Krefur Vigdísi um afsökunarbeiðni Ari Brynjólfsson skrifar 29. nóvember 2019 06:30 Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík, skorar á Aron Leví að stefna henni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Aron Leví Beck, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, krefur Vigdísi Hauksdóttur, oddvita Miðflokksins í Reykjavík, um afsökunarbeiðni og yfirlýsingu um bætta hegðun. Í bréfi sem Páll Bergþórsson, lögmaður Arons Levís, sendi á Vigdísi í síðustu viku er henni veittur þriggja daga frestur til að verða við kröfunni. Kemur fram í bréfinu að orðræða Vigdísar gegn Aroni Leví feli í sér refsiverðar aðdróttanir samkvæmt hegningarlögum. Samkvæmt refsirammanum er þyngsta refsing vegna meiðyrða tveggja ára fangelsi. Málið snýst um ummæli Vigdísar á borgarstjórnarfundi 19. nóvember síðastliðinn þar sem Vigdís sakaði Aron Leví um spillingu vegna tengsla hans við fyrirhugaða byggingu Aldin Biodome við Stekkjarbakka í útjaðri Elliðaárdalsins. Fram kemur í bréfinu að Aron Leví hafi árið 2015 sem nemandi í skipulagsfræðum tekið þátt í rannsókn á nýtingarmöguleikum affallsvatns úr Laugardalslaug við upphitun gróðurhvelfinganna, en á þeim tíma voru uppi hugmyndir um að reisa gróðurhvelfingarnar í Laugardal.Aron Leví Beck, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar.Fréttablaðið/AntonAthugasemdir eru gerðar við að Vigdís skuli á borgarstjórnarfundinum hafa lesið upp viðtal við Aron Leví frá árinu 2015 og sagt í kjölfarið: „Svona er spillingin í Reykjavík.“ Þá ýjaði hún að því að Aron Leví hefði „keyrt verkefnið áfram“ og „látið annarlega“. Einnig að hann hefði gengið í Samfylkinguna til að tryggja framgang verkefnisins. „Bio Dome í Elliðaárdal er keyrt áfram með offorsi af meirihlutanum. Nú eru komnar skýringar á því. Einn borgarfulltrúi Samfylkingarinnar ber kápuna á báðum öxlum,“ segir í bókun Vigdísar. Einnig að með því að víkja af fundum þar sem málið var til umræðu hafi hann gengist við því að tengjast verkefninu. Þar að auki vekur hún athygli á því að Aron Leví var í varastjórn Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins á tímabili og beitti sér fyrir því að Elliðaárdalur yrði ekki friðlýstur. Sambærileg ummæli má finna í útvarpsviðtölum við Vigdísi í síðustu viku. Lögmaður Arons segir að í stað þess að gagnrýna verkefnið sé Vigdís að draga persónu Arons Levís inn í umræðuna að ósekju. „Þau ummæli sem eru rakin hér að framan beinast að persónu umbjóðanda míns og fara langt yfir öll velsæmismörk. Langsóttar fullyrðingar um tengsl umbjóðanda míns við milljarðauppbyggingu, dylgjur um spillingu og einhvers konar áframkeyrslu verkefnisins innan borgarstjórnar eru augljóslega til þess fallnar að rýra orðspor umbjóðanda míns og vega að starfsheiðri hans,“ segir í bréfinu til Vigdísar. „Umbjóðandi minn ætlar ekki að sitja undir orðræðu þinni, enda felur hún í sér ólögmæta meingerð og atvinnuróg sem enginn þarf að sæta á opinberum vettvangi, hvorki kjörnir fulltrúar né aðrar opinberar persónur.“ Bréfið er dagsett 21. nóvember síðastliðinn. Hafði hún til 24. nóvember til að verða við kröfu um afsökunarbeiðni. „Að öðrum kosti má búast við því að gripið verði til frekari aðgerða til að rétta hlut umbjóðanda míns, eftir atvikum með atbeina sýslumanns. Í því samhengi er áskilinn réttur til að auka við kröfur, breyta þeim og bæta við málsástæður, allt eftir því sem lög leyfa og umbjóðanda mínum hentar hverju sinni.“ Vigdís segist í samtali við Fréttablaðið ekki ætla að biðjast afsökunar. „Mitt svar við þessum ofsóknum skrifstofu borgarstjóra og borgarritara hefur alltaf verið – stefniði mér þá. Þau eru búin að elta mig á siðareglunum og ekkert gengur að ala mig upp,“ segir Vigdís og hlær. „See you in court! Þetta er þannig mál.“Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands.Fréttablaðið/AntonEkki hefur tíðkast að stjórnmálamenn á Íslandi stefni hverjir öðrum fyrir meiðyrði. Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, man ekki eftir slíku dæmi í seinni tíð. „Það voru heilmikil læti á fjórða áratugnum þar sem menn voru ásakaðir um geðveiki og annað slíkt, en það er ekkert sem ég man eftir nýlega þar sem leitað er til lögmanns,“ segir Guðmundur. Nærtækasta dæmið væri úrskurður siðanefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, og Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Guðmundur segir að síðustu áratugi hafi stjórnmálaumræðan að mestu verið laus við persónuárásir líkt og tíðkaðist á tímum persónukjörs. Vísar hann þá í Jónas frá Hriflu sem eigi það sameiginlegt með Vigdísi að geta umturnað geðprúðustu mönnum. „Jónas hafði þessi áhrif alls staðar, geðprúðustu menn hreinlega umturnuðust. Vigdís er þannig líka. Mér skilst að það sé erfitt að vera í Ráðhúsinu því að samskiptin séu svo eitruð. Þannig að þetta kemur ekki á óvart.