Sjá svart og hvítt í málinu sem aðrir leikarar þora varla að hafa opinbera skoðun á Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. nóvember 2019 23:35 Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir sjá mál Atla Rafns ólíkum augum svo vægt sé til orða tekið. Fréttablaðið Leikkonurnar Þórdís Elva Þorvaldsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sjá svart og hvítt þegar kemur að nýföllum dómi í máli Atla Rafns Sigurðarsonar leikara gegn Borgarleikhúsinu og leikstjóranum Kristínu Eysteinsdóttur. Atla Rafni voru dæmdar 5,5 milljónir króna í skaða- og miskabætur fyrir ólögmæta uppsögn. Þórdís Elva er afar ósátt við niðurstöðuna og setur upphæð bótanna sem Atla eru dæmdar í samhengi við bætur í kynferðisbrotamálum. Steinunn Ólína fagnar aftur á móti dómnum og segir Þórdísi Elvu sjálfskipaðan leiðtoga fórnarlamba.Mjög snúið mál Pistlaskrif þeirra Þórdísar Elvu og Steinunnar Ólínu hafa vakið mikla athygli. Ekki síst þar sem leikarastéttin er að einhverju leyti klofin í málinu, það þykir afar viðkvæmt og afar fáir tjáð sig um það opinberlega. Annars vegar er um að ræða einn vinsælasta leikara þjóðarinnar undanfarin áratug og hins vegar leikhússtjóra í öðru af tveimur stóru leikhúsum landsins. Leikhúslífið á Íslandi er eins og svo margt annað. Þar þekkja allir alla, fjölmargir vinir beggja og fleiri aðila og erfitt að styðja þétt við bak annars frekar en hins. Eða eins og Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara, sagði í viðtali við Vísi í gær: „Ég hef ekkert meiri upplýsingar en hver annar varðandi þetta, þannig lagað. En get sagt bæði sem formaður og persónulega að ég finn til með öllum hlutaðeigandi. Þetta er lítið samfélag sem við búum í og þarna horfum við til þess að meintir gerendur og þolendur eru á sama vinnustað í erfiðum málum sem upp koma; þetta er mjög snúið.“Atli Rafn ásamt lögmanni sínum Einari Þór Sverrissyni þegar málið var til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur í september.Fréttablaðið/ErnirFeril málsins má rekja hér en í grófum dráttum snýst málið um að Atla Rafni var sagt upp störfum í Borgarleikhúsinu hvar hann var á eins árs lánssamningi. Borgarleikhússtjóri sagði ásakanir á hendur honum frá fólki í leikhúsinu þess eðlis að ekki væri annað hægt en að segja honum upp. Þó gæti hún ekki rofið trúnað við þá sem kvörtuðu undan honum. Fyrir vikið taldi Atli sig ekki geta varist ásökunum sem hann vissi ekki hverjar væru.Uppsögn rétt fyrir jólasýningu Málið kom upp fyrir jólin 2017 skömmu fyrir jólasýningu Borgarleikhússins þar sem Atli Rafn var í lykilhlutverki. Sýningunni var frestað á meðan annar leikari var þjálfaður upp í hlutverkið sem Atli Rafn átti að sinna. Brottreksturinn vakti mikla athygli. Héraðsdómur taldi að með ákvörðun sinni um að víkja Atla Rafni frá störfum og fresta frumsýningu Medeu með tilkynningu í fjölmiðlum hafi Kristín og Leikfélag Reykjavíkur vegið að æru hans og persónu. Ákvörðunin hafi haft mikil áhrif á Atla Rafn, og kunni að hafa áhrif á líf hans og störf til lengri tíma litið.Kristín og Leikfélag Reykjavíkur hafa áfrýjað málinu