Stjórnarmaður í SFS dæmdur fyrir skattalagabrot og peningaþvætti Sighvatur Arnmundsson skrifar 11. nóvember 2019 06:45 Héraðsdómur Vesturlands er í Borgarnesi. Vísir/Egill Ólafur Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Hellissands, var á dögunum dæmdur í Héraðsdómi Vesturlands í 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir meiri háttar brot gegn bókhaldslögum, meiri háttar skattalagabrot og peningaþvætti. Þá er Ólafi, sem er einnig stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), gert að greiða rúmlega 36 milljóna króna sekt í ríkissjóð en hann játaði brot sín skýlaust fyrir dómi. Samkvæmt dóminum rangfærði Ólafur bókhald hraðfrystihússins með því að gefa út ranga kreditreikninga á hendur félaginu Sæmark-Sjávarafurðir í þeim tilgangi að taka fjármuni í eigin þágu. Á árunum 2013-2015 skilaði Ólafur röngum skattframtölum þar sem tekjur hans voru vantaldar um tæpar 45 milljónir. Komu þær tekjur bæði frá Hraðfrystihúsi Hellissands og Sæmarki-Sjávarafurðum. Þar að auki var hann dæmdur fyrir notkun á erlendu kreditkorti sem greitt var með fjármunum frá Sigurði Gísla Björnssyni, forsvarsmanni Sæmarks. Alls komst Ólafur hjá því að greiða tekjuskatt og útsvar sem nemur tæpri 21 milljón króna. Með því að nýta sér þá fjármuni var hann dæmdur fyrir peningaþvætti. Fram kemur í dóminum að Ólafur hafi ekki áður sætt refsingu og játning hans er metin honum til málsbóta við ákvörðun refsingar. Ólafur hefur þegar endurgreitt vangreiddan tekjuskatt en hefur samkvæmt dóminum fjórar vikur til að greiða sektina. Verjandi Ólafs afsalaði sér þóknun vegna starfa sinna. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Sjávarútvegur Snæfellsbær Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Ólafur Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Hellissands, var á dögunum dæmdur í Héraðsdómi Vesturlands í 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir meiri háttar brot gegn bókhaldslögum, meiri háttar skattalagabrot og peningaþvætti. Þá er Ólafi, sem er einnig stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), gert að greiða rúmlega 36 milljóna króna sekt í ríkissjóð en hann játaði brot sín skýlaust fyrir dómi. Samkvæmt dóminum rangfærði Ólafur bókhald hraðfrystihússins með því að gefa út ranga kreditreikninga á hendur félaginu Sæmark-Sjávarafurðir í þeim tilgangi að taka fjármuni í eigin þágu. Á árunum 2013-2015 skilaði Ólafur röngum skattframtölum þar sem tekjur hans voru vantaldar um tæpar 45 milljónir. Komu þær tekjur bæði frá Hraðfrystihúsi Hellissands og Sæmarki-Sjávarafurðum. Þar að auki var hann dæmdur fyrir notkun á erlendu kreditkorti sem greitt var með fjármunum frá Sigurði Gísla Björnssyni, forsvarsmanni Sæmarks. Alls komst Ólafur hjá því að greiða tekjuskatt og útsvar sem nemur tæpri 21 milljón króna. Með því að nýta sér þá fjármuni var hann dæmdur fyrir peningaþvætti. Fram kemur í dóminum að Ólafur hafi ekki áður sætt refsingu og játning hans er metin honum til málsbóta við ákvörðun refsingar. Ólafur hefur þegar endurgreitt vangreiddan tekjuskatt en hefur samkvæmt dóminum fjórar vikur til að greiða sektina. Verjandi Ólafs afsalaði sér þóknun vegna starfa sinna.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Sjávarútvegur Snæfellsbær Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira