Uppljóstrari segir galla í súrefniskerfi Dreamliner-véla Boeing Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. nóvember 2019 11:30 Turkish Airlines er á meðal þeirra flugfélaga sem notast við Dreamliner-vélar Boeing. vísir/getty Uppljóstrari sem starfaði í áratugi sem verkfræðingur í flugvélaverksmiðjum Boeing í Bandaríkjunum segir galla í súrefniskerfi 787 Dreamliner-vélanna geta leitt til súrefnisskorts á meðal flugfarþega ef þrýstingur fellur skyndilega í farþegarýminu. Prófanir sýni að allt að fjórðungur kerfanna sé gallaður og gæti því mögulega ekki virkað þegar þörf væri á. Uppljóstrarinn heitir John Barnett og starfaði hjá Boeing í 32 ár. Hann þurfti að hætta störfum árið 2017 vegna heilsufarsástæðna en frá árinu 2010 hafði hann starfað sem gæðastjóri í verksmiðju Boeing í Charleston í Suður-Karólínu. Í viðtali við BBC segir Barnett jafnframt að gallaðir hlutir séu settir vísvitandi í Boeing-vélar í einni af verksmiðjum fyrirtækisins en Boeing neitar því staðfastlega að nokkuð sé hæft í ásökunum Barnett. Ítrustu öryggis- og gæðakröfum sé fylgt við smíði flugvéla fyrirtækisins.Vandræði með MAX 737, 737-NG og Dreamliner Eins og kunnugt er hafa allar Boeing MAX 737-vélar í heiminum verið kyrrsettar síðan í mars síðastliðnum eftir tvö mannskæð flugslys, annars vegar í Indónesíu og hins vegar í Eþíópíu. Þá hafa 50 Boeing 737-NG-vélar verið kyrrsettar víða um heim eftir að sprunga á milli annars flugvélavængsins og flugvélaskrokksins kom í ljós. Talið er að um 7000 slíkar vélar séu í notkun á heimsvísu sem gerir Boeing 737-NG eina þá vinsælustu í heimi, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. Á meðal flugfélaga sem hafa kyrrsett Boeing 737-NG eru Ryanair og Qantas. Og svo er það 787 Dreamliner sem spjót Barnett beinast að. Sú vél er notuð víða um heim í lengri flugum og hefur skilað miklum tekjum í kassa Boeing, þrátt fyrir að byrjunin hafi ekki gengið þrautalaust fyrir sig eftir að 50 vélar voru kyrrsettar árið 2013 af öryggisástæðum.Mikill flýtir í framleiðslu bitni á öryggi Barnett segir að Boeing hafi verið í svo miklum flýti með framleiðslu 787 Dreamliner-vélanna að það hafi komið niður á öryggi þeirra. Þannig hafi hann árið 2016 orðið var við vandamál í súrefniskerfi vélanna. Hlutverk kerfisins er að koma í veg fyrir súrefnisskort hjá farþegum og áhöfn ef þrýstingur í farþegarýminu fellur skyndilega. Eins og þeir sem ferðast hafa með flugvélum þekkja eiga súrefnisgrímur þá að falla niður fyrir ofan farþegasætin og veita þær súrefni við aðstæður sem þessar. Ef slík kerfi virka ekki sem skyldi getur það haft alvarlegar afleiðingar ef þrýstingur fellur skyndilega. Í 35 þúsund fetum missir fólk meðvitund á innan við mínútu og í 40 þúsund fetum gerist það á innan við 20 sekúndum. Vegna þessa getur fólk orðið fyrir heilaskaða eða jafnvel dáið. Það er sjaldgæft að þrýstingur falli skyndilega í farþegarýminu en það gerðist í Boeing 737-700 vél Southwest Airlines í fyrra. Þá sprakk annar hreyfill vélarinnar með þeim afleiðingum að einn gluggi vélarinnar sprakk. Við það féll þrýstingurinn í farþegarýminu skyndilega en kona sem sat við gluggann lést.75 kerfi 300 virkuðu ekki sem skyldi Barnett segist hafa komist að því að sumir súrefniskútar í vélunum losuðu ekki súrefni á þann hátt sem þeir áttu að gera. Í kjölfarið hafi verið gerðar prófanir á 300 kerfum. 75 þeirra virkuðu ekki sem skyldi eða alls 25 prósent. Barnett segir að stjórnendur Boeing hafi komið í veg fyrir allar tilraunir hans til þess að líta nánar á málið. Þá kvartaði Barnett árið 2017 til bandaríska flugumferðareftirlitsins FAA að ekki hefði verið gripið til neinna aðgerða vegna gallanna í súrefniskerfunum. FAA kvaðst ekki staðfest þá fullyrðingu þar sem Boeing héldi því fram að verið væri að vinna í málinu. Boeing neitar ásökunum Barnett með öllu en segir þó að árið 2017 hafi það komið í ljós að nokkrir súrefniskútar sem fyrirtækið fékk frá tilteknum birgja virkuðu ekki sem skyldi. Kútarnir hafi verið fjarlægðir úr allri framleiðslu svo gallaðir kútar fóru ekki í neinar flugvélar. Þá