Formúla 1

Yngsti verðlaunapallur sögunnar

Bragi Þórðarson skrifar
Verstappen og Gasly fagna á pallinum í Brasilíu.
Verstappen og Gasly fagna á pallinum í Brasilíu. Vísir/Getty
Aldrei hafa þeir þrír ökumenn sem klára kappakstur í fyrsta, öðru og þriðja sæti verið yngri en þremenningarnir sem náðu verðlaunapalli í brasilíska kappakstrinum um helgina.

Þeir Max Verstappen, Pierre Gasly og Carlos Sainz enduðu í þremur efstu sætunum í kaósinu í Brasilíu um síðustu helgi.

Elstur þeirra er Sainz, sem er þó aðeins fæddur árið 1994. Meðalaldur þeirra er rúmlega 23 ár, u.þ.b. þremur mánuðum minna en gamla metið.

Það met er frá ítalska kappakstrinum árið 2008 þegar Sebastian Vettel tryggði sér sinn fyrsta sigur í rigningunni á Monza, þá með Toro Rosso. Með honum á pallinum voru Heikki Kovalainen og Robert Kubica.


Tengdar fréttir

Myndband: Red Bull sló heimsmetið í þriðja sinn

Það var mikill fögnuður í herbúðum Red Bull um helgina. Ekki nóg með að Max Verstappen vann brasilíska kappaksturinn heldur setti liðið einnig nýtt heimsmet fyrir hraðasta þjónustuhlé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×