til Landsréttar.Kristín Eysteinsdóttir (t.h.) mótmælti því sérstaklega fyrir dómi að skilyrði væru uppfyllt til að stefna henni persónulega í máli Atla Rafns (t.v.). Dómurinn féllst ekki á það.VísirÞórdís Elva lýsti í pistli sínum hrollvekjandi sögum af konum í leikhúsi. „Ég þekki leikkonur sem voru neyddar til að leika í gamansýningum með dáið barn í maganum og brostið hjarta, og hættunni á að það færi að sturtublæða í miðri sýningu, en þær fengu ekki frí til að syrgja og láta skafa út fóstrið,“ segir Þórdís Elva. „Ég þekki leikkonur sem hafa verið reknar úr hlutverkum sínum því þær fitnuðu, því röddin á þeim fór í taugarnar á einhverjum, eða 'af því bara'. Ég þekki leikkonur sem voru látnar leika á sviði við hlið manna sem káfuðu á kynfærum þeirra, jafnvel eftir að þær sögðu frá því. Ég þekki leikkonur sem voru reknar rétt fyrir frumsýningu því þær voru 'of vel undirbúnar' og það ógnaði egói leikstjórans.“ Réttur þeirra var, að því er virtist, enginn segir Þórdís Elva. Hún bætir við í athugasemd hvert hlutverk hennar hafi verið í #metoo hreyfingunni síðla árs 2017. „Fyrir tveimur árum völdu íslenskar sviðslistakonur mig til að vera fulltrúi þeirra í metoo byltingunni, söfnuðu fyrir flugmiða handa mér og flugu mér heim til Íslands (en ég var stödd í Svíþjóð) til að sinna því mikilvæga verkefni. Ég hlaut líka það hlutverk að taka við frásögnum þeirra af ofbeldi, valdníðslu og áreitni innan úr bransanum. Ég fékk að vita margt sem ég mun aldrei gleyma og þetta var eitt erfiðasta hlutskipti sem ég hef fengið, en jafnframt eitt það veigamesta.“Hærri bætur en nokkur nauðgunarþoli hefur séð „Svo kemst stjórnandi að því að fjórar starfskonur eru hræddar við einn og sama leikarann, því í sjö mismunandi tilvikum hafi konum fundist mörkum sínum vera misboðið af hans hálfu, að þeirra sögn. Maðurinn er látinn fara,“ segir Þórdís um uppsögn Atla Rafn sem aðeins hafði starfað í nokkra mánuði í Borgarleikhúsinu þegar málið kom upp. Þórdís sýpur hveljur yfir skaðabótunum og miskabótunum sem Atla Rafni voru dæmdar. Fjórar milljónir í skaðabætur og 1,5 milljónir í miskabætur. „Nú eru honum dæmdar hærri bætur en nokkur nauðgunarbrotaþoli í sögu landsins hefur fengið. Hærri en 17 ára stúlkan sem var haldið fanginni og nauðgað heila helgi. Hærri en allir hópnauðgunarþolendur Íslands, líka þær sem smituðust af ólæknandi sjúkdómi við ofbeldið.Hærri en allir sem hafa verið misnotaðir og sviptir æsku sinni. Burtséð frá sekt eða sakleysi einstakra manna er þessi heildarmynd rammskökk. Fleiri hafa tekið undir með Þórdísi Elvu hvað bótagreiðslurnar varðar. Réttargæslumenn í kynferðisbrotamálum skrifuðu grein á Vísi í vikunni um sama efni.Steinunn Ólína er ein af reyndari leikkonum landsins. Hún mun leika Soffíu frænku í Kardemommubænum í Þjóðleikhúsinu eftir áramót.Steinunn Ólína skrifar pistil á vef Fréttablaðsins í kvöld þar sem hún fagnar niðurstöðu í máli Freyju Haraldsdóttur en hefur mun fleiri orð að segja um dóminn í máli Atla Rafns og sérstaklega viðbrögð Þórdísar Elvu við dómnum.Rétturinn til að þagga kynferðisofbeldi í hel „Ég hlaut bágt