hafi verið farið yfir málið með birgjanum. Boeing Fréttir af flugi Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Uppljóstrari sem starfaði í áratugi sem verkfræðingur í flugvélaverksmiðjum Boeing í Bandaríkjunum segir galla í súrefniskerfi 787 Dreamliner-vélanna geta leitt til súrefnisskorts á meðal flugfarþega ef þrýstingur fellur skyndilega í farþegarýminu. Prófanir sýni að allt að fjórðungur kerfanna sé gallaður og gæti því mögulega ekki virkað þegar þörf væri á. Uppljóstrarinn heitir John Barnett og starfaði hjá Boeing í 32 ár. Hann þurfti að hætta störfum árið 2017 vegna heilsufarsástæðna en frá árinu 2010 hafði hann starfað sem gæðastjóri í verksmiðju Boeing í Charleston í Suður-Karólínu. Í viðtali við BBC segir Barnett jafnframt að gallaðir hlutir séu settir vísvitandi í Boeing-vélar í einni af verksmiðjum fyrirtækisins en Boeing neitar því staðfastlega að nokkuð sé hæft í ásökunum Barnett. Ítrustu öryggis- og gæðakröfum sé fylgt við smíði flugvéla fyrirtækisins.Vandræði með MAX 737, 737-NG og Dreamliner Eins og kunnugt er hafa allar Boeing MAX 737-vélar í heiminum verið kyrrsettar síðan í mars síðastliðnum eftir tvö mannskæð flugslys, annars vegar í Indónesíu og hins vegar í Eþíópíu. Þá hafa 50 Boeing 737-NG-vélar verið kyrrsettar víða um heim eftir að sprunga á milli annars flugvélavængsins og flugvélaskrokksins kom í ljós. Talið er að um 7000 slíkar vélar séu í notkun á heimsvísu sem gerir Boeing 737-NG eina þá vinsælustu í heimi, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. Á meðal flugfélaga sem hafa kyrrsett Boeing 737-NG eru Ryanair og Qantas. Og svo er það 787 Dreamliner sem spjót Barnett beinast að. Sú vél er notuð víða um heim í lengri flugum og hefur skilað miklum tekjum í kassa Boeing, þrátt fyrir að byrjunin hafi ekki gengið þrautalaust fyrir sig eftir að 50 vélar voru kyrrsettar árið 2013 af öryggisástæðum.Mikill flýtir í framleiðslu bitni á öryggi Barnett segir að Boeing hafi verið í svo miklum flýti með framleiðslu 787 Dreamliner-vélanna að það hafi komið niður á öryggi þeirra. Þannig hafi hann árið 2016 orðið var við vandamál í súrefniskerfi vélanna. Hlutverk kerfisins er að koma í veg fyrir súrefnisskort hjá farþegum og áhöfn ef þrýstingur í farþegarýminu fellur skyndilega. Eins og þeir sem ferðast hafa með flugvélum þekkja eiga súrefnisgrímur þá að falla niður fyrir ofan farþegasætin og veita þær súrefni við aðstæður sem þessar. Ef slík kerfi virka ekki sem skyldi getur það haft alvarlegar afleiðingar ef þrýstingur fellur skyndilega. Í 35 þúsund fetum missir fólk meðvitund á innan við mínútu og í 40 þúsund fetum gerist það á innan við 20 sekúndum. Vegna þessa getur fólk orðið fyrir heilaskaða eða jafnvel dáið. Það er sjaldgæft að þrýstingur falli skyndilega í farþegarýminu en það gerðist í Boeing 737-700 vél Southwest Airlines í fyrra. Þá sprakk annar hreyfill vélarinnar með þeim afleiðingum að einn gluggi vélarinnar sprakk. Við það féll þrýstingurinn í farþegarýminu skyndilega en kona sem sat við gluggann lést.75 kerfi 300 virkuðu ekki sem skyldi Barnett segist hafa komist að því að sumir súrefniskútar í vélunum losuðu ekki súrefni á þann hátt sem þeir áttu að gera. Í kjölfarið hafi verið gerðar prófanir á 300 kerfum. 75 þeirra virkuðu ekki sem skyldi eða alls 25 prósent. Barnett segir að stjórnendur Boeing hafi komið í veg fyrir allar tilraunir hans til þess að líta nánar á málið. Þá kvartaði Barnett árið 2017 til bandaríska flugumferðareftirlitsins FAA að ekki hefði verið gripið til neinna aðgerða vegna gallanna í súrefniskerfunum. FAA kvaðst ekki staðfest þá fullyrðingu þar sem Boeing héldi því fram að verið væri að vinna í málinu. Boeing neitar ásökunum Barnett með öllu en segir þó að árið 2017 hafi það komið í ljós að nokkrir súrefniskútar sem fyrirtækið fékk frá tilteknum birgja virkuðu ekki sem skyldi. Kútarnir hafi verið fjarlægðir úr allri framleiðslu svo gallaðir kútar fóru ekki í neinar flugvélar. Þá hafi verið farið yfir málið með birgjanum.
Boeing Fréttir af flugi Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira