Allir í gegn nema Íslendingar Óskar Ófeigur Jónsson í Antalya skrifar 11. nóvember 2019 09:30 Íslenskt vegabréf. Vísir/ÓskarÓ Tyrkir eru greinilega ekki búnir að gleyma Burstamálinu fræga frá því í júní og þeir pössuðu sig á því að enginn Íslendingur labbaði í gegnum vegabréfaeftirlitið við komuna til Antalya. Undirritaður var í samfloti með tveimur íslenskum landsliðsmönnunum við komuna til Antalya og þar brunuðu allir í gegn nema við Íslendingarnir. Fyrst skoðaði landamæravörðurinn einhvern ljósritaðan lista á blaði sem mig grunar að hafi verið listi með leikmönnum íslenska landsliðsins. Þegar hann fann ekki nafn íslenska blaðamannsins á þessum lista þá kom smá fát á hann eins og hann vissi hvað hann átti að gera. Hann kallaði því til kollega síns og fékk að vita að allir Íslendingar þyrftu að fara í gegnum sérstaka skoðun. Á sama tíma fóru allir frá öðrum löndum auðveldlega í gegnum vegabréfsáritunina og það liðu ekki margar mínútur þar til að þeir einu sem stóðu eftir vorum við Íslendingarnir sem voru nýlentir í Antalya. Eftir um hálftíma bið kom lögreglumaður fram með vegabréfin og við fengum að fara inn í landið. Það voru engir stælar og ekkert svo sem til að kvarta yfir nema að þetta reyndi allt á þolinmæðina. Samkvæmt heimildum úr íslenska hópnum þá gekk þetta nokkuð hratt fyrir sig hjá okkur miðað við hjá sumum í liðinu. Þeir lentu í því að bíða lengi eftir að fá grænt ljós hjá landamæravörðunum, biðu síðan lengi eftir töskunum og enduðu síðan á því að það var gerð mjög ítarleg leit í farangri þeirra. Það var búið að vara íslensku leikmennina við að þetta gæti orðið raunin og þetta verður örugglega reynsla þeirra leikmanna sem koma ekki til Antalya fyrr en í dag. Þegar Tyrkirnir komu til Íslands í júní þá ferðaðist liðið sem einn hópur og þar þurftu allir að fara í gegnum vegabréfaskoðun í Leifsstöð. Tyrkir voru mjög ósáttir með þetta og kenndu Knattspyrnusambandi Íslands um að það væri venjubundið landamæraeftirlit við komuna til Íslands. Vandamál þeirra núna er að íslenski hópurinn er að skila sér hægt og rólega yfir fjóra daga eða frá föstudegi til mánudags. Leikmenn voru margir að spila á laugardag og sunnudag og hópurinn er því að skiptast niður á mörg flug. Hefnd Tyrkja var því aðeins flóknari en bitnaði um leið á öllum Íslendingum á leiðinni til Antalya. Reglan sem var sett var að enginn Íslendingur færi auðveldlega í gegnum skoðun. EM 2020 í fótbolta Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Belginn með burstann biðst afsökunar í landsliðstreyju Tyrklands Belginn Corentin Siamang, sem var með uppþvottaburstann á lofti í Leifsstöð um síðustu helgi, hefur fengið nóg af áreiti frá Tyrkjum og steig fram í myndbandi í dag. 12. júní 2019 15:07 Twitter: „80 mínútur í Leifsstöð verða alltaf betri en 90 mínútur á Laugardalsvelli“ Það var glatt á hjalla á Twitter í kvöld. 11. júní 2019 20:41 Reyna að stöðva sigurgöngu Tyrkja Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur í kvöld við Tyrkland í fjórðu umferð í undankeppni EM 2020 en leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum. 11. júní 2019 09:00 Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Tyrkir eru greinilega ekki búnir að gleyma Burstamálinu fræga frá því í júní og þeir pössuðu sig á því að enginn Íslendingur labbaði í gegnum vegabréfaeftirlitið við komuna til Antalya. Undirritaður var í samfloti með tveimur íslenskum landsliðsmönnunum við komuna til Antalya