Kennarar hættu skyndilega við kennslu því þeim finnst að sér vegið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. desember 2019 10:43 Kennarar í grunnskóla Seltjarnarness ráða ráðum sínum í dag. Vísir/Vilhelm Foreldrum barna í 7. til 10. bekk í Grunnskóla Seltjarnarness barst óvæntur tölvupóstur á tíunda tímanum í morgun þar sem tilkynnt var að skólastarf myndi falla niður í dag. Ástæðan er sú að kennurum og stjórnendum grunnskólans finnst pólitískir fulltrúar á Nesinu hafa vegið freklega að sér. Harma þau þann dóm sem þau segja bæjarfulltrúa hafa fellt með bókunum á síðasta bæjarstjórnarfundi. Annars vegar bað meirihlutinn nýútskrifaða 10. bekkinga og foreldra þeirra afsökunar og hins vegar sagði í bókun Neslistans/Viðreisnar að skólinn fengi falleinkunn fyrir innleiðingu á námsmati.Fram kom um helgina að foreldrar útskriftarnemenda við grunnskólann hefðu kvartað til grunnskólans, bæjaryfirvalda og menntamálaráðuneytisins vegna óánægju með námsmat í grunnskólanum í vor. Í kjölfarið hafi utanaðkomandi skólastjóri verið fenginn til að vinna greinagerð um námsmatið. Kom þar fram að betur mætti upplýsa foreldra og nemendur um námsmat. Eins var vakin athygli á að tryggja þurfi stöðugleika, svo að kennarar í sömu námsgreinum noti sömu viðmið. Ljóst var, að mati fræðslustjóra, að ýmislegu væri ábótavant.Minni möguleikar á að komast óskaframhaldsskólann Að mati foreldrafélags Grunnskóla Seltjarnarness gaf námsmatið í vor ekki rétta mynd af stöðu nemenda. Þá taldi félagið að nemendum hafi ekki verið gefinn kostur á að bæta sig. Vegna þess hafi nemendur skólans ekki átt sömu möguleika á að komast inn í þann framhaldsskóla sem þeir helst kysu, samanborið við jafnaldra sína.Neskirkja stendur efst á Valhúsahæðinni á Seltjarnarnesi. Vísir/VilhelmSamkvæmt upplýsingum fréttastofu féll kennsla niður í fyrstu tveimur tímum dagsins vegna fundahalda kennara. Um tíu mínútum áður en kennsla átti að hefjast barst foreldrum barnanna í 7. til 10. bekk bréf þar sem fram kom að öll kennsla dagsins hefði verið felld niður. „Kennarar og stjórnendur í Grunnskóla Seltjarnarness harma þann dóm sem pólitískir fulltrúar á Seltjarnarnesi hafa fellt yfir skólanum sínum. Þessi umfjöllun hefur haft þau áhrif inn í skólann að kennurum og stjórnendum finnst freklega að sér vegið og kennarar treysta sér ekki til að taka á móti nemendum í dag. Skólastarf mun því falla niður í dag og upplýst verður um framhaldið þegar það liggur ljóst fyrir,“ segir í bréfinu sem undirritað er af skólastjórnendum. Ólína E. Thoroddsen hefur verið skólastjóri við grunnskólann síðan árið 2016. Ekki náðist í Ólínu við vinnslu fréttarinnar en starfsmaður á skrifstofu skólans sagði hana upptekna á fundi.Innleiðing án undirbúnings Í meistararitgerð Sigrúnar Brynjólfsdóttur um innleiðingu á nýju námsmati í grunnskóla var meðal niðurstaðna að skólar hefðu almennt hafið innleiðingu á nýju námsmati án þess að huga sérstaklega að undirbúningi eða ferlinu. Deildarstjórar upplifðu að þeir hefðu ekki fengið nægan stuðning við innleiðinguna frá Menntamálastofnun. „Deildarstjórar tókust á við töluverða andstöðu í kennarahópnum sem má rekja til þess að verkefnið var stærra og yfirgripsmeira en deildarstjórar gerðu ráð fyrir í upphafi innleiðingar. Helsti lærdómur sem má draga af niðurstöðum er hversu mikilvægt hlutverk deildarstjóra er í innleiðingarferli og hvað undirbúningur stjórnenda og samstarf við stofnanir skiptir miklu máli,“ segir í úrdrátti ritgerðarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn er með hreinan meirihluta í bæjarstjórn. Fjóra bæjarfulltrúa á móti tveimur fulltrúm Samfylkingar og einum úr Viðreisn/Neslista. Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður á RÚV er meðal foreldra sem er ósátt við viðbrögð kennara á Nesinu í dag.„Ofsafengin“ viðbrögð Karl Pétur Jónsson, oddviti Neslistans/Viðreisnar, segir alla sammála um að grunnskólinn hafi gert mistök við innleiðingu námsmats. Skólinn sé þó langt í frá sá eini sem hafi lent í erfiðleikum við innleiðingu. Það hafi sömuleiðis reynst vandamál í nágrannasveitafélaginu Reykjavík. Hann gagnrýnir að ekkert fjármagn hafi verið lagt fram af menntamálaráðuneytinu við innleiðingu námsmats.Karl Pétur, bæjarfulltrúi Viðreisnar á Seltjarnarnesi.Vísir„Sveitarfélögin áttu bara að finna út úr því og margir lentu í vandræðum,“ segir Karl Pétur. Neslistinn standi við yfirlýsingu sína þess efnis að grunnskólinn fái falleinkunn fyrir innleiðingu námsmatsins. Fólk sé hins vegar ekki dæmt af mistökum heldur hvernig það lærir af mistökum. Hann beri fullt traust til grunnskólans og þrjú börn hans sem gangi í skólann sé mark um traust. Hann lýsir viðbrögðum skólans í dag, að fella niður kennslu, sem ofsafengnum. Skólinn hafi ekki bara fengið gagnrýni frá Neslistanum/Viðreisn heldur einnig foreldrafélaginu og meirihlutanum.Harma viðbrögð bæjarfulltrúa Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar og fulltrúi í skólanefnd harma viðbrögð meirihlutans í yfirlýsingu. „Þau orð sem fallið hafa um að skólinn fái falleinkunn og að kennarar í Grunnskóla Seltjarnarness hvetji hvorki né styðji við nám barna á Seltjarnarnesi eiga við engin rök að styðjast,“ segir í yfirlýsingunni. Bleiki fíllinn í málinu sé menntamálaráðuneytið sem hafi fylgt nýju námsmati illa eftir. Hvorki hafi kennarar fengið nægilegan aðlögunartíma né sveitarfélög fengið greiðslur til að borga fyrir þær þúsundir vinnustunda sem farið hafa í að túlka nýja námsskrá og seinna nýtt námsmat. Yfirlýsingu má sjá í heild hér að neðan.Yfirlýsing bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar „Undirritaðir fulltrúar Samfylkingar Seltirninga harma framgöngu stjórnmálamanna í opinberri gagnrýnni sinni á Grunnskóla Seltjarnarness og lýsa yfir fullu trausti á skólann og stjórnendur hans. Þau orð sem fallið hafa um að skólinn fái falleinkunn og að kennarar í Grunnskóla Seltjarnarness hvetji hvorki né styðji við nám barna á Seltjarnarnesi eiga við engin rök að styðjast. Sá ágreiningur sem upp kom við útskrift 10. bekkinga vorið 2019 er í skýru ferli innan bæjarins og skólans og hafa kennarar og skólastjórnendur unnið hörðum höndum að því að bæta ferla og auka gagnsæi námsmats í kjölfar ábendinga. Það er ljóst að það voru atriði í námsmatinu sem þörf var á að uppfæra og að skólinn hafði getað mætt ábendingum foreldra fyrr. Bleiki fíllinn í málinu er þó sá hversu illa ráðuneyti menntamála hefur fylgt nýju námsmati eftir og hafa hvorki kennarar fengið nægilegan aðlögunartíma né sveitarfélög fengið greiðslur til að borga fyrir þær þúsundir vinnustunda sem farið hafa í að túlka nýja námsskrá og seinna nýtt námsmat. Allir kennarar landsins vinna við að leysa þrautina í stað þess að fá skýr fyrirmæli og njóta aðstoðar sérfræðinga sem styðja við innleiðinguna. Það hefur verið illa haldið utan um þetta mál eftir að það komst á borð stjórnmálamanna og hefur það bitnað á öflugum kennarahópi Grunnskóla Seltjarnarness og því góða starfi sem þar er unnið. Nú hefst vinna við að ná sáttum, draga lærdóm og halda áfram að þróa öflugt skólastarf á Seltjarnarnesi í sátt og samstarfi kennara, nemenda, foreldra og stjórnenda bæjarins.“ Undir skrifa bæjarfulltrúarnir Guðmundur Ari Sigurjónsson og Sigurþóra Bergsdóttir en einnig Hildur Ólafsdóttir, fulltrúi flokksins í skólanefnd.Að neðan má sjá bókun meirihlutans í bæjarstjórn Seltjarnarness vegna málsins: Meirihluti bæjarstjórnar harmar þann ágreining sem upp kom um námsmat í Grunnskóla Seltjarnarness og lokamat 10. bekkjar sl. vor og biður nemendur og foreldra afsökunar á því tilfinningalega tjóni og óþægindum sem það kann að hafa valdið, og afleiðingum sem þetta hafði í för með sér. Enda leggur meirihluti bæjarstjórnar mikla áherslu á að námsmat og vinnsla þess standist lög og reglur. Eins og formaður skólanefndar hefur nefnt hér áður á bæjarstjórnafundi kom upp við skólaslit Grunnskóla Seltjarnarness í júní 2019 áhöld um hvernig staðið hafi verið að námsmati í skólanum og lokamati 10. bekkjar. Nokkrir foreldrar höfðu samband við fræðslustjóra og formann skólanefndar vegna málsins og lögðu fram upplýsingar sem gáfu tilefni til að taka það til frekari skoðunar. Foreldrafélag Grunnskóla Seltjarnarness sendi jafnframt skólanefnd Seltjarnarnesbæjar erindi dagsett 12.06.2019, fyrir hönd foreldra / forráðamanna nemenda 10. bekkjar, þar sem aðfinnslur þeirra voru teknar saman og óskað var svara. Erindið var tekið fyrir á fundi skólanefndar 19.06.2019 og fól nefndin stjórnendum Grunnskóla Seltjarnarness að svara erindinu. Svar við erindinu barst frá skólastjóra Grunnskóla Seltjarnarness 26.06.2019 og var það sent fulltrúum skólanefndar og stjórn foreldrafélags skólans. Svarbréf skólastjóra var svo tekið formlega fyrir á fundi skólanefndar 28.08.2019. Skólastjóri leiðrétti þar ákveðin atriði í svarbréfi sínu og baðst afsökunar á fyrri svörum, þar sem þau byggðu ekki á réttum upplýsingum. Til viðbótar og tengt umræddu máli barst Seltjarnarnesbæ um miðjan júlímánuð bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 9.07.2019 þar sem kvörtun hafði borist um að skólinn fylgdi ekki matsviðmiðum aðalnámskrár við einkunnagjöf við lok 10. bekkjar. Ráðuneytið óskaði eftir afstöðu sveitarfélagsins til erindisins auk þess að óska sérstaklega eftir upplýsingum um með hvaða hætti unnið er að námsmati með tilliti til mats- og hæfniviðmiða á grundvelli aðalnámskrár af hálfu Grunnskóla Seltjarnarness. Formaður skólanefndar og fræðslustjóri höfðu þá þegar lagt til að leitað yrði til óháðs fagaðila um skoðun á því hvernig staðið var að námsmati við skólann, sérstaklega m.t.t. mats- og hæfniviðmiða og var ákvörðun um það staðfest í kjölfar erindis ráðuneytisins. Til verksins var fengin Erna Ingibjörg Pálsdóttir, skólastjóri Álftanesskóla, en hún hefur yfirgripsmikla þekkingu á námsmati og vinnslu þess. Erna Ingibjörg skilaði af sér greinargerð um námsmat sem fylgir með í fundargögnum fundar skólanefndar frá 12. nóvember s.l. þar sem hún fer ítarlega yfir námsmatið. Þar kemur fram að vinnan við hæfnimiðað námsmat sé „kominn nokkuð vel á veg“ í GS en að spurningar sem vöknuðu meðal foreldra hafi ekki verið tilefnislausar og því þurfi að taka þarf tillit til ýmissa ábendinga við frekari þróun námsmats í við Grunnskóla Seltjarnarness á komandi misserum. Þess má geta að á undirbúningsdögum í Grunnskóla Seltjarnarness fyrir yfirstandi skólaár var sérstaklega unnið með breytt verklag við námsmat og áherslur sem líta þarf til í því sambandi. Auk þess sem skólastjórnendur vinna nú að því að setja skólanum námsmatsstefnu og verður greinargerð um námsmat höfð til hliðsjónar í þeirri vinnu. Fræðslustjóri mun á skólaárinu fylgjast með framvindu námsmatsvinnu við Grunnskóla Seltjarnarness og vinna samantekt til skólanefndar í lok þess. Skólanefnd óskaði eftir því við skólastjórnendur að foreldrafélagi yrði svarað á ný í kjölfar úttektarinnar og að sama skapi yrði sent bréf til allra nemenda sem útskrifuðust í júní s.l. úr 10. bekk og þeim gerð grein fyrir þeirri vinnu sem hefur verið lagt í að bæta námsmat við skólann. Það er mat okkar að þörf hafi verið á þessari vinnu við úttekt á námsmati skólans þar sem það er afar mikilvægt að sátt og traust ríki um námsmat hverju sinni meðal hagsmunaaðila í skólasamfélaginu. Mikið lærdómsferli hefur átt sér stað innan skólans frá því að athugasemdir um námsmatið hófu að berast. Að sama skapi hefur verið farið yfir öll vinnubrögð og tímaramma við skólaslit og ljóst að ýmislegt má bæta frá því sem var vorið 2019 í upplýsingagjöf og þann tíma sem nemendur hafa til að fá skýringar við námsmati. Grunnskóli Seltjarnarness mun taka allt ferlið til endurskoðunar fyrir næsta vor svo ekki verði það sama upp á teningnum og í júní 2019.Bókun Neslista Viðreisnar: Fulltrúi Viðreisnar/Neslista í skólanefnd harmar þá stöðu sem útskriftarnemendur í Grunnskóla Seltjarnarness voru settir í við lok síðasta skólaárs. Öll eigum við rétt á að njóta árangurs erfiðis okkar. Eftir tíu ára grunnskólagöngu er ekki boðlegt að börnum sé boðið upp á að uppgjör vinnunnar sé ekki rétt reiknað. Það blasir við að í Grunnskóla Seltjarnarness hefur verið alvarleg brotalöm á útskrift nemenda í lok síðasta skólaárs og jafnvel lengra aftur í tímann. Greinargerð sú sem lögð hefur verið fram til kynningar í skólanefnd er einfaldlega falleinkunn fyrir skólann. Það er vissulega fagnaðarefni að í greinargerðinni komi fram að þróunarvinna við hæfnimiðað námsmat sé komin nokkuð vel á veg en um leið mikið áhyggjuefni að átta árum eftir útkomu nýrrar aðalnámskrár taki námsmat í íslensku ekki mið af lögbundnum matsviðmiðum þeirrar námskrár. Íslenska er sú námsgrein sem iðulega skiptir mestu máli við inntöku í framhaldsskóla. Greinargerðin gefur tilefni til að ætla að kennsluhættir í þeirri grein hafi ekki þróast eins og skyldi í Grunnskóla Seltjarnarness og að vægi auðmælanlegra námsmarkmiða sem lúta að einföldum þekkingaratrriðum hafi verið á kostnað hæfni og færni svo sem tjáningar og túlkunar. Nýútgefin kennsluáætlun sem birtist í skólanámskrá GS gefur því miður til kynna að enn sé langt í land í þessum efnum, sem og þau skilaboð skólans til foreldra að sum hæfniviðmið sé ekki hægt að meta, eins og fram kom í bréfi sem sent var foreldrum í haust. Það hlýtur að valda áhyggjum ef nemendur úr Grunnskóla Seltjarnarness standa jafnöldrum sínum á landinu ekki jafnfætis á jafn mikilvægum tímamótum og þegar þau útskrifast úr grunnskóla og færast upp á næsta skólastig. Málið er þó ekki svo einfalt að það einskorðist við eina námsgrein eða tiltekna kennara. Skólastjóri ber ábyrgð á sinni stofnun og skólanefnd ber að hafa eftirlit með starfi skólans. Bæjar- og skólayfirvöld á Seltjarnarnesi hafa undanfarin ár verið ófeimin við að klappa sér á bakið fyrir árangur nemenda í Grunnskóla Seltjarnarness á samræmdum prófum, þar sem einmitt eru mældir áðurnefndir þekkingarþættir en ekki sú hæfni sem ný aðalnámskrá kjarnast um. Ástæða er til að spyrja hvort sá árangur endurspegli áherslur skólans í kennslu og hvort þær áherslur gagnist nemendum til lengri tíma litið. Aðhald skólanefndar með skólanum virðist ekki hafa verið nægilegt til að tryggja nemendum þau tækifæri sem þau eiga skilið og það þarf að setja í algeran forgang að bæta úr því. Til þess er nauðsynlegt að sveitarfélagið veiti kennurum og skólastjórnendum allan þann stuðning sem þarf. Bæjarfulltrúi Viðreisnar/Neslista leggur til að skoðað verði hvernig það gerðist að námsmat var ekki að fullu innleitt, í hvaða fögum og hvaða áhrif á nemendur þetta hefur haft frá innleiðingu námsmats. Seltjarnarnes Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Bærinn biður tíundubekkinga og foreldra afsökunar Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur beðið nýútskrifaða tíundu bekkinga og foreldra þeirra afsökunar. Ástæðan er óánægja með námsmat í Grunnskóla Seltjarnarness í vor. 30. nóvember 2019 19:24 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira
Foreldrum barna í 7. til 10. bekk í Grunnskóla Seltjarnarness barst óvæntur tölvupóstur á tíunda tímanum í morgun þar sem tilkynnt var að skólastarf myndi falla niður í dag. Ástæðan er sú að kennurum og stjórnendum grunnskólans finnst pólitískir fulltrúar á Nesinu hafa vegið freklega að sér. Harma þau þann dóm sem þau segja bæjarfulltrúa hafa fellt með bókunum á síðasta bæjarstjórnarfundi. Annars vegar bað meirihlutinn nýútskrifaða 10. bekkinga og foreldra þeirra afsökunar og hins vegar sagði í bókun Neslistans/Viðreisnar að skólinn fengi falleinkunn fyrir innleiðingu á námsmati.Fram kom um helgina að foreldrar útskriftarnemenda við grunnskólann hefðu kvartað til grunnskólans, bæjaryfirvalda og menntamálaráðuneytisins vegna óánægju með námsmat í grunnskólanum í vor. Í kjölfarið hafi utanaðkomandi skólastjóri verið fenginn til að vinna greinagerð um námsmatið. Kom þar fram að betur mætti upplýsa foreldra og nemendur um námsmat. Eins var vakin athygli á að tryggja þurfi stöðugleika, svo að kennarar í sömu námsgreinum noti sömu viðmið. Ljóst var, að mati fræðslustjóra, að ýmislegu væri ábótavant.Minni möguleikar á að komast óskaframhaldsskólann Að mati foreldrafélags Grunnskóla Seltjarnarness gaf námsmatið í vor ekki rétta mynd af stöðu nemenda. Þá taldi félagið að nemendum hafi ekki verið gefinn kostur á að bæta sig. Vegna þess hafi nemendur skólans ekki átt sömu möguleika á að komast inn í þann framhaldsskóla sem þeir helst kysu, samanborið við jafnaldra sína.Neskirkja stendur efst á Valhúsahæðinni á Seltjarnarnesi. Vísir/VilhelmSamkvæmt upplýsingum fréttastofu féll kennsla niður í fyrstu tveimur tímum dagsins vegna fundahalda kennara. Um tíu mínútum áður en kennsla átti að hefjast barst foreldrum barnanna í 7. til 10. bekk bréf þar sem fram kom að öll kennsla dagsins hefði verið felld niður. „Kennarar og stjórnendur í Grunnskóla Seltjarnarness harma þann dóm sem pólitískir fulltrúar á Seltjarnarnesi hafa fellt yfir skólanum sínum. Þessi umfjöllun hefur haft þau áhrif inn í skólann að kennurum og stjórnendum finnst freklega að sér vegið og kennarar treysta sér ekki til að taka á móti nemendum í dag. Skólastarf mun því falla niður í dag og upplýst verður um framhaldið þegar það liggur ljóst fyrir,“ segir í bréfinu sem undirritað er af skólastjórnendum. Ólína E. Thoroddsen hefur verið skólastjóri við grunnskólann síðan árið 2016. Ekki náðist í Ólínu við vinnslu fréttarinnar en starfsmaður á skrifstofu skólans sagði hana upptekna á fundi.Innleiðing án undirbúnings Í meistararitgerð Sigrúnar Brynjólfsdóttur um innleiðingu á nýju námsmati í grunnskóla var meðal niðurstaðna að skólar hefðu almennt hafið innleiðingu á nýju námsmati án þess að huga sérstaklega að undirbúningi eða ferlinu. Deildarstjórar upplifðu að þeir hefðu ekki fengið nægan stuðning við innleiðinguna frá Menntamálastofnun. „Deildarstjórar tókust á við töluverða andstöðu í kennarahópnum sem má rekja til þess að verkefnið var stærra og yfirgripsmeira en deildarstjórar gerðu ráð fyrir í upphafi innleiðingar. Helsti lærdómur sem má draga af niðurstöðum er hversu mikilvægt hlutverk deildarstjóra er í innleiðingarferli og hvað undirbúningur stjórnenda og samstarf við stofnanir skiptir miklu máli,“ segir í úrdrátti ritgerðarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn er með hreinan meirihluta í bæjarstjórn. Fjóra bæjarfulltrúa á móti tveimur fulltrúm Samfylkingar og einum úr Viðreisn/Neslista. Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður á RÚV er meðal foreldra sem er ósátt við viðbrögð kennara á Nesinu í dag.„Ofsafengin“ viðbrögð Karl Pétur Jónsson, oddviti Neslistans/Viðreisnar, segir alla sammála um að grunnskólinn hafi gert mistök við innleiðingu námsmats. Skólinn sé þó langt í frá sá eini sem hafi lent í erfiðleikum við innleiðingu. Það hafi sömuleiðis reynst vandamál í nágrannasveitafélaginu Reykjavík. Hann gagnrýnir að ekkert fjármagn hafi verið lagt fram af menntamálaráðuneytinu við innleiðingu námsmats.Karl Pétur, bæjarfulltrúi Viðreisnar á Seltjarnarnesi.Vísir„Sveitarfélögin áttu bara að finna út úr því og margir lentu í vandræðum,“ segir Karl Pétur. Neslistinn standi við yfirlýsingu sína þess efnis að grunnskólinn fái falleinkunn fyrir innleiðingu námsmatsins. Fólk sé hins vegar ekki dæmt af mistökum heldur hvernig það lærir af mistökum. Hann beri fullt traust til grunnskólans og þrjú börn hans sem gangi í skólann sé mark um traust. Hann lýsir viðbrögðum skólans í dag, að fella niður kennslu, sem ofsafengnum. Skólinn hafi ekki bara fengið gagnrýni frá Neslistanum/Viðreisn heldur einnig foreldrafélaginu og meirihlutanum.Harma viðbrögð bæjarfulltrúa Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar og fulltrúi í skólanefnd harma viðbrögð meirihlutans í yfirlýsingu. „Þau orð sem fallið hafa um að skólinn fái falleinkunn og að kennarar í Grunnskóla Seltjarnarness hvetji hvorki né styðji við nám barna á Seltjarnarnesi eiga við engin rök að styðjast,“ segir í yfirlýsingunni. Bleiki fíllinn í málinu sé menntamálaráðuneytið sem hafi fylgt nýju námsmati illa eftir. Hvorki hafi kennarar fengið nægilegan aðlögunartíma né sveitarfélög fengið greiðslur til að borga fyrir þær þúsundir vinnustunda sem farið hafa í að túlka nýja námsskrá og seinna nýtt námsmat. Yfirlýsingu má sjá í heild hér að neðan.Yfirlýsing bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar „Undirritaðir fulltrúar Samfylkingar Seltirninga harma framgöngu stjórnmálamanna í opinberri gagnrýnni sinni á Grunnskóla Seltjarnarness og lýsa yfir fullu trausti á skólann og stjórnendur hans. Þau orð sem fallið hafa um að skólinn fái falleinkunn og að kennarar í Grunnskóla Seltjarnarness hvetji hvorki né styðji við nám barna á Seltjarnarnesi eiga við engin rök að styðjast. Sá ágreiningur sem upp kom við útskrift 10. bekkinga vorið 2019 er í skýru ferli innan bæjarins og skólans og hafa kennarar og skólastjórnendur unnið hörðum höndum að því að bæta ferla og auka gagnsæi námsmats í kjölfar ábendinga. Það er ljóst að það voru atriði í námsmatinu sem þörf var á að uppfæra og að skólinn hafði getað mætt ábendingum foreldra fyrr. Bleiki fíllinn í málinu er þó sá hversu illa ráðuneyti menntamála hefur fylgt nýju námsmati eftir og hafa hvorki kennarar fengið nægilegan aðlögunartíma né sveitarfélög fengið greiðslur til að borga fyrir þær þúsundir vinnustunda sem farið hafa í að túlka nýja námsskrá og seinna nýtt námsmat. Allir kennarar landsins vinna við að leysa þrautina í stað þess að fá skýr fyrirmæli og njóta aðstoðar sérfræðinga sem styðja við innleiðinguna. Það hefur verið illa haldið utan um þetta mál eftir að það komst á borð stjórnmálamanna og hefur það bitnað á öflugum kennarahópi Grunnskóla Seltjarnarness og því góða starfi sem þar er unnið. Nú hefst vinna við að ná sáttum, draga lærdóm og halda áfram að þróa öflugt skólastarf á Seltjarnarnesi í sátt og samstarfi kennara, nemenda, foreldra og stjórnenda bæjarins.“ Undir skrifa bæjarfulltrúarnir Guðmundur Ari Sigurjónsson og Sigurþóra Bergsdóttir en einnig Hildur Ólafsdóttir, fulltrúi flokksins í skólanefnd.Að neðan má sjá bókun meirihlutans í bæjarstjórn Seltjarnarness vegna málsins: Meirihluti bæjarstjórnar harmar þann ágreining sem upp kom um námsmat í Grunnskóla Seltjarnarness og lokamat 10. bekkjar sl. vor og biður nemendur og foreldra afsökunar á því tilfinningalega tjóni og óþægindum sem það kann að hafa valdið, og afleiðingum sem þetta hafði í för með sér. Enda leggur meirihluti bæjarstjórnar mikla áherslu á að námsmat og vinnsla þess standist lög og reglur. Eins og formaður skólanefndar hefur nefnt hér áður á bæjarstjórnafundi kom upp við skólaslit Grunnskóla Seltjarnarness í júní 2019 áhöld um hvernig staðið hafi verið að námsmati í skólanum og lokamati 10. bekkjar. Nokkrir foreldrar höfðu samband við fræðslustjóra og formann skólanefndar vegna málsins og lögðu fram upplýsingar sem gáfu tilefni til að taka það til frekari skoðunar. Foreldrafélag Grunnskóla Seltjarnarness sendi jafnframt skólanefnd Seltjarnarnesbæjar erindi dagsett 12.06.2019, fyrir hönd foreldra / forráðamanna nemenda 10. bekkjar, þar sem aðfinnslur þeirra voru teknar saman og óskað var svara. Erindið var tekið fyrir á fundi skólanefndar 19.06.2019 og fól nefndin stjórnendum Grunnskóla Seltjarnarness að svara erindinu. Svar við erindinu barst frá skólastjóra Grunnskóla Seltjarnarness 26.06.2019 og var það sent fulltrúum skólanefndar og stjórn foreldrafélags skólans. Svarbréf skólastjóra var svo tekið formlega fyrir á fundi skólanefndar 28.08.2019. Skólastjóri leiðrétti þar ákveðin atriði í svarbréfi sínu og baðst afsökunar á fyrri svörum, þar sem þau byggðu ekki á réttum upplýsingum. Til viðbótar og tengt umræddu máli barst Seltjarnarnesbæ um miðjan júlímánuð bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 9.07.2019 þar sem kvörtun hafði borist um að skólinn fylgdi ekki matsviðmiðum aðalnámskrár við einkunnagjöf við lok 10. bekkjar. Ráðuneytið óskaði eftir afstöðu sveitarfélagsins til erindisins auk þess að óska sérstaklega eftir upplýsingum um með hvaða hætti unnið er að námsmati með tilliti til mats- og hæfniviðmiða á grundvelli aðalnámskrár af hálfu Grunnskóla Seltjarnarness. Formaður skólanefndar og fræðslustjóri höfðu þá þegar lagt til að leitað yrði til óháðs fagaðila um skoðun á því hvernig staðið var að námsmati við skólann, sérstaklega m.t.t. mats- og hæfniviðmiða og var ákvörðun um það staðfest í kjölfar erindis ráðuneytisins. Til verksins var fengin Erna Ingibjörg Pálsdóttir, skólastjóri Álftanesskóla, en hún hefur yfirgripsmikla þekkingu á námsmati og vinnslu þess. Erna Ingibjörg skilaði af sér greinargerð um námsmat sem fylgir með í fundargögnum fundar skólanefndar frá 12. nóvember s.l. þar sem hún fer ítarlega yfir námsmatið. Þar kemur fram að vinnan við hæfnimiðað námsmat sé „kominn nokkuð vel á veg“ í GS en að spurningar sem vöknuðu meðal foreldra hafi ekki verið tilefnislausar og því þurfi að taka þarf tillit til ýmissa ábendinga við frekari þróun námsmats í við Grunnskóla Seltjarnarness á komandi misserum. Þess má geta að á undirbúningsdögum í Grunnskóla Seltjarnarness fyrir yfirstandi skólaár var sérstaklega unnið með breytt verklag við námsmat og áherslur sem líta þarf til í því sambandi. Auk þess sem skólastjórnendur vinna nú að því að setja skólanum námsmatsstefnu og verður greinargerð um námsmat höfð til hliðsjónar í þeirri vinnu. Fræðslustjóri mun á skólaárinu fylgjast með framvindu námsmatsvinnu við Grunnskóla Seltjarnarness og vinna samantekt til skólanefndar í lok þess. Skólanefnd óskaði eftir því við skólastjórnendur að foreldrafélagi yrði svarað á ný í kjölfar úttektarinnar og að sama skapi yrði sent bréf til allra nemenda sem útskrifuðust í júní s.l. úr 10. bekk og þeim gerð grein fyrir þeirri vinnu sem hefur verið lagt í að bæta námsmat við skólann. Það er mat okkar að þörf hafi verið á þessari vinnu við úttekt á námsmati skólans þar sem það er afar mikilvægt að sátt og traust ríki um námsmat hverju sinni meðal hagsmunaaðila í skólasamfélaginu. Mikið lærdómsferli hefur átt sér stað innan skólans frá því að athugasemdir um námsmatið hófu að berast. Að sama skapi hefur verið farið yfir öll vinnubrögð og tímaramma við skólaslit og ljóst að ýmislegt má bæta frá því sem var vorið 2019 í upplýsingagjöf og þann tíma sem nemendur hafa til að fá skýringar við námsmati. Grunnskóli Seltjarnarness mun taka allt ferlið til endurskoðunar fyrir næsta vor svo ekki verði það sama upp á teningnum og í júní 2019.Bókun Neslista Viðreisnar: Fulltrúi Viðreisnar/Neslista í skólanefnd harmar þá stöðu sem útskriftarnemendur í Grunnskóla Seltjarnarness voru settir í við lok síðasta skólaárs. Öll eigum við rétt á að njóta árangurs erfiðis okkar. Eftir tíu ára grunnskólagöngu er ekki boðlegt að börnum sé boðið upp á að uppgjör vinnunnar sé ekki rétt reiknað. Það blasir við að í Grunnskóla Seltjarnarness hefur verið alvarleg brotalöm á útskrift nemenda í lok síðasta skólaárs og jafnvel lengra aftur í tímann. Greinargerð sú sem lögð hefur verið fram til kynningar í skólanefnd er einfaldlega falleinkunn fyrir skólann. Það er vissulega fagnaðarefni að í greinargerðinni komi fram að þróunarvinna við hæfnimiðað námsmat sé komin nokkuð vel á veg en um leið mikið áhyggjuefni að átta árum eftir útkomu nýrrar aðalnámskrár taki námsmat í íslensku ekki mið af lögbundnum matsviðmiðum þeirrar námskrár. Íslenska er sú námsgrein sem iðulega skiptir mestu máli við inntöku í framhaldsskóla. Greinargerðin gefur tilefni til að ætla að kennsluhættir í þeirri grein hafi ekki þróast eins og skyldi í Grunnskóla Seltjarnarness og að vægi auðmælanlegra námsmarkmiða sem lúta að einföldum þekkingaratrriðum hafi verið á kostnað hæfni og færni svo sem tjáningar og túlkunar. Nýútgefin kennsluáætlun sem birtist í skólanámskrá GS gefur því miður til kynna að enn sé langt í land í þessum efnum, sem og þau skilaboð skólans til foreldra að sum hæfniviðmið sé ekki hægt að meta, eins og fram kom í bréfi sem sent var foreldrum í haust. Það hlýtur að valda áhyggjum ef nemendur úr Grunnskóla Seltjarnarness standa jafnöldrum sínum á landinu ekki jafnfætis á jafn mikilvægum tímamótum og þegar þau útskrifast úr grunnskóla og færast upp á næsta skólastig. Málið er þó ekki svo einfalt að það einskorðist við eina námsgrein eða tiltekna kennara. Skólastjóri ber ábyrgð á sinni stofnun og skólanefnd ber að hafa eftirlit með starfi skólans. Bæjar- og skólayfirvöld á Seltjarnarnesi hafa undanfarin ár verið ófeimin við að klappa sér á bakið fyrir árangur nemenda í Grunnskóla Seltjarnarness á samræmdum prófum, þar sem einmitt eru mældir áðurnefndir þekkingarþættir en ekki sú hæfni sem ný aðalnámskrá kjarnast um. Ástæða er til að spyrja hvort sá árangur endurspegli áherslur skólans í kennslu og hvort þær áherslur gagnist nemendum til lengri tíma litið. Aðhald skólanefndar með skólanum virðist ekki hafa verið nægilegt til að tryggja nemendum þau tækifæri sem þau eiga skilið og það þarf að setja í algeran forgang að bæta úr því. Til þess er nauðsynlegt að sveitarfélagið veiti kennurum og skólastjórnendum allan þann stuðning sem þarf. Bæjarfulltrúi Viðreisnar/Neslista leggur til að skoðað verði hvernig það gerðist að námsmat var ekki að fullu innleitt, í hvaða fögum og hvaða áhrif á nemendur þetta hefur haft frá innleiðingu námsmats.
Seltjarnarnes Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Bærinn biður tíundubekkinga og foreldra afsökunar Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur beðið nýútskrifaða tíundu bekkinga og foreldra þeirra afsökunar. Ástæðan er óánægja með námsmat í Grunnskóla Seltjarnarness í vor. 30. nóvember 2019 19:24 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira
Bærinn biður tíundubekkinga og foreldra afsökunar Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur beðið nýútskrifaða tíundu bekkinga og foreldra þeirra afsökunar. Ástæðan er óánægja með námsmat í Grunnskóla Seltjarnarness í vor. 30. nóvember 2019 19:24