Lilja vill svör um pukur Ríkisútvarpsins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. desember 2019 16:00 Lilja Alfreðsdóttir Vísir/vilhelm Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur sent stjórn Ríkisútvarpsins bréf þar sem hún óskar eftir skýringum á því hvers vegna listi yfir umsækjendur um stöðu útvarpsstjóra verður ekki birtur. Þetta kom fram í svari Lilju við fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Miðflokksins, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Til stóð að umsóknarfresturinn rynni út í dag en athygli hefur vakið að stjórn Ríkisútvarpsins hefur ákveðið að birta ekki lista yfir stöðu umsækjenda. Nú síðdegis ákvað stjórn Ríkisútvarpsins að framlengja umsóknarfrestinn um eina viku.„Formlegur vettvangur málsins er hjá stjórn RÚV. Ég hef hins vegar sem ráðherra fjölmiðla í landinu sent stjórn RÚV bréf þess efnis þar sem ég óska eftir skýringum hvernig standi á því að það sé ekki og það ríkir ekki fullt gagnsæi um listann,“ sagði Lilja. Hún telji mjög eðlilegt, þar sem fólkinu í landinu sé mjög hlýtt til Ríkisútvarpsins, að það eigi að ríkja fullt gagnsæi varðandi ferlið.Sjá einnig: Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði konaBréfið sendi Lilja stjórn Ríkisútvarpsins þann 28. nóvember þar sem hún óskar eftir skýringum og segist hún ítrekað hafa óskað eftir svörum. Hún bíði þess nú að fá skýringar og það mál sé í vinnslu. Ítrekaði hún að formlegur vettvangur málsins sé hjá stjórninni. „Við ættum kannski frekar að spyrja okkur að því: Erum við sátt við það hvernig þessum málum er háttað? Þá er það okkar að breyta lögunum. Ég fagna skýrslu Ríkisendurskoðunar og hversu afdráttarlaus hún er og hef í hyggju að fylgja henni eftir með þeim aðgerðum sem eru viðeigandi,“ sagði Lilja en Þorsteinn hafði einnig vitnað til skýrslu Ríkisendurskoðunar þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að Ríkisútvarpið hafi ekki farið að lögum með því að hafa ekki stofnað dótturfélög um samkeppnisrekstur. Þorsteinn kvaðst fagna svari Lilju en í síðara svari sínu sagði hún telja það mikilvægt að stjórn Ríkisútvarpsins geri grein fyrir máli sínu. Að sögn Lilju virðist sem mögulega sé uppi einhver lagaleg óvissa og brýnt sé þá að fá úr því skorið. Alþingi Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Tengdar fréttir Margrét verður útvarpsstjóri um sinn Margrét Magnúsdóttur, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins, hefur verið ráðin sem starfandi útvarpsstjóri. 6. nóvember 2019 19:05 RÚV ber að birta lista yfir umsækjendur að sögn Helgu Völu Svo virðist sem Ríkisútvarpið vilji fara á svig við lög með pukri sínu um hverjir sækja um stöðu útvarpsstjóra. 28. nóvember 2019 12:48 RÚV skylt að birta nöfn umsækjenda samkvæmt persónuverndaryfirlýsingu Frestur til þess að sækja um stöðu útvarpsstjóra rennur út í dag. Athygli hefur vakið að stjórn RÚV ákvað í síðustu viku að birta ekki lista yfir umsækjendur um stöðuna. 2. desember 2019 09:10 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fulltrúar flokkanna sitja fyrir svörum um málefni fatlaðs fólks Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur sent stjórn Ríkisútvarpsins bréf þar sem hún óskar eftir skýringum á því hvers vegna listi yfir umsækjendur um stöðu útvarpsstjóra verður ekki birtur. Þetta kom fram í svari Lilju við fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Miðflokksins, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Til stóð að umsóknarfresturinn rynni út í dag en athygli hefur vakið að stjórn Ríkisútvarpsins hefur ákveðið að birta ekki lista yfir stöðu umsækjenda. Nú síðdegis ákvað stjórn Ríkisútvarpsins að framlengja umsóknarfrestinn um eina viku.„Formlegur vettvangur málsins er hjá stjórn RÚV. Ég hef hins vegar sem ráðherra fjölmiðla í landinu sent stjórn RÚV bréf þess efnis þar sem ég óska eftir skýringum hvernig standi á því að það sé ekki og það ríkir ekki fullt gagnsæi um listann,“ sagði Lilja. Hún telji mjög eðlilegt, þar sem fólkinu í landinu sé mjög hlýtt til Ríkisútvarpsins, að það eigi að ríkja fullt gagnsæi varðandi ferlið.Sjá einnig: Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði konaBréfið sendi Lilja stjórn Ríkisútvarpsins þann 28. nóvember þar sem hún óskar eftir skýringum og segist hún ítrekað hafa óskað eftir svörum. Hún bíði þess nú að fá skýringar og það mál sé í vinnslu. Ítrekaði hún að formlegur vettvangur málsins sé hjá stjórninni. „Við ættum kannski frekar að spyrja okkur að því: Erum við sátt við það hvernig þessum málum er háttað? Þá er það okkar að breyta lögunum. Ég fagna skýrslu Ríkisendurskoðunar og hversu afdráttarlaus hún er og hef í hyggju að fylgja henni eftir með þeim aðgerðum sem eru viðeigandi,“ sagði Lilja en Þorsteinn hafði einnig vitnað til skýrslu Ríkisendurskoðunar þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að Ríkisútvarpið hafi ekki farið að lögum með því að hafa ekki stofnað dótturfélög um samkeppnisrekstur. Þorsteinn kvaðst fagna svari Lilju en í síðara svari sínu sagði hún telja það mikilvægt að stjórn Ríkisútvarpsins geri grein fyrir máli sínu. Að sögn Lilju virðist sem mögulega sé uppi einhver lagaleg óvissa og brýnt sé þá að fá úr því skorið.
Alþingi Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Tengdar fréttir Margrét verður útvarpsstjóri um sinn Margrét Magnúsdóttur, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins, hefur verið ráðin sem starfandi útvarpsstjóri. 6. nóvember 2019 19:05 RÚV ber að birta lista yfir umsækjendur að sögn Helgu Völu Svo virðist sem Ríkisútvarpið vilji fara á svig við lög með pukri sínu um hverjir sækja um stöðu útvarpsstjóra. 28. nóvember 2019 12:48 RÚV skylt að birta nöfn umsækjenda samkvæmt persónuverndaryfirlýsingu Frestur til þess að sækja um stöðu útvarpsstjóra rennur út í dag. Athygli hefur vakið að stjórn RÚV ákvað í síðustu viku að birta ekki lista yfir umsækjendur um stöðuna. 2. desember 2019 09:10 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fulltrúar flokkanna sitja fyrir svörum um málefni fatlaðs fólks Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Sjá meira
Margrét verður útvarpsstjóri um sinn Margrét Magnúsdóttur, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins, hefur verið ráðin sem starfandi útvarpsstjóri. 6. nóvember 2019 19:05
RÚV ber að birta lista yfir umsækjendur að sögn Helgu Völu Svo virðist sem Ríkisútvarpið vilji fara á svig við lög með pukri sínu um hverjir sækja um stöðu útvarpsstjóra. 28. nóvember 2019 12:48
RÚV skylt að birta nöfn umsækjenda samkvæmt persónuverndaryfirlýsingu Frestur til þess að sækja um stöðu útvarpsstjóra rennur út í dag. Athygli hefur vakið að stjórn RÚV ákvað í síðustu viku að birta ekki lista yfir umsækjendur um stöðuna. 2. desember 2019 09:10