Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu

Fréttamynd

Deila Atla Rafns og Persónuverndar komin á byrjunarreit

Landsréttur vísaði í dag frá máli Atla Rafns Sigurðarsonar gegn Persónuvernd. Málskostnaður fyrir báðum dómstigum fellur niður. Atli Rafn hafði áður haft betur í baráttu sinni við Persónuvernd fyrir héraðsdómi en Persónuvernd áfrýjaði dómnum.

Innlent
Fréttamynd

Hæstiréttur fellst á aðra af tveimur beiðnum Atla Rafns

Hæstiréttur hefur veitt Atla Rafn Sigurðarsyni áfrýjunarleyfi í máli hans gegn Leikfélagi Reykjavíkur. Telur rétturinn að málið geti verið fordæmisgefandi. Hæstiréttur hafnaði hins vegar áfrýjuarbeiðni Atla Rafns í málinu gegn Kristínu Eysteinsdóttur, fyrrverandi leikhússtjóra Borgarleikhússins.

Innlent
Fréttamynd

Borgar­leik­húsið og Kristín sýknuð af kröfu Atla Rafns í Lands­rétti

Landsréttur sýknaði í dag Leikfélag Reykjavíkur og Kristínu Eysteinsdóttur fyrrverandi Borgarleikhússtjóra af kröfu Atla Rafns Sigurðssonar leikara. Héraðsdómur dæmdi stjórn leikfélagsins og Kristínu í fyrra til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar og ærumeiðingar.

Innlent
Fréttamynd

Gátu ekki rofið nafnleynd þeirra sem kvörtuðu undan Atla Rafni eftir á

Ekki var hægt að láta einstaklinga sem kvörtuðu undan meintri kynferðislegri áreitni eða ofbeldi Atla Rafns Sigurðarsonar, leikara, hjá Borgarleikhúsinu sæta því að nafnleynd þeirra yrði rofin eftir á. Ríkislögmaður sagði að Leikfélag Reykjavíkur yrði að svara fyrir það sem það gerði með ásakanirnar í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Innlent
Fréttamynd

U-beygja í vinnu­rétti

Nýgenginn dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli nr. E-137/2019 A gegn Leikfélagi Reykjavíkur ses og B vekur upp spurningar.

Skoðun
Fréttamynd

Hyggst ekki rjúfa trúnað við konurnar

Sigurður segir að umfjöllun um vinnuverndarlöggjöfina sem tryggja á öryggi og vellíðan starfsfólks hafi með öllu vantað í forsendur dóms Héraðsdóms Reykjavíkur sem úrskurðaði í máli Atla Rafns Sigurðssonar, leikara, gegn Leikfélagi Reykjavíkur og borgarleikhússtjóra.

Innlent
Fréttamynd

Atli Rafn stefnir Persónuvernd

Atli Rafn Sigurðsson leikari hefur stefnt Persónuvernd og gerir þá kröfu að úrskurður stofnunarinnar frá 15. október í fyrra verði felldur úr gildi.

Innlent
  • «
  • 1
  • 2