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Aron Leví Beck, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, krefur Vigdísi Hauksdóttur, oddvita Miðflokksins í Reykjavík, um afsökunarbeiðni og yfirlýsingu um bætta hegðun. Í bréfi sem Páll Bergþórsson, lögmaður Arons Levís, sendi á Vigdísi í síðustu viku er henni veittur þriggja daga frestur til að verða við kröfunni. Kemur fram í bréfinu að orðræða Vigdísar gegn Aroni Leví feli í sér refsiverðar aðdróttanir samkvæmt hegningarlögum. Samkvæmt refsirammanum er þyngsta refsing vegna meiðyrða tveggja ára fangelsi. Málið snýst um ummæli Vigdísar á borgarstjórnarfundi 19. nóvember síðastliðinn þar sem Vigdís sakaði Aron Leví um spillingu vegna tengsla hans við fyrirhugaða byggingu Aldin Biodome við Stekkjarbakka í útjaðri Elliðaárdalsins. Fram kemur í bréfinu að Aron Leví hafi árið 2015 sem nemandi í skipulagsfræðum tekið þátt í rannsókn á nýtingarmöguleikum affallsvatns úr Laugardalslaug við upphitun gróðurhvelfinganna, en á þeim tíma voru uppi hugmyndir um að reisa gróðurhvelfingarnar í Laugardal.Aron Leví Beck, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar.Fréttablaðið/AntonAthugasemdir eru gerðar við að Vigdís skuli á borgarstjórnarfundinum hafa lesið upp viðtal við Aron Leví frá árinu 2015 og sagt í kjölfarið: „Svona er spillingin í Reykjavík.“ Þá ýjaði hún að því að Aron Leví hefði „keyrt verkefnið áfram“ og „látið annarlega“. Einnig að hann hefði gengið í Samfylkinguna til að tryggja framgang verkefnisins. „Bio Dome í Elliðaárdal er keyrt áfram með offorsi af meirihlutanum. Nú eru komnar skýringar á því. Einn borgarfulltrúi Samfylkingarinnar ber kápuna á báðum öxlum,“ segir í bókun Vigdísar. Einnig að með því að víkja af fundum þar sem málið var til umræðu hafi hann gengist við því að tengjast verkefninu. Þar að auki vekur hún athygli á því að Aron Leví var í varastjórn Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins á tímabili og beitti sér fyrir því að Elliðaárdalur yrði ekki friðlýstur. Sambærileg ummæli má finna í útvarpsviðtölum við Vigdísi í síðustu viku. Lögmaður Arons segir að í stað þess að gagnrýna verkefnið sé Vigdís að draga persónu Arons Levís inn í umræðuna að ósekju. „Þau ummæli sem eru rakin hér að framan beinast að persónu umbjóðanda míns og fara langt yfir öll velsæmismörk. Langsóttar fullyrðingar um tengsl umbjóðanda míns við milljarðauppbyggingu, dylgjur um spillingu og einhvers konar áframkeyrslu verkefnisins innan borgarstjórnar eru augljóslega til þess fallnar að rýra orðspor umbjóðanda míns og vega að starfsheiðri hans,“ segir í bréfinu til Vigdísar. „Umbjóðandi minn ætlar ekki að sitja undir orðræðu þinni, enda felur hún í sér ólögmæta meingerð og atvinnuróg sem enginn þarf að sæta á opinberum vettvangi, hvorki kjörnir fulltrúar né aðrar opinberar persónur.“ Bréfið er dagsett 21. nóvember síðastliðinn. Hafði hún til 24. nóvember til að verða við kröfu um afsökunarbeiðni. „Að öðrum kosti má búast við því að gripið verði til frekari aðgerða til að rétta hlut umbjóðanda míns, eftir atvikum með atbeina sýslumanns. Í því samhengi er áskilinn réttur til að auka við kröfur, breyta þeim og bæta við málsástæður, allt eftir því sem lög leyfa og umbjóðanda mínum hentar hverju sinni.“ Vigdís segist í samtali við Fréttablaðið ekki ætla að biðjast afsökunar. „Mitt svar við þessum ofsóknum skrifstofu borgarstjóra og borgarritara hefur alltaf verið – stefniði mér þá. Þau eru búin að elta mig á siðareglunum og ekkert gengur að ala mig upp,“ segir Vigdís og hlær. „See you in court! Þetta er þannig mál.“Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands.Fréttablaðið/AntonEkki hefur tíðkast að stjórnmálamenn á Íslandi stefni hverjir öðrum fyrir meiðyrði. Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, man ekki eftir slíku dæmi í seinni tíð. „Það voru heilmikil læti á fjórða áratugnum þar sem menn voru ásakaðir um geðveiki og annað slíkt, en það er ekkert sem ég man eftir nýlega þar sem leitað er til lögmanns,“ segir Guðmundur. Nærtækasta dæmið væri úrskurður siðanefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, og Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Guðmundur segir að síðustu áratugi hafi stjórnmálaumræðan að mestu verið laus við persónuárásir líkt og tíðkaðist á tímum persónukjörs. Vísar hann þá í Jónas frá Hriflu sem eigi það sameiginlegt með Vigdísi að geta umturnað geðprúðustu mönnum. „Jónas hafði þessi áhrif alls staðar, geðprúðustu menn hreinlega umturnuðust. Vigdís er þannig líka. Mér skilst að það sé erfitt að vera í Ráðhúsinu því að samskiptin séu svo eitruð. Þannig að þetta kemur ekki á óvart.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent