Situr uppi með rándýrt læknisvottorð og 600 þúsund króna reikning Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. nóvember 2019 13:25 Héraðsdómur Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Kona nokkur sem lenti í bílslysi árið 2015 þarf að greiða Sjóvá og ökumanni bílsins sem varð valdur að slysinu 600 þúsund króna málskostnað. Konan stefndi tryggingarfyrirtækinu og ökumanninum til greiðslu læknisvottorðs sem hún sótti til að innheimta skaðabætur vegna slyssins. Heildarkostnaður vegna vottorðsins var 140 þúsund krónur. Sjóvá hafnaði að greiða reikninginn meðal annars á þeim grundvelli að um ónauðsynlegt vottorð væri að ræða. Fyrirtækið kvaðst reiðubúið að greiða 50 þúsund krónur sem fyrirtækið og gerði í febrúar 2017. Eftir stóðu 90 þúsund krónur sem tekist var á um fyrir dómstólum. Fyrir dómi kom fram í máli lögmanns Sjóvá að 140 þúsund krónur væru óhóflegt gjald fyrir læknisvottorð. Konan hefði sótt það af sjálfsdáðum en það hefði verið ónauðsynlegt. Bótauppgjör vegna slyss konunnar fór fram í júlí 2017 og var tjónskvittun gefin út í ágúst sama ár. Krafa konunnar um greiðslu á eftirstöðvum læknisvottorðsins var ekki á meðal þeirra krafna sem greiddar voru við bótauppgjörið.Í niðurstöðu dómsins segir að konan hefði þurft að láta slíkt í ljós í fyrirvara lögmanns hennar við bótauppgjörið. Það hafi ekki verið gert og sé sérlega nærtækt enda hafði Sjóvá áður hafnað kröfu um greiðslu fyrir vottorðið. Hafnaði dómstóllinn kröfu konunnar um greiðslu vegna læknisvottorðsins. Samkvæmt lögum um einkamál ber konunni að greiða Sjóvá og ökumanni bílsins sameiginlega 600 þúsund krónur. Hún situr því uppi með þá greiðslu til viðbótar við 90 þúsund krónurnar sem konan vildi fá úr vasa fyrirtækisins. Dómsmál Tryggingar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Kona nokkur sem lenti í bílslysi árið 2015 þarf að greiða Sjóvá og ökumanni bílsins sem varð valdur að slysinu 600 þúsund króna málskostnað. Konan stefndi tryggingarfyrirtækinu og ökumanninum til greiðslu læknisvottorðs sem hún sótti til að innheimta skaðabætur vegna slyssins. Heildarkostnaður vegna vottorðsins var 140 þúsund krónur. Sjóvá hafnaði að greiða reikninginn meðal annars á þeim grundvelli að um ónauðsynlegt vottorð væri að ræða. Fyrirtækið kvaðst reiðubúið að greiða 50 þúsund krónur sem fyrirtækið og gerði í febrúar 2017. Eftir stóðu 90 þúsund krónur sem tekist var á um fyrir dómstólum. Fyrir dómi kom fram í máli lögmanns Sjóvá að 140 þúsund krónur væru óhóflegt gjald fyrir læknisvottorð. Konan hefði sótt það af sjálfsdáðum en það hefði verið ónauðsynlegt. Bótauppgjör vegna slyss konunnar fór fram í júlí 2017 og var tjónskvittun gefin út í ágúst sama ár. Krafa konunnar um greiðslu á eftirstöðvum læknisvottorðsins var ekki á meðal þeirra krafna sem greiddar voru við bótauppgjörið.Í niðurstöðu dómsins segir að konan hefði þurft að láta slíkt í ljós í fyrirvara lögmanns hennar við bótauppgjörið. Það hafi ekki verið gert og sé sérlega nærtækt enda hafði Sjóvá áður hafnað kröfu um greiðslu fyrir vottorðið. Hafnaði dómstóllinn kröfu konunnar um greiðslu vegna læknisvottorðsins. Samkvæmt lögum um einkamál ber konunni að greiða Sjóvá og ökumanni bílsins sameiginlega 600 þúsund krónur. Hún situr því uppi með þá greiðslu til viðbótar við 90 þúsund krónurnar sem konan vildi fá úr vasa fyrirtækisins.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira