Sport

„Ég er höggþyngsti boxari allra tíma“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Wilder rotaði Luis Ortiz um helgina.
Wilder rotaði Luis Ortiz um helgina. vísir/getty
Deontay Wilder segist vera höggþyngsti hnefaleikakappi sögunnar.

Á laugardaginn sigraði Wilder Kúbumanninn Luis Ortiz í Las Vegas í titilbardaga í þungavigt.

Ortiz var með yfirhöndina fyrstu sex loturnar en í sjöundu lotu sló Wilder hann í gólfið og tryggði sér sigurinn.

Hann hefur unnið 42 af 43 bardögum sínum á ferlinum, þar af 41 með rothöggi.

„Ég hef unnið mér inn þá virðingu að segja að ég sé höggþyngsti boxari allra tíma,“ sagði Wilder eftir bardagann.

„Þetta er það sem ég geri, aftur og aftur. Ég gef fólki frábæra bardaga og frábær rothögg.“

Þann 22. nóvember á næsta ári mætast Wilder og Tyson Fury öðru sinni. Þeir gerðu umdeilt jafntefli í desember 2018. Fyrir utan það hafa þeir Wilder og Fury unnið alla bardaga sína á ferlinum.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×