Spyrja hvort verið sé að tryggja að Haraldur kjafti ekki frá Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. desember 2019 18:11 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni. Mynd/Stöð 2 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar ræddu mál Haraldar Johannessen fráfarandi ríkislögreglustjóra í Víglínunni í dag. Þar tengdu þær starfslokasamninginn við ummæli hans í viðtali við Morgunblaðið um spillingu innan lögreglunnar. „Ég hjó eftir því að menntamálaráðherra hefur enga skoðun á þessu máli og skipar þessu inn í þetta fjölskipaða stjórnvald sem ríkisstjórnin er,“ segir Helga Vala og minnti á að ráðherrar séu líka þingmenn. „Þeir eru kosnir inn til að hafa ákveðnar skoðanir á málum. Ég er orðin svolítið þreytt á þessum svörum ríkisstjórnarinnar að hafa ekki skoðun á alls konar málum. Auðvitað varðar þetta framtíð eins manns í embætti. Og hef sagt allan tímann að þetta embætti, yfirmaður löggæslumála á Íslandi, er bara miklu stærri en þessi einstaka persóna.“ Hún segir algengt að festast of mikið í þessu persónulega, að passa svo mikið upp á persónurnar í stað þess að horfa á þetta heildstætt. „Og skapa traust og segja, er vinnufriður á stöðinni? Getum við haldið áfram með þetta svona?“ Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra var gestur Heimis Más í fyrri hluta Víglínunnar og sagði hún þá meðal annars „Það sem skiptir mestu máli er að þarna eru að eiga sér stað ákveðnar breytingar.“ Aðspurð hvort þetta hafi verið besta leiðin til þess að losna við ríkislögreglustjóra svarar Lilja: „Ég er ekki búin að skoða þetta mál í kjölinn ef ég á að segja alveg eins og er.“ Lilja Alfreðsdóttir var gestur í Víglínunni í dag.Mynd/Stöð 2Meðtekið sem hótun Þórhildur Sunna veltir fyrir sér tengingunni á milli starfslokagreiðslunnar og viðtalsins sem Haraldur hafði nefnt að gæti komið ef til starfsloka hans kæmi. „Í fyrsta lagi erum við náttúrulega að tala um mann sem sagði í blaðaviðtali sem að ég trúi ekki öðru en að hann hafi fengið að lesa yfir áður en var birt, að það sé efni í sérstakt viðtal ef til starfsloka kemur vegna þessara ásakana. Það myndi kalla á annað og dýpra viðtal um það sem hefur gengið á bakvið tjöldin.“ Hún segir að hún lesi sjálf beina hótun úr þessu. „Það eru margir sem lesa beina hótun út úr þessu, ef að ég verð rekinn þá kemur einhver skítur upp á yfirborðið. Það er svona nokkurn veginn þannig sem að maður allavega meðtekur þetta. Þá spyr maður sig þegar hann fær svona kostakjör við það að fá að hætta í vinnunni, hvað þýðir það? Það eru svo gott sem allir lögreglustjórar á landinu búnir að lýsa yfir vantrausti á þennan mann. Þess vegna finnst mér skjóta skökku við og vera frekar vond skilaboð til löggæslunnar í landinu að velja hann svo sem sérstakan ráðgjafa í löggæslumálum, um framtíð jafnvel yfirlýstra andstæðinga sinna, fólks sem hann hefur talað niður til endurtekið í blaðaviðtali.“ Þórhildur Sunna þetta senda slæm skilaboð til hópsins sem tók það fágæta skref að lýsa yfir vantrausti á sinn æðsta yfirmann, að hann fái svo að hafa áhrif á þeirra framtíð.Haraldur Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóri.Vísir/VilhelmLagt niður eftir korter Í kveðjubréfi sínu kom Haraldur fram með hugmyndir sínar um að hafa í landinu eitt umdæmi og einn lögreglustjóra. „Mér finnst þetta bara ekki góð hugmynd, bara alls ekki, Af því að valdið sem þar er, er einfaldlega of mikið. Það er ótrúlega mikilvægt starf sem þarna á sér stað, þetta er rannsókn á öllu beinlínis.“ segir Helga Vala. „Það sem mér finnst líka skrítið við þetta er að þegar þetta mál kom upp að þá sagði þá glænýr dómsmálaráðherra, Áslaug Arna, að hennar hugmyndir væru að leggja niður þetta embætti og sameina embætti þannig að það væri ekki lengur ríkislögreglustjóri.“ Hún veltir fyrir sér af hverju farið var í að gera starfslokasamning við Harald, eins og hann væri í fullu starfi í tvö ár. „Þetta kostar 57 milljónir króna, sem er alveg ótrúlega mikill peningur ef maður ber þetta saman við ýmislegt annað. Þetta er miklu meira en var núna til dæmis verið að setja inn í geðheilbrigðismál fanga í öllum fangelsum landsins og haldinn blaðamannafundur og ríkisstjórnin svona hampaði sér mjög af því. Af hverju er farið í það ef á að leggja niður embættið eftir korter?“„Af hverju?“ Hún bendir einnig á að venjan sé að viðkomandi sé í 12 mánuði á launum þegar embætti séu lögð niður. Tekur hún því undir vangaveltur Þórhildar Sunnu um viðtalið sem birtist við Harald. „Þarna eru þetta 24 mánuðir? Af hverju? Er það vegna eins og Þórhildur Sunna segir, til þess að fá manninn til að kjafta ekki frá? Er það í þágu okkar að hann kjafti ekki frá? Ef að það eru spillingarmál innan lögreglunnar, þá held ég að við eigum heimtingu á því að maðurinn kjafti frá,“ segir Helga Vala. „Hann talaði beint um spillingu innan lögreglunnar og svo fór hann að draga í land með það. En hann hefur aldrei viljað útskýra það hvað hann ætti við með þessum ummælum sínum,“ bætir Þórhildur Sunna við. Hún segir að með þessu hafi verið að byrja á öfugum enda, þar sem farið var af stað í þessar breytingar áður en niðurstöður Ríkisendurskoðunar. „Af hverju er maðurinn ekki bara beðinn að stíga til hliðar á meðan málið er rannsakað? Ég held að það hefði átt að gera það þannig,“ segir Helga Vala. Alþingi Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Víglínan Tengdar fréttir Fjárlaganefnd óskar svara um starfslokasamning Fjárlaganefnd Alþingis hefur óskað eftir svörum frá dómsmálaráðherra um starfslokasamning ríkislögreglustjóra. Nefndin vill meðal annars vita hvernig samningurinn sé fjármagnaður og hver heildarupphæðin sé 5. desember 2019 11:57 Þingmenn segja starfslokasamning við ríkislögreglustjóra furðulegan Alvarlegar athugasemdir voru gerðar við starfslokasamning dómsmálaráðherra við ríkislögreglustjóra í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 4. desember 2019 18:35 Ráðuneytið segir Harald fá 57 milljónir í stað 105 Kostnaður ríkisins vegna starfslokasamnings Haraldar Johannessens, fráfarandi ríkislögreglustjóra, er talinn verða 56,7 milljónir króna með launatengdum gjöldum. 5. desember 2019 20:30 Starfslokasamningur Haraldar upp á 57 milljónir Svar hefur borist frá Dómsmálaráðuneytinu. 5. desember 2019 15:47 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar ræddu mál Haraldar Johannessen fráfarandi ríkislögreglustjóra í Víglínunni í dag. Þar tengdu þær starfslokasamninginn við ummæli hans í viðtali við Morgunblaðið um spillingu innan lögreglunnar. „Ég hjó eftir því að menntamálaráðherra hefur enga skoðun á þessu máli og skipar þessu inn í þetta fjölskipaða stjórnvald sem ríkisstjórnin er,“ segir Helga Vala og minnti á að ráðherrar séu líka þingmenn. „Þeir eru kosnir inn til að hafa ákveðnar skoðanir á málum. Ég er orðin svolítið þreytt á þessum svörum ríkisstjórnarinnar að hafa ekki skoðun á alls konar málum. Auðvitað varðar þetta framtíð eins manns í embætti. Og hef sagt allan tímann að þetta embætti, yfirmaður löggæslumála á Íslandi, er bara miklu stærri en þessi einstaka persóna.“ Hún segir algengt að festast of mikið í þessu persónulega, að passa svo mikið upp á persónurnar í stað þess að horfa á þetta heildstætt. „Og skapa traust og segja, er vinnufriður á stöðinni? Getum við haldið áfram með þetta svona?“ Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra var gestur Heimis Más í fyrri hluta Víglínunnar og sagði hún þá meðal annars „Það sem skiptir mestu máli er að þarna eru að eiga sér stað ákveðnar breytingar.“ Aðspurð hvort þetta hafi verið besta leiðin til þess að losna við ríkislögreglustjóra svarar Lilja: „Ég er ekki búin að skoða þetta mál í kjölinn ef ég á að segja alveg eins og er.“ Lilja Alfreðsdóttir var gestur í Víglínunni í dag.Mynd/Stöð 2Meðtekið sem hótun Þórhildur Sunna veltir fyrir sér tengingunni á milli starfslokagreiðslunnar og viðtalsins sem Haraldur hafði nefnt að gæti komið ef til starfsloka hans kæmi. „Í fyrsta lagi erum við náttúrulega að tala um mann sem sagði í blaðaviðtali sem að ég trúi ekki öðru en að hann hafi fengið að lesa yfir áður en var birt, að það sé efni í sérstakt viðtal ef til starfsloka kemur vegna þessara ásakana. Það myndi kalla á annað og dýpra viðtal um það sem hefur gengið á bakvið tjöldin.“ Hún segir að hún lesi sjálf beina hótun úr þessu. „Það eru margir sem lesa beina hótun út úr þessu, ef að ég verð rekinn þá kemur einhver skítur upp á yfirborðið. Það er svona nokkurn veginn þannig sem að maður allavega meðtekur þetta. Þá spyr maður sig þegar hann fær svona kostakjör við það að fá að hætta í vinnunni, hvað þýðir það? Það eru svo gott sem allir lögreglustjórar á landinu búnir að lýsa yfir vantrausti á þennan mann. Þess vegna finnst mér skjóta skökku við og vera frekar vond skilaboð til löggæslunnar í landinu að velja hann svo sem sérstakan ráðgjafa í löggæslumálum, um framtíð jafnvel yfirlýstra andstæðinga sinna, fólks sem hann hefur talað niður til endurtekið í blaðaviðtali.“ Þórhildur Sunna þetta senda slæm skilaboð til hópsins sem tók það fágæta skref að lýsa yfir vantrausti á sinn æðsta yfirmann, að hann fái svo að hafa áhrif á þeirra framtíð.Haraldur Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóri.Vísir/VilhelmLagt niður eftir korter Í kveðjubréfi sínu kom Haraldur fram með hugmyndir sínar um að hafa í landinu eitt umdæmi og einn lögreglustjóra. „Mér finnst þetta bara ekki góð hugmynd, bara alls ekki, Af því að valdið sem þar er, er einfaldlega of mikið. Það er ótrúlega mikilvægt starf sem þarna á sér stað, þetta er rannsókn á öllu beinlínis.“ segir Helga Vala. „Það sem mér finnst líka skrítið við þetta er að þegar þetta mál kom upp að þá sagði þá glænýr dómsmálaráðherra, Áslaug Arna, að hennar hugmyndir væru að leggja niður þetta embætti og sameina embætti þannig að það væri ekki lengur ríkislögreglustjóri.“ Hún veltir fyrir sér af hverju farið var í að gera starfslokasamning við Harald, eins og hann væri í fullu starfi í tvö ár. „Þetta kostar 57 milljónir króna, sem er alveg ótrúlega mikill peningur ef maður ber þetta saman við ýmislegt annað. Þetta er miklu meira en var núna til dæmis verið að setja inn í geðheilbrigðismál fanga í öllum fangelsum landsins og haldinn blaðamannafundur og ríkisstjórnin svona hampaði sér mjög af því. Af hverju er farið í það ef á að leggja niður embættið eftir korter?“„Af hverju?“ Hún bendir einnig á að venjan sé að viðkomandi sé í 12 mánuði á launum þegar embætti séu lögð niður. Tekur hún því undir vangaveltur Þórhildar Sunnu um viðtalið sem birtist við Harald. „Þarna eru þetta 24 mánuðir? Af hverju? Er það vegna eins og Þórhildur Sunna segir, til þess að fá manninn til að kjafta ekki frá? Er það í þágu okkar að hann kjafti ekki frá? Ef að það eru spillingarmál innan lögreglunnar, þá held ég að við eigum heimtingu á því að maðurinn kjafti frá,“ segir Helga Vala. „Hann talaði beint um spillingu innan lögreglunnar og svo fór hann að draga í land með það. En hann hefur aldrei viljað útskýra það hvað hann ætti við með þessum ummælum sínum,“ bætir Þórhildur Sunna við. Hún segir að með þessu hafi verið að byrja á öfugum enda, þar sem farið var af stað í þessar breytingar áður en niðurstöður Ríkisendurskoðunar. „Af hverju er maðurinn ekki bara beðinn að stíga til hliðar á meðan málið er rannsakað? Ég held að það hefði átt að gera það þannig,“ segir Helga Vala.
Alþingi Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Víglínan Tengdar fréttir Fjárlaganefnd óskar svara um starfslokasamning Fjárlaganefnd Alþingis hefur óskað eftir svörum frá dómsmálaráðherra um starfslokasamning ríkislögreglustjóra. Nefndin vill meðal annars vita hvernig samningurinn sé fjármagnaður og hver heildarupphæðin sé 5. desember 2019 11:57 Þingmenn segja starfslokasamning við ríkislögreglustjóra furðulegan Alvarlegar athugasemdir voru gerðar við starfslokasamning dómsmálaráðherra við ríkislögreglustjóra í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 4. desember 2019 18:35 Ráðuneytið segir Harald fá 57 milljónir í stað 105 Kostnaður ríkisins vegna starfslokasamnings Haraldar Johannessens, fráfarandi ríkislögreglustjóra, er talinn verða 56,7 milljónir króna með launatengdum gjöldum. 5. desember 2019 20:30 Starfslokasamningur Haraldar upp á 57 milljónir Svar hefur borist frá Dómsmálaráðuneytinu. 5. desember 2019 15:47 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Fjárlaganefnd óskar svara um starfslokasamning Fjárlaganefnd Alþingis hefur óskað eftir svörum frá dómsmálaráðherra um starfslokasamning ríkislögreglustjóra. Nefndin vill meðal annars vita hvernig samningurinn sé fjármagnaður og hver heildarupphæðin sé 5. desember 2019 11:57
Þingmenn segja starfslokasamning við ríkislögreglustjóra furðulegan Alvarlegar athugasemdir voru gerðar við starfslokasamning dómsmálaráðherra við ríkislögreglustjóra í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 4. desember 2019 18:35
Ráðuneytið segir Harald fá 57 milljónir í stað 105 Kostnaður ríkisins vegna starfslokasamnings Haraldar Johannessens, fráfarandi ríkislögreglustjóra, er talinn verða 56,7 milljónir króna með launatengdum gjöldum. 5. desember 2019 20:30
Starfslokasamningur Haraldar upp á 57 milljónir Svar hefur borist frá Dómsmálaráðuneytinu. 5. desember 2019 15:47