Sameiginlegir hagsmunir með borginni gerðu RÚV gjaldfært Ari Brynjólfsson skrifar 22. nóvember 2019 06:00 Framkvæmdir hófust í nóvember 2016. Fréttablaðið/Anton Brink Sameiginlegir hagsmunir Ríkisútvarpsins og Reykjavíkurborgar urðu til þess að byggt var íbúðarhúsnæði á lóðum í kringum Útvarpshúsið í Efstaleiti. Með samningnum við Reykjavíkurborg varð RÚV sér úti um 1,5 milljarða króna sem afstýrði því að stofnunin yrði ógjaldfær. Fram kemur í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar að heildarsöluverðmæti byggingaréttarins hafi numið nærri tveimur milljörðum króna. Kostaði það RÚV 495 milljónir til að gera lóðina söluhæfa. Í skýrslunni segir að það sé athyglisvert að Reykjavíkurborg geri ekki kröfu um þátttöku RÚV í stofnkostnaði innviða, en það er sérstaklega tekið fram í samningnum. Framkvæmdaraðili á lóðinni greiddi borginni alls 523 milljónir króna í gatnagerðargjöld. Lóðin sem um ræðir er 5,9 hektarar, sem er nokkru stærra en Útvarpshúsið að flatarmáli. Upphaf málsins má rekja til erindis sem borgin sendi á ríkisstjórnina árið 2013 um ríkislóðir til að byggja á. Lóðin í kringum Útvarpshúsið var sú fyrsta sem samningar náðust um. Fram kemur í svari borgarinnar við fyrirspurn Fréttablaðsins að Ríkisútvarpið ohf. hafi verið skráður eigandi lóðarinnar í heild sinni. Reykjavíkurborg átti ekki rétt á að afturkalla lóðina vegna ákvæða í samningi frá 1995, sem var breytt útgáfa samnings frá 1990 sem kvað á um að borgin fengi lóðina aftur árið 2040. Það hafi verið sameiginlegir hagsmunir beggja að vinna nýtt skipulag og fjölga íbúðum á svæðinu. Reykjavíkurborg fékk land til að þétta byggð á, 20 prósent af byggingaréttinum og rétt til byggingar félagslegra íbúa. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Stjórnsýsla Tengdar fréttir RÚV brýtur lög að mati ríkisendurskoðanda Dökkgrá skýrsla um Ríkisútvarpið ohf. er komin út. 20. nóvember 2019 11:51 Stjórn RÚV undirbýr stofnun dótturfélags Ríkisútvarpið brýtur lög með því að vera ekki með samkeppnisrekstur í dótturfélagi. Vinnuhópur um stofnun dótturfélags verður skipaður í næstu viku. RÚV hefði orðið ógjaldfært ef ekki hefði komið til lóðasala í Efstaleiti. 21. nóvember 2019 08:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Fleiri fréttir Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Sjá meira
Sameiginlegir hagsmunir Ríkisútvarpsins og Reykjavíkurborgar urðu til þess að byggt var íbúðarhúsnæði á lóðum í kringum Útvarpshúsið í Efstaleiti. Með samningnum við Reykjavíkurborg varð RÚV sér úti um 1,5 milljarða króna sem afstýrði því að stofnunin yrði ógjaldfær. Fram kemur í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar að heildarsöluverðmæti byggingaréttarins hafi numið nærri tveimur milljörðum króna. Kostaði það RÚV 495 milljónir til að gera lóðina söluhæfa. Í skýrslunni segir að það sé athyglisvert að Reykjavíkurborg geri ekki kröfu um þátttöku RÚV í stofnkostnaði innviða, en það er sérstaklega tekið fram í samningnum. Framkvæmdaraðili á lóðinni greiddi borginni alls 523 milljónir króna í gatnagerðargjöld. Lóðin sem um ræðir er 5,9 hektarar, sem er nokkru stærra en Útvarpshúsið að flatarmáli. Upphaf málsins má rekja til erindis sem borgin sendi á ríkisstjórnina árið 2013 um ríkislóðir til að byggja á. Lóðin í kringum Útvarpshúsið var sú fyrsta sem samningar náðust um. Fram kemur í svari borgarinnar við fyrirspurn Fréttablaðsins að Ríkisútvarpið ohf. hafi verið skráður eigandi lóðarinnar í heild sinni. Reykjavíkurborg átti ekki rétt á að afturkalla lóðina vegna ákvæða í samningi frá 1995, sem var breytt útgáfa samnings frá 1990 sem kvað á um að borgin fengi lóðina aftur árið 2040. Það hafi verið sameiginlegir hagsmunir beggja að vinna nýtt skipulag og fjölga íbúðum á svæðinu. Reykjavíkurborg fékk land til að þétta byggð á, 20 prósent af byggingaréttinum og rétt til byggingar félagslegra íbúa.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Stjórnsýsla Tengdar fréttir RÚV brýtur lög að mati ríkisendurskoðanda Dökkgrá skýrsla um Ríkisútvarpið ohf. er komin út. 20. nóvember 2019 11:51 Stjórn RÚV undirbýr stofnun dótturfélags Ríkisútvarpið brýtur lög með því að vera ekki með samkeppnisrekstur í dótturfélagi. Vinnuhópur um stofnun dótturfélags verður skipaður í næstu viku. RÚV hefði orðið ógjaldfært ef ekki hefði komið til lóðasala í Efstaleiti. 21. nóvember 2019 08:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Fleiri fréttir Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Sjá meira
RÚV brýtur lög að mati ríkisendurskoðanda Dökkgrá skýrsla um Ríkisútvarpið ohf. er komin út. 20. nóvember 2019 11:51
Stjórn RÚV undirbýr stofnun dótturfélags Ríkisútvarpið brýtur lög með því að vera ekki með samkeppnisrekstur í dótturfélagi. Vinnuhópur um stofnun dótturfélags verður skipaður í næstu viku. RÚV hefði orðið ógjaldfært ef ekki hefði komið til lóðasala í Efstaleiti. 21. nóvember 2019 08:00