PSG sagt vera á eftir Pep Guardiola og Xavi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2019 10:30 Pep Guardiola og Xavi gætu sameinast á ný hjá Paris Saint-Germain. Getty/Pressefoto Ulmer Pep Guardiola gæti verið á leiðinni í frönsku deildina ef marka má fréttir frá Frakklandi. Ónægja stjörnuleikmanna PSG með núverandi stjóra hefur aukið líkurnar á því að þjálfarastarf félagsins losni í sumar. Le 10 Sport slær því upp að Paris Saint-Germain ætli að reyna að fá Pep Guardiola til að taka við liðinu. Pep Guardiola myndi þá taka við starfi Thomas Tuchel sem hefur verið með Parísarliðið frá 2018. Tvennt er talið ýta undir þetta. Stjörnuleikmenn PSG, Neymar og Kylian Mbappe, eru ekki ánægðir með Thomas Tuchel og þá hefur Pep Guardiola þann möguleika á að losna undan samningi sínum við Mancheser City í sumar. PSG will reportedly line up a move to bring Pep Guardiola to the club to replace Thomas Tuchel. That's the gossip.https://t.co/RvNsSJt5eX#bbcfootballpic.twitter.com/GbX1AnVSj1— BBC Sport (@BBCSport) December 18, 2019 Hinn 48 ára gamli Guardiola hefur sagt að hann væri opinn fyrir nýjum samningi við Manchester City en þessar fréttir frá París gætu breytt því. Manchester City mætir Real Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar en það er eini titilinn sem Guardiola hefur ekki unnið með City. City vann fjóra bikara heima á Englandi fyrr á þessu ári. Það fylgir fréttinni hjá Le 10 Sport að Pep Guardiola gæti mögulega fengið Xavi Hernandez sem aðstoðarmann sinn taki hann við Parísarliðinu. EXCLU - Mercato - PSG : Un duo Guardiola/Xavi à Paris ? https://t.co/MtNTL6f0pRpic.twitter.com/O5RCkhjxTl— le10sport (@le10sport) December 17, 2019 Xavi Hernandez hefur verið að þjálfa í Katar eftir að hann hætti sem leikmaður en Xavi átti mörg af sínum bestu árum undir stjórn Guardiola hjá Barcelona. Manchester City hefur unnið ensku deildina undanfarin tvö tímabil en liðið er nú fjórtán stigum á eftir toppliði Liverpool. Forráðamenn Manchester City trúa því að Pep Guardiola muni klára sinn samning sem er til ársins 2021. Guardiola tók við Manchester City sumarið 2016 og er því á sínu fjórða tímabili með liðið. Hann hætti óvænt hjá Barcelona eftir fjögur ár, 2008-12, og hætti síðan eftir þrjú ár hjá Bayern München, 2013-16. Það þykir auka líkurnar á brottför Guardiola að hann hafi aldrei verið lengur en fjögur tímabil með sama lið. Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Sjá meira
Pep Guardiola gæti verið á leiðinni í frönsku deildina ef marka má fréttir frá Frakklandi. Ónægja stjörnuleikmanna PSG með núverandi stjóra hefur aukið líkurnar á því að þjálfarastarf félagsins losni í sumar. Le 10 Sport slær því upp að Paris Saint-Germain ætli að reyna að fá Pep Guardiola til að taka við liðinu. Pep Guardiola myndi þá taka við starfi Thomas Tuchel sem hefur verið með Parísarliðið frá 2018. Tvennt er talið ýta undir þetta. Stjörnuleikmenn PSG, Neymar og Kylian Mbappe, eru ekki ánægðir með Thomas Tuchel og þá hefur Pep Guardiola þann möguleika á að losna undan samningi sínum við Mancheser City í sumar. PSG will reportedly line up a move to bring Pep Guardiola to the club to replace Thomas Tuchel. That's the gossip.https://t.co/RvNsSJt5eX#bbcfootballpic.twitter.com/GbX1AnVSj1— BBC Sport (@BBCSport) December 18, 2019 Hinn 48 ára gamli Guardiola hefur sagt að hann væri opinn fyrir nýjum samningi við Manchester City en þessar fréttir frá París gætu breytt því. Manchester City mætir Real Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar en það er eini titilinn sem Guardiola hefur ekki unnið með City. City vann fjóra bikara heima á Englandi fyrr á þessu ári. Það fylgir fréttinni hjá Le 10 Sport að Pep Guardiola gæti mögulega fengið Xavi Hernandez sem aðstoðarmann sinn taki hann við Parísarliðinu. EXCLU - Mercato - PSG : Un duo Guardiola/Xavi à Paris ? https://t.co/MtNTL6f0pRpic.twitter.com/O5RCkhjxTl— le10sport (@le10sport) December 17, 2019 Xavi Hernandez hefur verið að þjálfa í Katar eftir að hann hætti sem leikmaður en Xavi átti mörg af sínum bestu árum undir stjórn Guardiola hjá Barcelona. Manchester City hefur unnið ensku deildina undanfarin tvö tímabil en liðið er nú fjórtán stigum á eftir toppliði Liverpool. Forráðamenn Manchester City trúa því að Pep Guardiola muni klára sinn samning sem er til ársins 2021. Guardiola tók við Manchester City sumarið 2016 og er því á sínu fjórða tímabili með liðið. Hann hætti óvænt hjá Barcelona eftir fjögur ár, 2008-12, og hætti síðan eftir þrjú ár hjá Bayern München, 2013-16. Það þykir auka líkurnar á brottför Guardiola að hann hafi aldrei verið lengur en fjögur tímabil með sama lið.
Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Sjá meira