Kærasti Anníe Mistar vann annan hlutann í CrossFit Open Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2019 12:30 Danski CrossFit kappinn Frederik Ægidius er í flottu formi í ár. Mynd/Instagram/frederikaegidius Danski CrossFit kappinn Frederik Ægidius vann sér inn 2020 Bandaríkjadali fyrir að vera efstur í öðrum hluta CrossFit Open en CrossFit samtökin hafa nú endanlega staðfest úrslitin úr honum. Það voru þau Frederik Ægidius og Kristin Holte frá Noregi sem gerðu betur en allir sem reyndu sig við annan hlutann í CrossFit Open Frederik Ægidius er eins og flestir vita kærasti Anníe Mistar Þórisdóttur. Hann er líka hraustasti CrossFit maður Dana..@KristinHolte and Frederik Aegidius win Open Workout 20.2 and take home US$2,020. https://t.co/7fvTqUJRQu — The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 29, 2019 Í tilefni af næstu heimsleikar fara fram á árinu 2020 þá er það einmitt verðlaunaféð fyrir þann karl og þá konu sem ná bestum árangri í hverjum hluta. 2020 Bandaríkjadalir eru rúmlega 251 þúsund íslenskar krónur. Frederik Ægidius náði 1030 endurtekningum í æfingum annars hlutans. Hann varð í 18. sæti í CrossFit Open í fyrra en náði ekki að klára á heimsleikunum. Í þessum öðrum hluta áttu þátttakendur að klára eins margar umferðir og þeir gátu á tuttugu mínútum af ákveðnum æfingum. Þær æfingar má sjá hér fyrir neðan.Frederik Ægidius endaði tveimur endurtekningum á undan næsta manni sem var Derek Saltou frá Bandaríkjunum en þriðji var síðan Grikkinn Lefteris Theofanidis sem vann einmitt fyrsta hlutann. Björgvin Karl Guðmundsson varð efstur íslensku karlanna en hann náði ellefta sætinu með 993 endurtekningum. Kristin Holte varð í öðru sæti á heimsleikunum í ágúst en hún náði 1045 endurtekningum í æfingunum og tryggði sér þar með efsta sætið. Jamie Greene, sem var þriðja á heimsleikunum, varð í 2. sæti. Holte lenti reyndar í vandræðum með upptökuna á æfingunni en gat sem betur fer reddað sér því það var varaupptaka í gangi. CrossFit fólkið þarf að geta sannað að þau hafi gert æfingarnar og þá er mikilvægt að tæknin klikki ekki. Sú norska slapp með skrekkinn að þessu sinni. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir varð þriðja í þessum öðrum hluta með 1026 endurtekningar en Katrín Tanja Davíðsdóttir varð síðan níunda með 986 endurtekningar. Þær tvær voru því efstar af íslensku stelpunum. Anníe Mist Þórisdóttir var ekki alveg eins öflug í þessari æfingu og kærastinn og varð að sætta sig við 22. sætið með 956 endurtekningar. Anníe Mist varð fjórða af íslensku stelpunum því Oddrún Eik Gylfadóttir náði 20. sætinu. Hér fyrir neðan má sjá æfingar þeirra Frederiks Ægidius og Kristinar Holte. CrossFit Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sjá meira
Danski CrossFit kappinn Frederik Ægidius vann sér inn 2020 Bandaríkjadali fyrir að vera efstur í öðrum hluta CrossFit Open en CrossFit samtökin hafa nú endanlega staðfest úrslitin úr honum. Það voru þau Frederik Ægidius og Kristin Holte frá Noregi sem gerðu betur en allir sem reyndu sig við annan hlutann í CrossFit Open Frederik Ægidius er eins og flestir vita kærasti Anníe Mistar Þórisdóttur. Hann er líka hraustasti CrossFit maður Dana..@KristinHolte and Frederik Aegidius win Open Workout 20.2 and take home US$2,020. https://t.co/7fvTqUJRQu — The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 29, 2019 Í tilefni af næstu heimsleikar fara fram á árinu 2020 þá er það einmitt verðlaunaféð fyrir þann karl og þá konu sem ná bestum árangri í hverjum hluta. 2020 Bandaríkjadalir eru rúmlega 251 þúsund íslenskar krónur. Frederik Ægidius náði 1030 endurtekningum í æfingum annars hlutans. Hann varð í 18. sæti í CrossFit Open í fyrra en náði ekki að klára á heimsleikunum. Í þessum öðrum hluta áttu þátttakendur að klára eins margar umferðir og þeir gátu á tuttugu mínútum af ákveðnum æfingum. Þær æfingar má sjá hér fyrir neðan.Frederik Ægidius endaði tveimur endurtekningum á undan næsta manni sem var Derek Saltou frá Bandaríkjunum en þriðji var síðan Grikkinn Lefteris Theofanidis sem vann einmitt fyrsta hlutann. Björgvin Karl Guðmundsson varð efstur íslensku karlanna en hann náði ellefta sætinu með 993 endurtekningum. Kristin Holte varð í öðru sæti á heimsleikunum í ágúst en hún náði 1045 endurtekningum í æfingunum og tryggði sér þar með efsta sætið. Jamie Greene, sem var þriðja á heimsleikunum, varð í 2. sæti. Holte lenti reyndar í vandræðum með upptökuna á æfingunni en gat sem betur fer reddað sér því það var varaupptaka í gangi. CrossFit fólkið þarf að geta sannað að þau hafi gert æfingarnar og þá er mikilvægt að tæknin klikki ekki. Sú norska slapp með skrekkinn að þessu sinni. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir varð þriðja í þessum öðrum hluta með 1026 endurtekningar en Katrín Tanja Davíðsdóttir varð síðan níunda með 986 endurtekningar. Þær tvær voru því efstar af íslensku stelpunum. Anníe Mist Þórisdóttir var ekki alveg eins öflug í þessari æfingu og kærastinn og varð að sætta sig við 22. sætið með 956 endurtekningar. Anníe Mist varð fjórða af íslensku stelpunum því Oddrún Eik Gylfadóttir náði 20. sætinu. Hér fyrir neðan má sjá æfingar þeirra Frederiks Ægidius og Kristinar Holte.
CrossFit Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sjá meira