Borgarstjórinn í Liverpool skammar Gylfa og félaga hans í Everton Arnar Björnsson skrifar 6. desember 2019 16:15 Gylfi Þór Sigurðsson. Getty/Alex Davidson Borgarstjórinn í Liverpool, Joe Anderson, er foxillur út í leikmenn Everton og segir að þeir verði að bera einhverja ábyrgð á slæmu gengi liðsins í úrvalsdeildinni. Anderson er grjótharður stuðningsmaður Everton og segir að leikmenn liðsins klæðist ekki keppnistreyju liðsins af neinu stolti. Hann hefur hitt knattspyrnustjórann, Marco Silva, sem rekinn var í gær og segir að hann sé „fínasti náungi og eigi helminginn af taktískum mistökum og röngum ákvörðunum. En leikmenn sem fái háar fjárhæðir fyrir að spila með liðinu verði að taka sinn hluta af ábyrgðinni. „Flestir stuðningsmennirnir yrðu sáttir ef leikmennirnir gæfu allt í leikina þrátt fyrir að leikurinn tapaðist. En það eru þeir ekki að gera. Það er eitthvað mikið að hjá félaginu, það vantar leiðtoga og leikmenn sem ekki skilja félagið eru keyptir,“ sagði Joe Anderson. Anderson segir að það ætti að hengja upp blað með 5-2 úrslitunum í leiknum við Liverpool í búningsherberginu og segja við þá að þetta er það sem rætt er um ykkur. „Mótherjarnir vita nákvæmlega hvernig á að spila gegn liðinu, ef þeir pressa okkur þá vinna þeir okkur. Það er ekki hægt að spila samba fótbolta ef þú hefur ekki slíka menn í þínum röðum,“ sagði Joe Anderson. Blaðamaður Liverpool Echo spurði borgarstjórann að því hver ætti að taka við liðinu? „Það fer eftir því í hvaða átt liðið ætlar. Ef við ætlum að ráða Maurizio Pocchetino eða Rafa Benitez eigum við að skaffa þeim peninga og láta þá velja þá leikmenn sem þeir vilja nota“. David Moyes, sem stýrði Everton í 11 ár hefur verið nefndur sem líklegur eftirmaður Silva. „Mér fannst Moess fá of harða gagnrýni og ég skil vel að hann hafi yfirgefið liðið til að taka við Manchester United. Hann var með ákveðinn leikstíl þegar engir peningar voru til og ég væri alveg til í að veðja á hann. Moys skilur félagið. Við skulum ekki alveg útiloka Duncan Ferguson, kannski kemur starfið aðeins og snemma fyrir hann. Hann er leiðtogi og kemur til greina“, segir hinn grjótharði borgarstjóri í Liverpool, Joe Anderson. Enski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Borgarstjórinn í Liverpool, Joe Anderson, er foxillur út í leikmenn Everton og segir að þeir verði að bera einhverja ábyrgð á slæmu gengi liðsins í úrvalsdeildinni. Anderson er grjótharður stuðningsmaður Everton og segir að leikmenn liðsins klæðist ekki keppnistreyju liðsins af neinu stolti. Hann hefur hitt knattspyrnustjórann, Marco Silva, sem rekinn var í gær og segir að hann sé „fínasti náungi og eigi helminginn af taktískum mistökum og röngum ákvörðunum. En leikmenn sem fái háar fjárhæðir fyrir að spila með liðinu verði að taka sinn hluta af ábyrgðinni. „Flestir stuðningsmennirnir yrðu sáttir ef leikmennirnir gæfu allt í leikina þrátt fyrir að leikurinn tapaðist. En það eru þeir ekki að gera. Það er eitthvað mikið að hjá félaginu, það vantar leiðtoga og leikmenn sem ekki skilja félagið eru keyptir,“ sagði Joe Anderson. Anderson segir að það ætti að hengja upp blað með 5-2 úrslitunum í leiknum við Liverpool í búningsherberginu og segja við þá að þetta er það sem rætt er um ykkur. „Mótherjarnir vita nákvæmlega hvernig á að spila gegn liðinu, ef þeir pressa okkur þá vinna þeir okkur. Það er ekki hægt að spila samba fótbolta ef þú hefur ekki slíka menn í þínum röðum,“ sagði Joe Anderson. Blaðamaður Liverpool Echo spurði borgarstjórann að því hver ætti að taka við liðinu? „Það fer eftir því í hvaða átt liðið ætlar. Ef við ætlum að ráða Maurizio Pocchetino eða Rafa Benitez eigum við að skaffa þeim peninga og láta þá velja þá leikmenn sem þeir vilja nota“. David Moyes, sem stýrði Everton í 11 ár hefur verið nefndur sem líklegur eftirmaður Silva. „Mér fannst Moess fá of harða gagnrýni og ég skil vel að hann hafi yfirgefið liðið til að taka við Manchester United. Hann var með ákveðinn leikstíl þegar engir peningar voru til og ég væri alveg til í að veðja á hann. Moys skilur félagið. Við skulum ekki alveg útiloka Duncan Ferguson, kannski kemur starfið aðeins og snemma fyrir hann. Hann er leiðtogi og kemur til greina“, segir hinn grjótharði borgarstjóri í Liverpool, Joe Anderson.
Enski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira