Trump rangtúlkar orð Zelensky og segist hreinsaður af sök Samúel Karl Ólason skrifar 2. desember 2019 23:00 Zelensky hefur reynt að halda sig frá málinu að miklu leyti en þrátt fyrir það hafa viðtöl við embættismenn í Úkraínu sýnt að forsetinn og aðstoðarmenn hans ætluðu sér að verða við kröfum Trump og stóð það til. AP/Alex Brandon Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, er ekki þeirrar skoðunar að umdeilt símtal hans og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi falið í sér svokallað „kaup kaups“ (e. Quid pro quo). Hann gagnrýndi Bandaríkin þó harðlega fyrir að koma fram við Úkraínu sem peð í pólitískri skák. Þó reyndi Zelensky enn einu sinni að forðast það að dragast inn í rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á því hvort Trump hafi brotið af sér í starfi, meðal annars með því að halda aftur af neyðaraðstoð til Úkraínu með því markmiði að þvinga Zelensky til að tilkynna að hann hefði opnað tvær rannsóknir í Úkraínu sem myndu nýtast Trump í forsetakosningum á næsta ári. „Sko, ég talaði ekki við forsetann frá stöðu „kaup kaups“. Ég geri hlutina ekki þannig,“ sagði Zelensky í viðtali við Time og aðra miðla.Zelensky sagði Úkraínumenn ekki eiga séns í að ná aftur því landsvæði sem Rússar tóku árið 2014, án stuðnings Bandaríkjanna og annarra ríkja. Hann sagði einnig að ummæli Trump og bandamanna hans um að Úkraína væri gjörspillt ríki kæmu niður á tækifærum ríkisins til að verða sér út um fjárhagsaðstoð í baráttunni við Rússa og aðskilnaðarsinna sem þeir styðja. Þá gagnrýndi hann Trump fyrir að halda aftur af tæplega 400 milljóna dala neyðaraðstoð til Úkraínu, eftir að þing Bandaríkjanna hafði samþykkt aðstoðina. Zelensky sagði það ekki endilega snúa að „kaupum kaups“ heldur almennri sanngirni. „Ég held að allir í Úkraínu séu orðnir mjög þreyttir á Burisma. Við höfum okkar eigin ríki. Við höfum okkar sjálfstæði, við höfum okkar vandamál og spurningar,“ sagði Zelensky. Trump rangtúlkaði ummæli Zelensky þó í samtali við fjölmiðla í dag, þegar hann sagði að Zelensky hefði hreinsað sig af allri sök. Það gerði Zelensky ekki. Trump today mischaracterized Volodymyr Zelensky's recent interview with media outlets, declaring inaccurately that the Ukrainian president said Trump “did absolutely nothing wrong”https://t.co/t4xblDfUs1 pic.twitter.com/c2u0dV9ELJ — POLITICO (@politico) December 2, 2019 Zelensky hefur reynt að halda sig frá málinu að miklu leyti en þrátt fyrir það hafa viðtöl við embættismenn í Úkraínu sýnt að forsetinn og aðstoðarmenn hans ætluðu sér að verða við kröfum Trump og stóð það til. Eftir að kvörtun uppljóstrara leit dagsins ljós beitti þingið Trump þó miklum þrýstingi vegna aðstoðarinnar og var hún afhent nokkrum dögum áður en Zelensky átti að fara í viðtal hjá CNN þar sem hann ætlaði að lýsa yfir upphafi rannsóknanna tveggja sem Trump vildi.Sjá einnig: Sluppu með naumindum við að verða við kröfum TrumpVitnisburður embættismanna á síðustu vikum hefur varpað ljósi á að Trump skipaði embættismönnum að vinna með Rudy Guiliani, einkalögmanni hans, varðandi málefni Úkraínu og þvinguðu þeir forsvarsmenn ríkisins til að lýsa því yfir opinberlega að Úkraínumenn ætluðu sér að rannsaka pólitískan andstæðing forsetann og aðra rannsókn sem grafa átti undan Rússarannsókninni svokölluðu og Landsnefnd Demókrataflokksins. Lítið til í ásökunum Trump Forsetinn og bandamenn hans hafa sakað Joe Biden um spillingu vegna þess að hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að reka saksóknara á sama tíma og Hunter, sonur hans, sat í stjórn olíufyrirtækisins Burisma Holdings. Það eigi Biden að hafa gert til að stöðva rannsókn sem beindist að Burisma, samkvæmt kenningu Trump-liða og vill forsetinn að Úkraínumenn rannsaki það. Ekkert hefur þó komið fram sem bendir til þess að Biden-feðgarnir hafi gert nokkuð ólöglega eða að rannsókn hafi yfir höfuð staðið yfir á Burisma á þeim tíma sem þáverandi varaforsetinn reyndi að koma saksóknara frá. Sú viðleitni var hluti af alþjóðlegum þrýstingi þar sem vestræn ríki töldu saksóknarann ljón í vegi þess að uppræta langvarandi spillingu í Úkraínu. Hin rannsóknin tengist samsæriskenningu um tölvupóstþjón landsnefndar Demókrataflokksins sem rússneskir hakkarar brutust inn í fyrir forsetakosningarnar 2016 og láku vandræðalegum póstum í gegnum Wikileaks. Trump hefur lengi verið gramur vegna niðurstöðu bandarísku leyniþjónustunnar að rússnesk stjórnvöld hafi háð upplýsingastríð og framið tölvuinnbrot til að hjálpa honum til sigurs. Trump og bandamenn hans hafa því haldið þeirri hugmynd á lofti um að það hafi í reynd verið úkraínskir útsendarar sem frömdu innbrotið í tölvupóstþjón demókrata og að þeir hafi bókstaflega falið áþreifanlegan tölvupóstþjón í Úkraínu. Markmiðið hafi verið að koma sök á Rússa. Það er, eins og áður hefur komið fram, þvert á öll sönnunargögn og niðurstöður öryggisstofnanna í bandaríkjunum og sérfræðinga. Þessu hafa Trump-liðar og þar með talnir nokkrir þingmenn, haldið áfram að dreifa. Þrátt fyrir að embættismenn og forsvarsmenn öryggisstofnanna hafi varað þá við því að ásakanirnar gegn Úkraínu séu runnar undan rifjum þeirra sömu Rússa og gerðu árásina á tölvukerfi Landsnefndar Demókrataflokksins. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Rússland Úkraína Tengdar fréttir Trump mætir ekki fyrir nefndina til að svara fyrir meint embættisbrot Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og lögfræðingar hans hafa gefið það út að þeir ætli ekki mæta fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings næstkomandi miðvikudag til þess að gefa skýrslu. 2. desember 2019 06:23 Starfsmönnum Hvíta hússins geti verið gert að bera vitni Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að starfsmenn Hvíta hússins geti verið neyddir til að bera vitni fyrir þingnefndum í tengslum við málarekstur þingsins gegn forsetanum. 26. nóvember 2019 07:29 Ummæli Trumps sögð ganga í berhögg við hans eigin orð Donald Trump Bandaríkjaforseti neitaði því í gær að hafa beðið Rudy Giuliani, persónulegan lögmann sinn, um að fara til Úkraínu í þeim tilgangi að ýta á eftir rannsóknum þar í landi fyrir hönd forsetans. 27. nóvember 2019 23:55 Vitnisburður síðustu vikna styður ásakanir gegn Trump Tvær vikur opinberra vitnaleiðslna hafa ekki reynst Hvíta húsinu vel. Umtalsverð sönnunargögn og margir vitnisburðir hafa litið dagsins ljós og skapar það mynd sem erfitt er að draga í efa. 22. nóvember 2019 11:00 Ný gögn sýna fram á samskipti Pompeo og Giuliani Gögn sem utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur afhent samtökunum American Oversight eftir aðgangsbeiðni þeirra sýna fram á ítrekuð samskipti utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump. 23. nóvember 2019 12:22 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, er ekki þeirrar skoðunar að umdeilt símtal hans og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi falið í sér svokallað „kaup kaups“ (e. Quid pro quo). Hann gagnrýndi Bandaríkin þó harðlega fyrir að koma fram við Úkraínu sem peð í pólitískri skák. Þó reyndi Zelensky enn einu sinni að forðast það að dragast inn í rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á því hvort Trump hafi brotið af sér í starfi, meðal annars með því að halda aftur af neyðaraðstoð til Úkraínu með því markmiði að þvinga Zelensky til að tilkynna að hann hefði opnað tvær rannsóknir í Úkraínu sem myndu nýtast Trump í forsetakosningum á næsta ári. „Sko, ég talaði ekki við forsetann frá stöðu „kaup kaups“. Ég geri hlutina ekki þannig,“ sagði Zelensky í viðtali við Time og aðra miðla.Zelensky sagði Úkraínumenn ekki eiga séns í að ná aftur því landsvæði sem Rússar tóku árið 2014, án stuðnings Bandaríkjanna og annarra ríkja. Hann sagði einnig að ummæli Trump og bandamanna hans um að Úkraína væri gjörspillt ríki kæmu niður á tækifærum ríkisins til að verða sér út um fjárhagsaðstoð í baráttunni við Rússa og aðskilnaðarsinna sem þeir styðja. Þá gagnrýndi hann Trump fyrir að halda aftur af tæplega 400 milljóna dala neyðaraðstoð til Úkraínu, eftir að þing Bandaríkjanna hafði samþykkt aðstoðina. Zelensky sagði það ekki endilega snúa að „kaupum kaups“ heldur almennri sanngirni. „Ég held að allir í Úkraínu séu orðnir mjög þreyttir á Burisma. Við höfum okkar eigin ríki. Við höfum okkar sjálfstæði, við höfum okkar vandamál og spurningar,“ sagði Zelensky. Trump rangtúlkaði ummæli Zelensky þó í samtali við fjölmiðla í dag, þegar hann sagði að Zelensky hefði hreinsað sig af allri sök. Það gerði Zelensky ekki. Trump today mischaracterized Volodymyr Zelensky's recent interview with media outlets, declaring inaccurately that the Ukrainian president said Trump “did absolutely nothing wrong”https://t.co/t4xblDfUs1 pic.twitter.com/c2u0dV9ELJ — POLITICO (@politico) December 2, 2019 Zelensky hefur reynt að halda sig frá málinu að miklu leyti en þrátt fyrir það hafa viðtöl við embættismenn í Úkraínu sýnt að forsetinn og aðstoðarmenn hans ætluðu sér að verða við kröfum Trump og stóð það til. Eftir að kvörtun uppljóstrara leit dagsins ljós beitti þingið Trump þó miklum þrýstingi vegna aðstoðarinnar og var hún afhent nokkrum dögum áður en Zelensky átti að fara í viðtal hjá CNN þar sem hann ætlaði að lýsa yfir upphafi rannsóknanna tveggja sem Trump vildi.Sjá einnig: Sluppu með naumindum við að verða við kröfum TrumpVitnisburður embættismanna á síðustu vikum hefur varpað ljósi á að Trump skipaði embættismönnum að vinna með Rudy Guiliani, einkalögmanni hans, varðandi málefni Úkraínu og þvinguðu þeir forsvarsmenn ríkisins til að lýsa því yfir opinberlega að Úkraínumenn ætluðu sér að rannsaka pólitískan andstæðing forsetann og aðra rannsókn sem grafa átti undan Rússarannsókninni svokölluðu og Landsnefnd Demókrataflokksins. Lítið til í ásökunum Trump Forsetinn og bandamenn hans hafa sakað Joe Biden um spillingu vegna þess að hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að reka saksóknara á sama tíma og Hunter, sonur hans, sat í stjórn olíufyrirtækisins Burisma Holdings. Það eigi Biden að hafa gert til að stöðva rannsókn sem beindist að Burisma, samkvæmt kenningu Trump-liða og vill forsetinn að Úkraínumenn rannsaki það. Ekkert hefur þó komið fram sem bendir til þess að Biden-feðgarnir hafi gert nokkuð ólöglega eða að rannsókn hafi yfir höfuð staðið yfir á Burisma á þeim tíma sem þáverandi varaforsetinn reyndi að koma saksóknara frá. Sú viðleitni var hluti af alþjóðlegum þrýstingi þar sem vestræn ríki töldu saksóknarann ljón í vegi þess að uppræta langvarandi spillingu í Úkraínu. Hin rannsóknin tengist samsæriskenningu um tölvupóstþjón landsnefndar Demókrataflokksins sem rússneskir hakkarar brutust inn í fyrir forsetakosningarnar 2016 og láku vandræðalegum póstum í gegnum Wikileaks. Trump hefur lengi verið gramur vegna niðurstöðu bandarísku leyniþjónustunnar að rússnesk stjórnvöld hafi háð upplýsingastríð og framið tölvuinnbrot til að hjálpa honum til sigurs. Trump og bandamenn hans hafa því haldið þeirri hugmynd á lofti um að það hafi í reynd verið úkraínskir útsendarar sem frömdu innbrotið í tölvupóstþjón demókrata og að þeir hafi bókstaflega falið áþreifanlegan tölvupóstþjón í Úkraínu. Markmiðið hafi verið að koma sök á Rússa. Það er, eins og áður hefur komið fram, þvert á öll sönnunargögn og niðurstöður öryggisstofnanna í bandaríkjunum og sérfræðinga. Þessu hafa Trump-liðar og þar með talnir nokkrir þingmenn, haldið áfram að dreifa. Þrátt fyrir að embættismenn og forsvarsmenn öryggisstofnanna hafi varað þá við því að ásakanirnar gegn Úkraínu séu runnar undan rifjum þeirra sömu Rússa og gerðu árásina á tölvukerfi Landsnefndar Demókrataflokksins.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Rússland Úkraína Tengdar fréttir Trump mætir ekki fyrir nefndina til að svara fyrir meint embættisbrot Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og lögfræðingar hans hafa gefið það út að þeir ætli ekki mæta fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings næstkomandi miðvikudag til þess að gefa skýrslu. 2. desember 2019 06:23 Starfsmönnum Hvíta hússins geti verið gert að bera vitni Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að starfsmenn Hvíta hússins geti verið neyddir til að bera vitni fyrir þingnefndum í tengslum við málarekstur þingsins gegn forsetanum. 26. nóvember 2019 07:29 Ummæli Trumps sögð ganga í berhögg við hans eigin orð Donald Trump Bandaríkjaforseti neitaði því í gær að hafa beðið Rudy Giuliani, persónulegan lögmann sinn, um að fara til Úkraínu í þeim tilgangi að ýta á eftir rannsóknum þar í landi fyrir hönd forsetans. 27. nóvember 2019 23:55 Vitnisburður síðustu vikna styður ásakanir gegn Trump Tvær vikur opinberra vitnaleiðslna hafa ekki reynst Hvíta húsinu vel. Umtalsverð sönnunargögn og margir vitnisburðir hafa litið dagsins ljós og skapar það mynd sem erfitt er að draga í efa. 22. nóvember 2019 11:00 Ný gögn sýna fram á samskipti Pompeo og Giuliani Gögn sem utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur afhent samtökunum American Oversight eftir aðgangsbeiðni þeirra sýna fram á ítrekuð samskipti utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump. 23. nóvember 2019 12:22 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Trump mætir ekki fyrir nefndina til að svara fyrir meint embættisbrot Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og lögfræðingar hans hafa gefið það út að þeir ætli ekki mæta fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings næstkomandi miðvikudag til þess að gefa skýrslu. 2. desember 2019 06:23
Starfsmönnum Hvíta hússins geti verið gert að bera vitni Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að starfsmenn Hvíta hússins geti verið neyddir til að bera vitni fyrir þingnefndum í tengslum við málarekstur þingsins gegn forsetanum. 26. nóvember 2019 07:29
Ummæli Trumps sögð ganga í berhögg við hans eigin orð Donald Trump Bandaríkjaforseti neitaði því í gær að hafa beðið Rudy Giuliani, persónulegan lögmann sinn, um að fara til Úkraínu í þeim tilgangi að ýta á eftir rannsóknum þar í landi fyrir hönd forsetans. 27. nóvember 2019 23:55
Vitnisburður síðustu vikna styður ásakanir gegn Trump Tvær vikur opinberra vitnaleiðslna hafa ekki reynst Hvíta húsinu vel. Umtalsverð sönnunargögn og margir vitnisburðir hafa litið dagsins ljós og skapar það mynd sem erfitt er að draga í efa. 22. nóvember 2019 11:00
Ný gögn sýna fram á samskipti Pompeo og Giuliani Gögn sem utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur afhent samtökunum American Oversight eftir aðgangsbeiðni þeirra sýna fram á ítrekuð samskipti utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump. 23. nóvember 2019 12:22