Hærri bætur fyrir ólögmæta uppsögn en hrottalega nauðgun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2019 14:14 Kolbrún Garðarsdóttir réttargæslumaður og ein þeirra sjö sem skrifuðu pistilinn. Réttargæslumenn neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis eru hugsi yfir því að leikari fái hærri miskabætur fyrir ólögmæta uppsögn en kona sem nauðgað er hrottalega. Barn fái aðeins helmingi hærri miskabætur fyrir áralöng kynferðisbrot en lögmenn sem fengu ekki vinnu sem þeir sóttu um hjá ríkinu. Þetta kemur fram í pistli á Vísi frá sjö lögmönnum sem gæta reglulega hagsmuna kvenna sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi. Réttargæslumennirnir sem um ræðir eru Kolbrún Garðarsdóttir, Ólöf Heiða Guðmundsdóttir, Inga Lillý Brynjólfsdóttir, Sigurður Freyr Sigurðsson, Valgerður Valdimarsdóttir, Margrét Gunnlaugsdóttir og Gunnhildur Pétursdóttir.Atli Rafn með lögmanni sínum Einari Þór Sverrissyni. Atli Rafn vann málið í héraðsdómi en Borgarleikhúsið og Kristín Eysteinsdóttir áfrýjuðu til Landsréttar.Vísir/EgillTilefni skrifa þeirra er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur frá í gær þar sem Atla Rafni Sigurðarsyni voru dæmdar 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna ólögmætrar uppsagnar hjá Borgarleikhúsinu. Réttargæslumenn telja til dóma í kynferðisbrotamálum þar sem bætur hafa verið lægri en í tilfelli leikarans. „Er það mat dómstóla að æra og persóna aðila sem missa atvinnu sé meira virði en frelsi, friður, æra eða persóna þess sem brotið er á kynferðislega?“ segir í pistli sjömenninganna. Þau vísa einnig til þess þegar Ástráður Haraldsson og Jóhannes Rúnar Jóhannesson fengu 700 þúsund krónur í miskabætur vegna ólögmætrar meðferðar sem þeir urðu fyrir við skipun dómara við Landsrétt.„Hæstiréttur taldi að ráðherranum hefði mátt vera ljóst ákvörðun hennar gæti að ófyrirsynju bitnað á orðspori umsækjendanna og orðið þeim þannig að meini og vegið að persónu þeirra og æru,“ segja réttargæslumennirnir. Þau rifja upp mál konu sem kærði tvo karlmenn fyrir nauðgun og krafðist miskabóta. „Mennirnir voru sakfelldir á báðum dómstigum og viðurkennt er að brotin hafi verið alvarleg og haft alvarlegar afleiðingar fyrir brotaþola sem hafi verið í sálfræðimeðferð vegna áfallastreituröskunar frá því að brotin áttu sér stað og að hún hafi einangrað sig félagslega, átt erfitt með að vera í kringum fólk og treysta fólki. Miskabætur til handa brotaþola þóttu hæfilega ákvarðaðar 1.millj kr. í miskabætur úr hendi hvors sakfellda um sig vegna hennar ófjárhagslega tjóns.“Ástráður og Jóhannes fengu miskabætur en engar skaðabætur. Ástæðan var sú að þeir lögðu ekki fram gögn til að sýna fram á tekjutap af því að fá ekki starf dómara við Landsrétt.VísirÞá rifja þau upp mál manns sem dæmdur var fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot gagnvart barnabarni sínu á þriggja ára tímabili, frá því að drengurinn var níu ára gamall. „Þegar málið var dómtekið hafði barnið farið í rúmlega 50 viðtöl í Barnahúsi og var drengurinn greindur með áfallastreituröskun. Hann upplifði jafnframt mikla skömm og sálarangist þar sem sakfelldi var nákominn honum. Einnig var um að ræða brot karlmanns á ungum dreng sem reynist oft erfitt að meðhöndla samkvæmt sálfræðingi Barnahúss. Fram kom að erfitt væri að segja til um afleiðingar brotanna á líðan brotaþola til framtíðar en að öllum líkindum þyrfti hann á áframhaldandi meðferð að halda um óákveðinn tíma.“ Miskabætur til barnsins hefðu þótt hæfilegar 1,7 milljónir króna vegna hans ófjárhagslega tjóns.Afinn var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í Landsrétti.Vísir„Allir þeir dómar sem vísað er til hér að framan eru frá árunum 2017 – 2019 og byggja á því að rétt hafi verið að láta þann sem ábyrgð bar á ólögmætri meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu annars manns, greiða miskabætur til þess sem misgert var við,“ segja réttargæslumennirnir. Maður fái hærri miskabætur fyrir ólögmæta uppsögn en kona sem sé nauðgað hrottalega. Barn fái aðeins helmingi hærri miskabætur fyrir áralöng kynferðisbrot en menn sem fengu ekki vinnuna sem þeir sóttu um. „Þeir réttargæslumenn sem standa að þessari hugleiðingu telja ótækt að miskabætur til handa brotaþolum í kynferðisbrotamálum séu eins lágar og raun ber vitni. Þessu verður að breyta!“Kolbrún ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Réttargæslumenn neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis eru hugsi yfir því að leikari fái hærri miskabætur fyrir ólögmæta uppsögn en kona sem nauðgað er hrottalega. Barn fái aðeins helmingi hærri miskabætur fyrir áralöng kynferðisbrot en lögmenn sem fengu ekki vinnu sem þeir sóttu um hjá ríkinu. Þetta kemur fram í pistli á Vísi frá sjö lögmönnum sem gæta reglulega hagsmuna kvenna sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi. Réttargæslumennirnir sem um ræðir eru Kolbrún Garðarsdóttir, Ólöf Heiða Guðmundsdóttir, Inga Lillý Brynjólfsdóttir, Sigurður Freyr Sigurðsson, Valgerður Valdimarsdóttir, Margrét Gunnlaugsdóttir og Gunnhildur Pétursdóttir.Atli Rafn með lögmanni sínum Einari Þór Sverrissyni. Atli Rafn vann málið í héraðsdómi en Borgarleikhúsið og Kristín Eysteinsdóttir áfrýjuðu til Landsréttar.Vísir/EgillTilefni skrifa þeirra er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur frá í gær þar sem Atla Rafni Sigurðarsyni voru dæmdar 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna ólögmætrar uppsagnar hjá Borgarleikhúsinu. Réttargæslumenn telja til dóma í kynferðisbrotamálum þar sem bætur hafa verið lægri en í tilfelli leikarans. „Er það mat dómstóla að æra og persóna aðila sem missa atvinnu sé meira virði en frelsi, friður, æra eða persóna þess sem brotið er á kynferðislega?“ segir í pistli sjömenninganna. Þau vísa einnig til þess þegar Ástráður Haraldsson og Jóhannes Rúnar Jóhannesson fengu 700 þúsund krónur í miskabætur vegna ólögmætrar meðferðar sem þeir urðu fyrir við skipun dómara við Landsrétt.„Hæstiréttur taldi að ráðherranum hefði mátt vera ljóst ákvörðun hennar gæti að ófyrirsynju bitnað á orðspori umsækjendanna og orðið þeim þannig að meini og vegið að persónu þeirra og æru,“ segja réttargæslumennirnir. Þau rifja upp mál konu sem kærði tvo karlmenn fyrir nauðgun og krafðist miskabóta. „Mennirnir voru sakfelldir á báðum dómstigum og viðurkennt er að brotin hafi verið alvarleg og haft alvarlegar afleiðingar fyrir brotaþola sem hafi verið í sálfræðimeðferð vegna áfallastreituröskunar frá því að brotin áttu sér stað og að hún hafi einangrað sig félagslega, átt erfitt með að vera í kringum fólk og treysta fólki. Miskabætur til handa brotaþola þóttu hæfilega ákvarðaðar 1.millj kr. í miskabætur úr hendi hvors sakfellda um sig vegna hennar ófjárhagslega tjóns.“Ástráður og Jóhannes fengu miskabætur en engar skaðabætur. Ástæðan var sú að þeir lögðu ekki fram gögn til að sýna fram á tekjutap af því að fá ekki starf dómara við Landsrétt.VísirÞá rifja þau upp mál manns sem dæmdur var fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot gagnvart barnabarni sínu á þriggja ára tímabili, frá því að drengurinn var níu ára gamall. „Þegar málið var dómtekið hafði barnið farið í rúmlega 50 viðtöl í Barnahúsi og var drengurinn greindur með áfallastreituröskun. Hann upplifði jafnframt mikla skömm og sálarangist þar sem sakfelldi var nákominn honum. Einnig var um að ræða brot karlmanns á ungum dreng sem reynist oft erfitt að meðhöndla samkvæmt sálfræðingi Barnahúss. Fram kom að erfitt væri að segja til um afleiðingar brotanna á líðan brotaþola til framtíðar en að öllum líkindum þyrfti hann á áframhaldandi meðferð að halda um óákveðinn tíma.“ Miskabætur til barnsins hefðu þótt hæfilegar 1,7 milljónir króna vegna hans ófjárhagslega tjóns.Afinn var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í Landsrétti.Vísir„Allir þeir dómar sem vísað er til hér að framan eru frá árunum 2017 – 2019 og byggja á því að rétt hafi verið að láta þann sem ábyrgð bar á ólögmætri meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu annars manns, greiða miskabætur til þess sem misgert var við,“ segja réttargæslumennirnir. Maður fái hærri miskabætur fyrir ólögmæta uppsögn en kona sem sé nauðgað hrottalega. Barn fái aðeins helmingi hærri miskabætur fyrir áralöng kynferðisbrot en menn sem fengu ekki vinnuna sem þeir sóttu um. „Þeir réttargæslumenn sem standa að þessari hugleiðingu telja ótækt að miskabætur til handa brotaþolum í kynferðisbrotamálum séu eins lágar og raun ber vitni. Þessu verður að breyta!“Kolbrún ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.
Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent