Innlent

Mál Slayer gegn Secret Solstice tekið fyrir í dag

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Kerry King gítarleikari Slayer sem lék á Íslandi.
Kerry King gítarleikari Slayer sem lék á Íslandi. Nordicphotos/Getty
Mál Slayer gegn aðstandendum tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice verður tekið fyrir í dag. Um er að ræða tvö mál sem umboðsskrifstofan K2 Agency höfðar, annars vegar gegn Solstice Productions sem hélt hátíðina þegar Slayer spilaði þar sumarið 2018. Hins vegar gegn Live Events sem tók við rekstrinum.

Greint var frá því í apríl á þessu ári að Slayer hefði stefnt hátíðinni vegna skulda upp á tæpar 16 milljónir króna.

Víkingur Heiðar Arnórsson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, sagði í kjölfarið að framkomulaun Slayer hefðu verið gerð upp en Live Events var stefnt vegna þess að haft var eftir Víkingi að gert yrði upp við alla listamenn af hátíðinni árið 2018.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×