og þar brunuðu allir í gegn nema við Íslendingarnir. Fyrst skoðaði landamæravörðurinn einhvern ljósritaðan lista á blaði sem mig grunar að hafi verið listi með leikmönnum íslenska landsliðsins. Þegar hann fann ekki nafn íslenska blaðamannsins á þessum lista þá kom smá fát á hann eins og hann vissi hvað hann átti að gera. Hann kallaði því til kollega síns og fékk að vita að allir Íslendingar þyrftu að fara í gegnum sérstaka skoðun. Á sama tíma fóru allir frá öðrum löndum auðveldlega í gegnum vegabréfsáritunina og það liðu ekki margar mínútur þar til að þeir einu sem stóðu eftir vorum við Íslendingarnir sem voru nýlentir í Antalya. Eftir um hálftíma bið kom lögreglumaður fram með vegabréfin og við fengum að fara inn í landið. Það voru engir stælar og ekkert svo sem til að kvarta yfir nema að þetta reyndi allt á þolinmæðina. Samkvæmt heimildum úr íslenska hópnum þá gekk þetta nokkuð hratt fyrir sig hjá okkur miðað við hjá sumum í liðinu. Þeir lentu í því að bíða lengi eftir að fá grænt ljós hjá landamæravörðunum, biðu síðan lengi eftir töskunum og enduðu síðan á því að það var gerð mjög ítarleg leit í farangri þeirra. Það var búið að vara íslensku leikmennina við að þetta gæti orðið raunin og þetta verður örugglega reynsla þeirra leikmanna sem koma ekki til Antalya fyrr en í dag. Þegar Tyrkirnir komu til Íslands í júní þá ferðaðist liðið sem einn hópur og þar þurftu allir að fara í gegnum vegabréfaskoðun í Leifsstöð. Tyrkir voru mjög ósáttir með þetta og kenndu Knattspyrnusambandi Íslands um að það væri venjubundið landamæraeftirlit við komuna til Íslands. Vandamál þeirra núna er að íslenski hópurinn er að skila sér hægt og rólega yfir fjóra daga eða frá föstudegi til mánudags. Leikmenn voru margir að spila á laugardag og sunnudag og hópurinn er því að skiptast niður á mörg flug. Hefnd Tyrkja var því aðeins flóknari en bitnaði um leið á öllum Íslendingum á leiðinni til Antalya. Reglan sem var sett var að enginn Íslendingur færi auðveldlega í gegnum skoðun.
EM 2020 í fótbolta Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Belginn með burstann biðst afsökunar í landsliðstreyju Tyrklands Belginn Corentin Siamang, sem var með uppþvottaburstann á lofti í Leifsstöð um síðustu helgi, hefur fengið nóg af áreiti frá Tyrkjum og steig fram í myndbandi í dag. 12. júní 2019 15:07 Twitter: „80 mínútur í Leifsstöð verða alltaf betri en 90 mínútur á Laugardalsvelli“ Það var glatt á hjalla á Twitter í kvöld. 11. júní 2019 20:41 Reyna að stöðva sigurgöngu Tyrkja Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur í kvöld við Tyrkland í fjórðu umferð í undankeppni EM 2020 en leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum. 11. júní 2019 09:00 Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Belginn með burstann biðst afsökunar í landsliðstreyju Tyrklands Belginn Corentin Siamang, sem var með uppþvottaburstann á lofti í Leifsstöð um síðustu helgi, hefur fengið nóg af áreiti frá Tyrkjum og steig fram í myndbandi í dag. 12. júní 2019 15:07
Twitter: „80 mínútur í Leifsstöð verða alltaf betri en 90 mínútur á Laugardalsvelli“ Það var glatt á hjalla á Twitter í kvöld. 11. júní 2019 20:41
Reyna að stöðva sigurgöngu Tyrkja Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur í kvöld við Tyrkland í fjórðu umferð í undankeppni EM 2020 en leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum. 11. júní 2019 09:00
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti