Menning

Ríkisstjórnin styrkir Íslensku óperuna um fjórar milljónir króna

Jakob Bjarnar skrifar
Steinunn Birna er óperustjóri en Íslenska óperan fær nú sérstakan styrk frá ríkisstjórninni.
Steinunn Birna er óperustjóri en Íslenska óperan fær nú sérstakan styrk frá ríkisstjórninni. visir/vilhelm/Íslenska óperan

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að veita fjórar milljónir króna af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu til að styrkja uppsetningu íslensku óperunnar Agnes í tilefni af 40 ára afmæli Íslensku óperunnar.



Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Þar kemur meðal annars fram að á þessum fjörutíu árum hafi 90 óperur verði settar upp á vegum Íslensku óperunnar og sýningar hafi samtals verið 1.100 talsins.



Í tilefni afmælisins er stefnt að því að Íslenska óperan panti sérstaklega nýja óperu af Daníel Bjarnasyni tónskáldi sem muni bera titilinn Agnes. Fyrirhuguð frumsýning er 2023 og er stefnt á að auk íslenskra söngvara muni nokkrir „leiðandi alþjóðlegir listamenn taka þátt í uppfærslunni“. Óperustjóri Íslensku óperunnar er Steinunn Birna Ragnarsdóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.