Hagi mætir á Laugardalsvöll rúmum 20 árum eftir að pabbi hans fór illa með okkur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. nóvember 2019 14:01 Hagi-feðgarnir eru báðir númer tíu. vísir/getty Gheorghe Hagi, besti fótboltamaður Rúmeníu, fór illa með Ísland þegar liðin mættust í undankeppni HM 1998. Rúmenía vann báða leikina 4-0 og Hagi skoraði þrjú af átta mörkum Rúmena í leikjunum tveimur. Á þessum tíma voru Rúmenar með eitt besta lið heims.Ísland og Rúmenía mætast í undanúrslitum umspils um sæti á EM 2020 26. mars á næsta ári. Það verður fyrsti leikur liðanna síðan 1997. Einn af bestu ungu leikmönnum Rúmeníu er Ianis Hagi, sonur áðurnefnds Gheorghes Hagi. Strákurinn fæddist 22. október 1998 í Istanbúl þar sem faðir hans lék með Galatasary.Ianis Hagi er ein skærasta stjarna rúmenska landsliðsins.vísir/gettyIanis Hagi er framliggjandi miðjumaður eins og pabbi sinn og leikur í treyju númer tíu hjá landsliðinu eins og hann. Hagi yngri hóf ferilinn hjá Viitorul Constanța, félagi sem Gheorghe Hagi stofnaði 2009. Hagi hefur þjálfað Viitorul Constanța síðan 2014. Þess má geta að Gheorghe Popescu, fyrrverandi samherji Hagis í rúmenska landsliðinu og hjá Barcelona, er stjórnarformaður félagsins. Hagi yngri fór til Fiorentina þar sem hann fékk fá tækifæri. Hann sneri aftur til Viitorul Constanța 2018 en fór svo til Genk í Belgíu í sumar. Hann hefur leikið með liðinu í Meistaradeild Evrópu í vetur. Ianis Hagi hefur leikið tíu A-landsleiki fyrir Rúmeníu og verður væntanlega í rúmenska liðinu sem kemur til Íslands í lok mars á næsta ári. Hann var í lykilhlutverki í rúmenska U-21 árs landsliðinu sem komst í undanúrslit á EM í sumar.Gheorghe Hagi í leik gegn Argentínu á HM 1994. Þar komst Rúmeníu í 8-liða úrslit.vísir/gettySvo gæti reyndar farið að Hagi-feðgarnir verði báðir á Laugardalsvellinum. Rúmenía er án landsliðsþjálfara og Gheorghe Hagi hefur verið orðaður við stöðuna. Hann stýrði rúmenska landsliðinu í fjórum leikjum 2001. Gheorghe Hagi, sem var stundum kallaður Maradona Karpatafjallanna, lék 124 landsleiki á árunum 1983-2000 og skoraði 35 mörk. Hann er markahæsti landsliðsmaður Rúmeníu ásamt Adrian Mutu. Hagi lék með rúmenska landsliðinu á þremur heimsmeistaramótum og þremur Evrópumótum. Hagi er einn fárra leikmanna sem hafa bæði leikið með Barcelona og Real Madrid. Síðustu ár ferilsins lék hann með Galatasary þar sem hann varð fjórum sinnum tyrkneskur meistari og vann Evrópukeppni félagsliða 2000. EM 2020 í fótbolta Laugardalsvöllur Tengdar fréttir Strákarnir mæta Rúmenum í umspilinu Ísland og Rúmeníu mætast í undanúrslitum umspils um sæti á EM 26. mars 2020. 22. nóvember 2019 11:15 Rúmenar þjálfaralausir Rúmenía er án þjálfara þegar fjórir mánuðir eru í leikinn mikilvæga gegn Íslandi í EM-umspilinu. 22. nóvember 2019 12:41 Rúmenar ellefu sætum fyrir ofan Íslendinga á heimslistanum Rúmenía er í 29. sæti styrkleikalista FIFA en Ísland í því fertugasta. 22. nóvember 2019 11:38 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sjá meira
Gheorghe Hagi, besti fótboltamaður Rúmeníu, fór illa með Ísland þegar liðin mættust í undankeppni HM 1998. Rúmenía vann báða leikina 4-0 og Hagi skoraði þrjú af átta mörkum Rúmena í leikjunum tveimur. Á þessum tíma voru Rúmenar með eitt besta lið heims.Ísland og Rúmenía mætast í undanúrslitum umspils um sæti á EM 2020 26. mars á næsta ári. Það verður fyrsti leikur liðanna síðan 1997. Einn af bestu ungu leikmönnum Rúmeníu er Ianis Hagi, sonur áðurnefnds Gheorghes Hagi. Strákurinn fæddist 22. október 1998 í Istanbúl þar sem faðir hans lék með Galatasary.Ianis Hagi er ein skærasta stjarna rúmenska landsliðsins.vísir/gettyIanis Hagi er framliggjandi miðjumaður eins og pabbi sinn og leikur í treyju númer tíu hjá landsliðinu eins og hann. Hagi yngri hóf ferilinn hjá Viitorul Constanța, félagi sem Gheorghe Hagi stofnaði 2009. Hagi hefur þjálfað Viitorul Constanța síðan 2014. Þess má geta að Gheorghe Popescu, fyrrverandi samherji Hagis í rúmenska landsliðinu og hjá Barcelona, er stjórnarformaður félagsins. Hagi yngri fór til Fiorentina þar sem hann fékk fá tækifæri. Hann sneri aftur til Viitorul Constanța 2018 en fór svo til Genk í Belgíu í sumar. Hann hefur leikið með liðinu í Meistaradeild Evrópu í vetur. Ianis Hagi hefur leikið tíu A-landsleiki fyrir Rúmeníu og verður væntanlega í rúmenska liðinu sem kemur til Íslands í lok mars á næsta ári. Hann var í lykilhlutverki í rúmenska U-21 árs landsliðinu sem komst í undanúrslit á EM í sumar.Gheorghe Hagi í leik gegn Argentínu á HM 1994. Þar komst Rúmeníu í 8-liða úrslit.vísir/gettySvo gæti reyndar farið að Hagi-feðgarnir verði báðir á Laugardalsvellinum. Rúmenía er án landsliðsþjálfara og Gheorghe Hagi hefur verið orðaður við stöðuna. Hann stýrði rúmenska landsliðinu í fjórum leikjum 2001. Gheorghe Hagi, sem var stundum kallaður Maradona Karpatafjallanna, lék 124 landsleiki á árunum 1983-2000 og skoraði 35 mörk. Hann er markahæsti landsliðsmaður Rúmeníu ásamt Adrian Mutu. Hagi lék með rúmenska landsliðinu á þremur heimsmeistaramótum og þremur Evrópumótum. Hagi er einn fárra leikmanna sem hafa bæði leikið með Barcelona og Real Madrid. Síðustu ár ferilsins lék hann með Galatasary þar sem hann varð fjórum sinnum tyrkneskur meistari og vann Evrópukeppni félagsliða 2000.
EM 2020 í fótbolta Laugardalsvöllur Tengdar fréttir Strákarnir mæta Rúmenum í umspilinu Ísland og Rúmeníu mætast í undanúrslitum umspils um sæti á EM 26. mars 2020. 22. nóvember 2019 11:15 Rúmenar þjálfaralausir Rúmenía er án þjálfara þegar fjórir mánuðir eru í leikinn mikilvæga gegn Íslandi í EM-umspilinu. 22. nóvember 2019 12:41 Rúmenar ellefu sætum fyrir ofan Íslendinga á heimslistanum Rúmenía er í 29. sæti styrkleikalista FIFA en Ísland í því fertugasta. 22. nóvember 2019 11:38 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sjá meira
Strákarnir mæta Rúmenum í umspilinu Ísland og Rúmeníu mætast í undanúrslitum umspils um sæti á EM 26. mars 2020. 22. nóvember 2019 11:15
Rúmenar þjálfaralausir Rúmenía er án þjálfara þegar fjórir mánuðir eru í leikinn mikilvæga gegn Íslandi í EM-umspilinu. 22. nóvember 2019 12:41
Rúmenar ellefu sætum fyrir ofan Íslendinga á heimslistanum Rúmenía er í 29. sæti styrkleikalista FIFA en Ísland í því fertugasta. 22. nóvember 2019 11:38