um opnun ræðismannskrifstofu á Grænlandi í ágúst síðastliðinn. Þá sagði Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, eftir fund með bandarískum starfsbróður sínum, Mike Pompeo, að ræðismannsskrifstofa myndi opna. Nú liggur hins vegar formlegt samþykki fyrir hendi. Áhugi Bandaríkjastjórnar á Grænlandi hefur aukist mikið að undanförnu. Þannig var greint frá vangaveltum Donald Trump Bandaríkjaforseta að kaupa Grænland af Danmörku.Aflýsti hann heimsókn sinni til Danmerkur eftir að dönsk stjórnvöld lokuðu á allar slíkar hugmyndir. Í frétt Sermitsiaq segir að Bandaríkjastjórn hafi áætlanir uppi um að tveir bandarískir embættismenn muni starfa við skrifstofuna, auk fimm staðarráðinna starfsmanna. Þetta verður ekki í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn starfrækja ræðismannskrifstofu á Grænlandi, en þeir opnuðu slíkt árið 1940 eftir að nasistar hernámu Danmörk. Þeirri skrifstofu var hins vegar lokað árið 1953. Íslendingar opnuðu aðalræðisskrifstofu í Nuuk í nóvember 2013. Bandaríkin Grænland Tengdar fréttir Danir pirraðir eftir að Trump hætti við Danskir stjórnmálamenn lýsa óánægju sinni með að Bandaríkjaforseti hafi hætt við heimsókn sína því að forsætisráðherra Dana vill ekki ræða sölu á Grænlandi. Forsætisráðherrann sagði ákvörðunina svekkjandi og óvænta. 22. ágúst 2019 07:30 Trump hyggst opna ræðismannsskrifstofu á Grænlandi innan árs Trump stjórnin hyggst opna ræðismannsskrifstofu á Grænlandi en Bandaríkin hafa ekki haft viðveru þar í tugi ára. 24. ágúst 2019 23:15 Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Danska utanríkisráðuneytið hefur gefið grænt ljós á opnun bandarískrar ræðismannsskrifstofu í grænlensku höfuðborginni Nuuk. Frá þessu segir á Sermitsiaq. Nú þegar samþykki utanríkisráðuneytisins liggur fyrir geta bandarísk stjórnvöld haldið áfram vinnu sinni varðandi opnunina. „Eftir samkomulag við grænlensk stjórnvöld hefur utanríkisráðuneytið samþykkt beiðni Bandaríkjamanna um að koma upp ræðismannsskrifstofu í Nuuk,“ segir í svari danska utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Sermitsiaq. Greint var frá hugmynd Bandaríkjastjórnar um opnun ræðismannskrifstofu á Grænlandi í ágúst síðastliðinn. Þá sagði Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, eftir fund með bandarískum starfsbróður sínum, Mike Pompeo, að ræðismannsskrifstofa myndi opna. Nú liggur hins vegar formlegt samþykki fyrir hendi. Áhugi Bandaríkjastjórnar á Grænlandi hefur aukist mikið að undanförnu. Þannig var greint frá vangaveltum Donald Trump Bandaríkjaforseta að kaupa Grænland af Danmörku.Aflýsti hann heimsókn sinni til Danmerkur eftir að dönsk stjórnvöld lokuðu á allar slíkar hugmyndir. Í frétt Sermitsiaq segir að Bandaríkjastjórn hafi áætlanir uppi um að tveir bandarískir embættismenn muni starfa við skrifstofuna, auk fimm staðarráðinna starfsmanna. Þetta verður ekki í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn starfrækja ræðismannskrifstofu á Grænlandi, en þeir opnuðu slíkt árið 1940 eftir að nasistar hernámu Danmörk. Þeirri skrifstofu var hins vegar lokað árið 1953. Íslendingar opnuðu aðalræðisskrifstofu í Nuuk í nóvember 2013.
Bandaríkin Grænland Tengdar fréttir Danir pirraðir eftir að Trump hætti við Danskir stjórnmálamenn lýsa óánægju sinni með að Bandaríkjaforseti hafi hætt við heimsókn sína því að forsætisráðherra Dana vill ekki ræða sölu á Grænlandi. Forsætisráðherrann sagði ákvörðunina svekkjandi og óvænta. 22. ágúst 2019 07:30 Trump hyggst opna ræðismannsskrifstofu á Grænlandi innan árs Trump stjórnin hyggst opna ræðismannsskrifstofu á Grænlandi en Bandaríkin hafa ekki haft viðveru þar í tugi ára. 24. ágúst 2019 23:15 Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Danir pirraðir eftir að Trump hætti við Danskir stjórnmálamenn lýsa óánægju sinni með að Bandaríkjaforseti hafi hætt við heimsókn sína því að forsætisráðherra Dana vill ekki ræða sölu á Grænlandi. Forsætisráðherrann sagði ákvörðunina svekkjandi og óvænta. 22. ágúst 2019 07:30
Trump hyggst opna ræðismannsskrifstofu á Grænlandi innan árs Trump stjórnin hyggst opna ræðismannsskrifstofu á Grænlandi en Bandaríkin hafa ekki haft viðveru þar í tugi ára. 24. ágúst 2019 23:15
Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53