„Metnaður og samkennd er það sem við þurfum“ Stefán Ó. Jónsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 23. nóvember 2019 18:45 Mótmælendur kröfðust afsagnar sjávarútvegsráðherra og nýrrar stjórnarskrár á fjöldafundi á Austurvelli í dag, þangað sem áætlað er að um fjögur þúsund manns hafi lagt leið sína. Það var margt um manninn á Austurvelli í dag þegar sjö félagasamtök blésu þar til mótmæla; Krafan var ný stjórnarskrá á grunni tillagna sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012, spjótin beindust að sjávarútvegsráðherra og voru afhjúpanir Samherjaskjalanna ræðumönnum ofarlega í huga. „Og græðgi er ekki góð þó að Hólmsteinar þessa lands hafi sannfært okkur um það og þó að fjármálaráðherra þessa lands hafi verið alinn upp við það þá er græðgði ekki góð. Metnaður og samkennd er það sem við þurfum,“ sagði blaðamaðurinn Atli Þór Fanndal.Fjölmenni var á Austurvelli í dag.Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, tók einnig til máls. „Forsætisráðherra segir að aldrei sé hægt að koma í veg fyrir að maður þekki mann á Íslandi, að maður hringi í mann til að spyrja hvernig honum líði „elsku vinur“. Hún hefði átt að segja „látið nú nú ekki svona. Auðvitað þekkir útgerðarauðvaldið sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins““. Ræðumennirnir fjórir Sólveig Anna, Atli Þór, Auður Anna Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar og lögmaðurinn Þórður Már Jónsson fóru hörðum orðum um stjórnmálastéttina og tóku fulltrúar stéttarinnar kröfu fundarins til síns. „Allt það sem er að gerast á 100 prósent rétt á sér. Þess vegna er ég hér,“ sagði Inga Sæland, formaður flokksins í samtali við fréttastofu á Austurvelli.Kröfur fundamanna.Stöð 2/Grafík.„Það gengur ekki ráðherra þjóðarinnar haldi áfram að bera eitthvað bull á borð þjóðarinnar. En auðvitað, það sen við sjáum hér er skýlaus krafa um að fá nýju stjórnarskránna okkar strax sem við höfum verið að kalla eftir mjög lengi og sömuleiðis að það sé kominn tími til þess að Kristján Þór taki pokann sinn,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaðu Pírata. Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins fór með fundarstjórn. „Í nýju stjórnarskránni er auðlindaákvæði sem kveður á um það að auðlindirnar skuli vera nýttar með sjálfbærum hætti gegn fullu verði sem þýðir markaðsverð og að þjóðin skuli njóta arðsins af þeim. Það er sú krafa sem að Íslendingar hafa gert í áratugi og hefur ekki verið mætt, eins og hefur útskýrt ágætlega í ræðunum í dag. Það er sú krafa sem við gerum áfram,“ sagði Katrín Að loknu tónlistarinnslagi frá Hatara voru þrjár kröfur bornar undir fundinn til samþykktar; að sjávarútvegsráðherra víki, alþingi hlíti niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar árið 2012 og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda renni til þjóðarinnar.Útsendingu Vísis frá mótmælunum má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Reykjavík Samherjaskjölin Stjórnarskrá Tengdar fréttir Samherji „ein best smurða svikamylla samtímans“ Hatari kom fram á mótmælunum á Austurvelli í dag og tóku lagið Svikamylla, Samherja til heiðurs. 23. nóvember 2019 15:48 Bein útsending frá mótmælum á Austurvelli Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan 14 í dag þar sem krafist er afsagnar sjávarútvegsráðherra og ítrekað beiðni um nýja og endurskoðaða stjórnarskrá. 23. nóvember 2019 13:08 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Mótmælendur kröfðust afsagnar sjávarútvegsráðherra og nýrrar stjórnarskrár á fjöldafundi á Austurvelli í dag, þangað sem áætlað er að um fjögur þúsund manns hafi lagt leið sína. Það var margt um manninn á Austurvelli í dag þegar sjö félagasamtök blésu þar til mótmæla; Krafan var ný stjórnarskrá á grunni tillagna sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012, spjótin beindust að sjávarútvegsráðherra og voru afhjúpanir Samherjaskjalanna ræðumönnum ofarlega í huga. „Og græðgi er ekki góð þó að Hólmsteinar þessa lands hafi sannfært okkur um það og þó að fjármálaráðherra þessa lands hafi verið alinn upp við það þá er græðgði ekki góð. Metnaður og samkennd er það sem við þurfum,“ sagði blaðamaðurinn Atli Þór Fanndal.Fjölmenni var á Austurvelli í dag.Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, tók einnig til máls. „Forsætisráðherra segir að aldrei sé hægt að koma í veg fyrir að maður þekki mann á Íslandi, að maður hringi í mann til að spyrja hvernig honum líði „elsku vinur“. Hún hefði átt að segja „látið nú nú ekki svona. Auðvitað þekkir útgerðarauðvaldið sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins““. Ræðumennirnir fjórir Sólveig Anna, Atli Þór, Auður Anna Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar og lögmaðurinn Þórður Már Jónsson fóru hörðum orðum um stjórnmálastéttina og tóku fulltrúar stéttarinnar kröfu fundarins til síns. „Allt það sem er að gerast á 100 prósent rétt á sér. Þess vegna er ég hér,“ sagði Inga Sæland, formaður flokksins í samtali við fréttastofu á Austurvelli.Kröfur fundamanna.Stöð 2/Grafík.„Það gengur ekki ráðherra þjóðarinnar haldi áfram að bera eitthvað bull á borð þjóðarinnar. En auðvitað, það sen við sjáum hér er skýlaus krafa um að fá nýju stjórnarskránna okkar strax sem við höfum verið að kalla eftir mjög lengi og sömuleiðis að það sé kominn tími til þess að Kristján Þór taki pokann sinn,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaðu Pírata. Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins fór með fundarstjórn. „Í nýju stjórnarskránni er auðlindaákvæði sem kveður á um það að auðlindirnar skuli vera nýttar með sjálfbærum hætti gegn fullu verði sem þýðir markaðsverð og að þjóðin skuli njóta arðsins af þeim. Það er sú krafa sem að Íslendingar hafa gert í áratugi og hefur ekki verið mætt, eins og hefur útskýrt ágætlega í ræðunum í dag. Það er sú krafa sem við gerum áfram,“ sagði Katrín Að loknu tónlistarinnslagi frá Hatara voru þrjár kröfur bornar undir fundinn til samþykktar; að sjávarútvegsráðherra víki, alþingi hlíti niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar árið 2012 og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda renni til þjóðarinnar.Útsendingu Vísis frá mótmælunum má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Reykjavík Samherjaskjölin Stjórnarskrá Tengdar fréttir Samherji „ein best smurða svikamylla samtímans“ Hatari kom fram á mótmælunum á Austurvelli í dag og tóku lagið Svikamylla, Samherja til heiðurs. 23. nóvember 2019 15:48 Bein útsending frá mótmælum á Austurvelli Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan 14 í dag þar sem krafist er afsagnar sjávarútvegsráðherra og ítrekað beiðni um nýja og endurskoðaða stjórnarskrá. 23. nóvember 2019 13:08 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Samherji „ein best smurða svikamylla samtímans“ Hatari kom fram á mótmælunum á Austurvelli í dag og tóku lagið Svikamylla, Samherja til heiðurs. 23. nóvember 2019 15:48
Bein útsending frá mótmælum á Austurvelli Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan 14 í dag þar sem krafist er afsagnar sjávarútvegsráðherra og ítrekað beiðni um nýja og endurskoðaða stjórnarskrá. 23. nóvember 2019 13:08
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent