Segir að fleiri en fólk í hjólastólum hafi þurft frá að hverfa vegna anna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2019 11:15 Íbúum á sambýli var vísað frá kaffihúsinu Norðurbakkanum í Hafnarfirði síðastliðinn laugardag. Vísir/Vilhelm Málfríður G. Gröndal, eigandi kaffihússins Norðurbakkans í Hafnarfirði, harmar að miklar annir á kaffihúsinu um síðustu helgi hafi orðið til þess að íbúar á sambýli sem nota hjólastól hafi ekki komist að á kaffihúsinu. Miklar annir hafi verið á kaffihúsinu þennan dag og margir þurft frá að hverfa. Eyrún Björg Guðjónsdóttir og Ásthildur Helga Jónsdóttir eru starfsmenn á sambýli. Eyrún greindi frá því á Facebook á laugardaginn að þær Ásthildur hefðu planað ferð á kaffihús með tveimur einstaklingum í hjólastól.Eyrún Björg Guðjónsdóttir greindi frá heimsókninni á Norðurbakkann á Facebook.„Við pöntuðum bíl og hlökkuðum mikið til. Þegar við mættum á staðinn fundum við okkur sæti og ætluðum að fara að koma okkur fyrir og hafa það huggulegt. Þá kom starfsmaður að okkur og vísaði okkur pent að fara eitthvert annað þar sem ekki væri pláss fyrir okkur hér,“ sagði Eyrún í færslunni sem vakti mikla athygli og rataði í frétt DV. Þau hafi fengið þau svör að fólk hefði streymt inn allan daginn og væri betra að þau kæmu aftur síðar. „Á þessum tiltekna stað voru nokkur borð laus og í þokkabót voru tveir inngangar og því vel hægt að fara aðra leið út ef við værum fyrir einhverjum. Sýnið fólki skilning og umhyggju. Við erum ekki öll jafn lánsöm að vera fær um að fara hvert sem við viljum hvenær sem er,“ sagði Eyrún. Ásthildur mætti svo í Bítið á Bylgjunni í vikunni og ræddi málið nánar. Hún sagði það einnig sína upplifun að ekki hefði verið mikið að gera á staðnum þegar þær mættu. „Ég er að spyrja mig að því hvenær er þetta síðar því við komum á mjög góðum tíma að mínu mati – það var ekki svo mikið að gera,“ sagði Ásthildur. Þau hefðu verið heppin að finna annað kaffihús í grenndinni þar sem vel hafi verið tekið á móti þeim þótt staðurinn hafi verið þéttsetinn.Málfríður G. Blöndal, eigandi Norðurbakkans, kannaðist við málið þegar fréttstofa hafði samband við hana. Hún sagðist þegra hafa brugðist við málinu á sunnudaginn á Facebook. Þar sagðist hún vilja segja nokkur orð fyrir hönd Norðurbakkans: „Leiðinlegt að heyra þetta en hér hafa átt sér stað einhver mistök. Það eru allir velkomnir á Norðurbakkann og hafa alltaf verið svo lengi sem húsrúm leyfir. Í gær var gríðarlega mikil traffík allan daginn og staðurinn þétt setinn en Norðurbakkinn er ekki stór þótt aðgengið sé gott. Ég vil bjóða þeim aðilum sem lentu í þessu í gær að koma aftur og þyggja veitingar í boði hússins og biðjast sannarlega afsökunar á ónæðinu sem þetta kann að hafa valdið,“ sagði Málfríður í færslunni. Hún ítrekar við Vísi að mikið hafi verið að gera á Norðurbakkanum allan laugardaginn. „Og þurftu fleiri frá að hverfa sökum anna þennan dag. Ég harma að málið skuli hafa farið í þennan farveg,“ segir Málfríður. Félagsmál Hafnarfjörður Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Málfríður G. Gröndal, eigandi kaffihússins Norðurbakkans í Hafnarfirði, harmar að miklar annir á kaffihúsinu um síðustu helgi hafi orðið til þess að íbúar á sambýli sem nota hjólastól hafi ekki komist að á kaffihúsinu. Miklar annir hafi verið á kaffihúsinu þennan dag og margir þurft frá að hverfa. Eyrún Björg Guðjónsdóttir og Ásthildur Helga Jónsdóttir eru starfsmenn á sambýli. Eyrún greindi frá því á Facebook á laugardaginn að þær Ásthildur hefðu planað ferð á kaffihús með tveimur einstaklingum í hjólastól.Eyrún Björg Guðjónsdóttir greindi frá heimsókninni á Norðurbakkann á Facebook.„Við pöntuðum bíl og hlökkuðum mikið til. Þegar við mættum á staðinn fundum við okkur sæti og ætluðum að fara að koma okkur fyrir og hafa það huggulegt. Þá kom starfsmaður að okkur og vísaði okkur pent að fara eitthvert annað þar sem ekki væri pláss fyrir okkur hér,“ sagði Eyrún í færslunni sem vakti mikla athygli og rataði í frétt DV. Þau hafi fengið þau svör að fólk hefði streymt inn allan daginn og væri betra að þau kæmu aftur síðar. „Á þessum tiltekna stað voru nokkur borð laus og í þokkabót voru tveir inngangar og því vel hægt að fara aðra leið út ef við værum fyrir einhverjum. Sýnið fólki skilning og umhyggju. Við erum ekki öll jafn lánsöm að vera fær um að fara hvert sem við viljum hvenær sem er,“ sagði Eyrún. Ásthildur mætti svo í Bítið á Bylgjunni í vikunni og ræddi málið nánar. Hún sagði það einnig sína upplifun að ekki hefði verið mikið að gera á staðnum þegar þær mættu. „Ég er að spyrja mig að því hvenær er þetta síðar því við komum á mjög góðum tíma að mínu mati – það var ekki svo mikið að gera,“ sagði Ásthildur. Þau hefðu verið heppin að finna annað kaffihús í grenndinni þar sem vel hafi verið tekið á móti þeim þótt staðurinn hafi verið þéttsetinn.Málfríður G. Blöndal, eigandi Norðurbakkans, kannaðist við málið þegar fréttstofa hafði samband við hana. Hún sagðist þegra hafa brugðist við málinu á sunnudaginn á Facebook. Þar sagðist hún vilja segja nokkur orð fyrir hönd Norðurbakkans: „Leiðinlegt að heyra þetta en hér hafa átt sér stað einhver mistök. Það eru allir velkomnir á Norðurbakkann og hafa alltaf verið svo lengi sem húsrúm leyfir. Í gær var gríðarlega mikil traffík allan daginn og staðurinn þétt setinn en Norðurbakkinn er ekki stór þótt aðgengið sé gott. Ég vil bjóða þeim aðilum sem lentu í þessu í gær að koma aftur og þyggja veitingar í boði hússins og biðjast sannarlega afsökunar á ónæðinu sem þetta kann að hafa valdið,“ sagði Málfríður í færslunni. Hún ítrekar við Vísi að mikið hafi verið að gera á Norðurbakkanum allan laugardaginn. „Og þurftu fleiri frá að hverfa sökum anna þennan dag. Ég harma að málið skuli hafa farið í þennan farveg,“ segir Málfríður.
Félagsmál Hafnarfjörður Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira