Gefa grænt ljós á bandaríska ræðismannsskrifstofu á Grænlandi Atli Ísleifsson skrifar 19. desember 2019 07:42 Frá grænlensku höfuðborginni Nuuk. Getty Danska utanríkisráðuneytið hefur gefið grænt ljós á opnun bandarískrar ræðismannsskrifstofu í grænlensku höfuðborginni Nuuk. Frá þessu segir á Sermitsiaq. Nú þegar samþykki utanríkisráðuneytisins liggur fyrir geta bandarísk stjórnvöld haldið áfram vinnu sinni varðandi opnunina. „Eftir samkomulag við grænlensk stjórnvöld hefur utanríkisráðuneytið samþykkt beiðni Bandaríkjamanna um að koma upp ræðismannsskrifstofu í Nuuk,“ segir í svari danska utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Sermitsiaq. Greint var frá hugmynd Bandaríkjastjórnar um opnun ræðismannskrifstofu á Grænlandi í ágúst síðastliðinn. Þá sagði Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, eftir fund með bandarískum starfsbróður sínum, Mike Pompeo, að ræðismannsskrifstofa myndi opna. Nú liggur hins vegar formlegt samþykki fyrir hendi. Áhugi Bandaríkjastjórnar á Grænlandi hefur aukist mikið að undanförnu. Þannig var greint frá vangaveltum Donald Trump Bandaríkjaforseta að kaupa Grænland af Danmörku.Aflýsti hann heimsókn sinni til Danmerkur eftir að dönsk stjórnvöld lokuðu á allar slíkar hugmyndir. Í frétt Sermitsiaq segir að Bandaríkjastjórn hafi áætlanir uppi um að tveir bandarískir embættismenn muni starfa við skrifstofuna, auk fimm staðarráðinna starfsmanna. Þetta verður ekki í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn starfrækja ræðismannskrifstofu á Grænlandi, en þeir opnuðu slíkt árið 1940 eftir að nasistar hernámu Danmörk. Þeirri skrifstofu var hins vegar lokað árið 1953. Íslendingar opnuðu aðalræðisskrifstofu í Nuuk í nóvember 2013. Bandaríkin Grænland Tengdar fréttir Danir pirraðir eftir að Trump hætti við Danskir stjórnmálamenn lýsa óánægju sinni með að Bandaríkjaforseti hafi hætt við heimsókn sína því að forsætisráðherra Dana vill ekki ræða sölu á Grænlandi. Forsætisráðherrann sagði ákvörðunina svekkjandi og óvænta. 22. ágúst 2019 07:30 Trump hyggst opna ræðismannsskrifstofu á Grænlandi innan árs Trump stjórnin hyggst opna ræðismannsskrifstofu á Grænlandi en Bandaríkin hafa ekki haft viðveru þar í tugi ára. 24. ágúst 2019 23:15 Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53 Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Fleiri fréttir Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Sjá meira
Danska utanríkisráðuneytið hefur gefið grænt ljós á opnun bandarískrar ræðismannsskrifstofu í grænlensku höfuðborginni Nuuk. Frá þessu segir á Sermitsiaq. Nú þegar samþykki utanríkisráðuneytisins liggur fyrir geta bandarísk stjórnvöld haldið áfram vinnu sinni varðandi opnunina. „Eftir samkomulag við grænlensk stjórnvöld hefur utanríkisráðuneytið samþykkt beiðni Bandaríkjamanna um að koma upp ræðismannsskrifstofu í Nuuk,“ segir í svari danska utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Sermitsiaq. Greint var frá hugmynd Bandaríkjastjórnar um opnun ræðismannskrifstofu á Grænlandi í ágúst síðastliðinn. Þá sagði Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, eftir fund með bandarískum starfsbróður sínum, Mike Pompeo, að ræðismannsskrifstofa myndi opna. Nú liggur hins vegar formlegt samþykki fyrir hendi. Áhugi Bandaríkjastjórnar á Grænlandi hefur aukist mikið að undanförnu. Þannig var greint frá vangaveltum Donald Trump Bandaríkjaforseta að kaupa Grænland af Danmörku.Aflýsti hann heimsókn sinni til Danmerkur eftir að dönsk stjórnvöld lokuðu á allar slíkar hugmyndir. Í frétt Sermitsiaq segir að Bandaríkjastjórn hafi áætlanir uppi um að tveir bandarískir embættismenn muni starfa við skrifstofuna, auk fimm staðarráðinna starfsmanna. Þetta verður ekki í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn starfrækja ræðismannskrifstofu á Grænlandi, en þeir opnuðu slíkt árið 1940 eftir að nasistar hernámu Danmörk. Þeirri skrifstofu var hins vegar lokað árið 1953. Íslendingar opnuðu aðalræðisskrifstofu í Nuuk í nóvember 2013.
Bandaríkin Grænland Tengdar fréttir Danir pirraðir eftir að Trump hætti við Danskir stjórnmálamenn lýsa óánægju sinni með að Bandaríkjaforseti hafi hætt við heimsókn sína því að forsætisráðherra Dana vill ekki ræða sölu á Grænlandi. Forsætisráðherrann sagði ákvörðunina svekkjandi og óvænta. 22. ágúst 2019 07:30 Trump hyggst opna ræðismannsskrifstofu á Grænlandi innan árs Trump stjórnin hyggst opna ræðismannsskrifstofu á Grænlandi en Bandaríkin hafa ekki haft viðveru þar í tugi ára. 24. ágúst 2019 23:15 Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53 Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Fleiri fréttir Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Sjá meira
Danir pirraðir eftir að Trump hætti við Danskir stjórnmálamenn lýsa óánægju sinni með að Bandaríkjaforseti hafi hætt við heimsókn sína því að forsætisráðherra Dana vill ekki ræða sölu á Grænlandi. Forsætisráðherrann sagði ákvörðunina svekkjandi og óvænta. 22. ágúst 2019 07:30
Trump hyggst opna ræðismannsskrifstofu á Grænlandi innan árs Trump stjórnin hyggst opna ræðismannsskrifstofu á Grænlandi en Bandaríkin hafa ekki haft viðveru þar í tugi ára. 24. ágúst 2019 23:15
Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53