Lestur eykst með auknum vinsældum hljóðbóka Elín Margrét Böðvarsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 16. nóvember 2019 15:39 Aukin áhersla hefur verið lögð á lestur ungmenna síðustu ár. Fréttablaðið/Stefán Lestur hefur aukist síðastliðin tvö ár og lesa landsmenn að meðaltali 2,3 bækur á mánuði samkvæmt nýrri könnun. Konur og barnafjölskyldur lesa mest og ungt fólk les mikið á öðrum tungumálum en íslensku. Könnunin var gerð fyrir Miðstöð íslenskra bókmennta. Hrefna Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri miðstöðvarinnar, segir niðurstöður benda til þess að lestur hafi aukist frá síðustu könnunum. „Konur og barnafjölskyldur lesa mest og líka sækir hljóðbókin greinilega á. Ákveðinn hópur ungs fólks, svona 18 til 35 ára, les mikið á öðrum tungumálum en íslensku og flestir fá hugmyndir að lesefni frá vinum og ættingjum,“ segir Hrefna. Spurt var bæði um lestur og hlustun en að sögn Hrefnu er það hlustun hljóðbóka sem helst skýrir aukninguna. „Frá því fyrir tveimur árum þegar við spurðum sömu spurningar þá er meðaltalið núna 2,3 bækur miðað við tvær bækur þá. Þannig að þetta er talsverð aukning. Fyrir tveimur árum hlustuðu 35% á hljóðbók á síðastliðnum tólf mánuðum fyrir ári í samanburði við 41% núna í ár,“ bætir hún við. Þátttakendur á aldrinum 18 til 24 ára lásu færri bækur en þeir sem eldri eru. En aldurshópurinn 18 til 35 ára les marktækt oftar en aðrir aldurshópar á öðru tungumáli en íslensku.Nú er Daguríslenskrar tungu í dag og unga fólkið les mikið á öðrum tungumálum, heldur þú að það sé eitthvað til að hafa áhyggjur af?„Ja, kannski ekki beinlínis áhyggjur en auðvitað er þetta ákveðið merki um það að ungt fólk er ekki eins háð íslenskunni þegar það les eins og aðrir aldurshópar. Það er náttúrulega líka gott að ungt fólk geti lesið sér til gagns og gamans á öðrum tungumálum en við þurfum bara að vera meðvituð um það að það komi ekki niður á íslenskunni,“ segir Hrefna Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Miðstöð íslenskra bókmennta. Bókmenntir Íslenska á tækniöld Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Sjá meira
Lestur hefur aukist síðastliðin tvö ár og lesa landsmenn að meðaltali 2,3 bækur á mánuði samkvæmt nýrri könnun. Konur og barnafjölskyldur lesa mest og ungt fólk les mikið á öðrum tungumálum en íslensku. Könnunin var gerð fyrir Miðstöð íslenskra bókmennta. Hrefna Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri miðstöðvarinnar, segir niðurstöður benda til þess að lestur hafi aukist frá síðustu könnunum. „Konur og barnafjölskyldur lesa mest og líka sækir hljóðbókin greinilega á. Ákveðinn hópur ungs fólks, svona 18 til 35 ára, les mikið á öðrum tungumálum en íslensku og flestir fá hugmyndir að lesefni frá vinum og ættingjum,“ segir Hrefna. Spurt var bæði um lestur og hlustun en að sögn Hrefnu er það hlustun hljóðbóka sem helst skýrir aukninguna. „Frá því fyrir tveimur árum þegar við spurðum sömu spurningar þá er meðaltalið núna 2,3 bækur miðað við tvær bækur þá. Þannig að þetta er talsverð aukning. Fyrir tveimur árum hlustuðu 35% á hljóðbók á síðastliðnum tólf mánuðum fyrir ári í samanburði við 41% núna í ár,“ bætir hún við. Þátttakendur á aldrinum 18 til 24 ára lásu færri bækur en þeir sem eldri eru. En aldurshópurinn 18 til 35 ára les marktækt oftar en aðrir aldurshópar á öðru tungumáli en íslensku.Nú er Daguríslenskrar tungu í dag og unga fólkið les mikið á öðrum tungumálum, heldur þú að það sé eitthvað til að hafa áhyggjur af?„Ja, kannski ekki beinlínis áhyggjur en auðvitað er þetta ákveðið merki um það að ungt fólk er ekki eins háð íslenskunni þegar það les eins og aðrir aldurshópar. Það er náttúrulega líka gott að ungt fólk geti lesið sér til gagns og gamans á öðrum tungumálum en við þurfum bara að vera meðvituð um það að það komi ekki niður á íslenskunni,“ segir Hrefna Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Miðstöð íslenskra bókmennta.
Bókmenntir Íslenska á tækniöld Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Sjá meira