Fótbolti

Eins árs fangelsi fyrir að henda reyk­sprengju inn í íbúð leik­manns sem skipti um lið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jens Stage í leik með FCK gegn Álaborg fyrr á leiktíðinni þar sem dönsku meistararnir töpuðu sínum fyrsta leik. Þeir eru nú í 2. sæti deildarinnar.
Jens Stage í leik með FCK gegn Álaborg fyrr á leiktíðinni þar sem dönsku meistararnir töpuðu sínum fyrsta leik. Þeir eru nú í 2. sæti deildarinnar. vísir/getty
24 ára Dani hefur verið dæmdur í eins árs fangelsi fyrir að handa reyksprengju inn í íbúð danska leikmannsins Jens Stage sem nú leikur með FC Kaupmannahöfn.

Í júlímánuði kastaði ungi maðurinn reyksprengju inn íbúð Stage í Árósum en vinur Stage og kærasta hans voru sofandi í íbúðinni þegar sprengjunni var kastað inn. Þau náðu að flýja undan henni.

Ástæðan fyrir því að maðurinn henti sprengjunni inn íbúð Stage er vegna þess að miðjumaðurinn skipti um félag í sumar. Hann yfirgaf AGF og gekk í raðir, dönsku meistaranna, FCK.







Með sprengjunni fylgdi miði þar sem stóð: „Svikurum verður refsað, Júdas svín.“

Tveir aðrir voru fundir meðsekir en þeir hlutu sex og níu mánaða fangelsi hvor um sig auk þess að þeir voru dæmdir til samfélagsþjónustu. Þeir tóku verknaðinn upp á myndband.

AGF hefur sett höfuðpaurinn í lífstíðarbann frá heimaleikjum félagsins en Jón Dagur Þorsteinsson leikur með félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×