Enski boltinn

Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Declan Rice og Riccardo Calafiori verða með liði Arsenal á morgun. Crystal Palace mun sakna krafta Eberechi Eze.
Declan Rice og Riccardo Calafiori verða með liði Arsenal á morgun. Crystal Palace mun sakna krafta Eberechi Eze.

Declan Rice og Riccardo Calafiori verða báðir klárir í slaginn á morgun þegar Arsenal heimsækir Crystal Palace. Heimamenn verða hins án vegar án Eberechi Eze. Liðin eru að mætast í annað sinn í vikuni.

Declan Rice fór meiddur af velli eftir rúmar sextíu mínútur síðasta laugardag gegn Everton og gat ekki tekið þátt í bikarleiknum gegn Crystal Palace á miðvikudag, sem Arsenal vann 3-2 á heimavelli.

Rice hefur ekki látið meiðsli mikið á sig fá á þessu tímabili og spilaði til dæmis fljótlega eftir að hafa brotið tá. Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, greindi líka frá því í dag að Rice myndi spila leikinn á morgun. Sem og Riccardo Calafiori en hann hefur ekki spilað síðan gegn West Ham þann 30. nóvember.

Eberechi Eze hjá Crystal Palace varð fyrir meiðslum síðasta sunnudag gegn Brighton. og haltraði af velli eftir um sextíu mínútur. Þrátt fyrir það var hann í byrjunarliðinu gegn Arsenal í bikarnum á miðvikudag, sem olli bakslagi í batann.

Oliver Glasner, þjálfari liðsins, greindi frá því á blaðamannafundi í dag að Eze yrði ekki í leikmannahópnum á morgun, hann verði vonandi klár í næsta leik gegn Bournemouth því liðið þurfi sannarlega á honum að halda.

Leikur Crystal Palace og Arsenal hefst klukkan 17:30 á morgun, laugardag, og verður í beinni textalýsingu á Vísi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×