fyrir þegar ég lagði til að þær konur sem borið hafa Atla sökum í einkaspjalli við leikhússtjórann kærðu hann ef hann hefði brotið af sér. Ég er enn þeirrar skoðunar og jafnframt þeirrar skoðunar að þær geri öllum fórnarlömbum kynferðisofbeldis óleik með því að gera það ekki. Hver er þessi réttur þeirra til að þegja? Er það rétturinn til að þagga niður í sjálfum sér? Fyrst heimtum við að heimurinn hætti að þagga niður kynferðisofbeldi en nú viljum við hafa réttinn til að þagga sjálfar kynferðisofbeldi í hel og réttinn til að bera menn sökum án þess að þurfa að standa fyrir máli okkar? Það er ofbeldi af verstu skúffu eins og dómsúrskurður í máli Atla ber vitni um.“Þórdís Elva og Tom Stranger er þau héldu TED-fyrirlestur saman. Fyrirlesturinn má sjá hér að neðan.TEDSteinunn Ólína spyr hvort takmarkið hafi ekki verið að uppræta ofbeldi. Eða hvort það hafi verið að hafa vinnuna af Atla og troða mannorð hans í svaðið. Víkur hún svo að fyrrnefndum pistli Þórdísar Elvu og umræðu hennar um samanburð á bótagreiðslum. Það sé þvælulist til að skapa ringulreið.Efast um að peningar bæti skaða af kynferðisofbeldi „Hvort Atli er kynferðisbrotamaður veit enginn með vissu nema meint fórnarlömb hans sem hafa valið að þagga meinta glæpi hans í hel en Þórdís Elva sem skeytir engu um aðalatriði þegar kemur að eigin frama sem leiðtoga fórnarlamba ofbeldis hrópar á Facebook.“ Steinunn Ólína segir hárrétt að miskabætur til þolenda kynferðisofbeldis séu skelfilega lágar en henni sé þó til efs að peningar bæti slíkan skaða. „Að leggja slíka ofuráherslu á það er til marks um skilningsleysi Þórdísar Elvu á aðstæðum þeirra sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“Frá upplestri á #metoo frásögnum í Borgarleikhúsinu.VísirSteinunn Ólína rifjar upp þegar Þórdís Elva steig fram ásamt manni sem viðurkenndi að hafa nauðgað henni þegar þau voru ung að árum og par.Hrein andstyggð á drottnunargirni „Þórdís Elva var áður sjálfskipaður brautryðjandi á Íslandi í afhjúpun ofbeldismanna að amerískri fyrirmynd og hvatti fórnarlömb til þess að stíga fram og segja frá í hópi sviðslistakvenna. Hún hafði gert slíkt sjálf og bætti um betur, því hún markaðssetti ofbeldi sem hún sagðist hafa orðið fyrir með eftirminnilegum hætti í bók, með fyrirlestrum þar sem henni fylgdi meintur ofbeldismaður um allar álfur og gekkst við því að kalla sig nauðgara til að styðja rétt hennar til að segja frá og mæta ofbeldismanni sínum.“ Verkið vakti mikla athygli bæði hér á landi og erlendis og má sjá neðst í greininni.Það skal viðurkennt að ég hef hreina andstyggð á þeirri drottnunargirni og hefndarfýsn sem birtist í þessu niðurlægjandi og sjálfsupphefjandi verki Þórdísar Elvu segir Steinunn Ólína. Í máli Atla Rafns kveði við nýjan tón hjá Þórdísi. „Nú styður hún rétt fórnarlamba til að þegja og leggur ofuráherslu á að peningagreiðslum til ofbeldisþola sé ábótavant. Upprætum við ofbeldi með því að ríkið greiði hærri bætur til þolenda? Nei. Mun kynferðisofbeldi afleggjast með öllu eigi fólk á hættu að verða fyrir fjártjóni vegna brota sinna? Nei. Bætum við líðan ofbeldisfórnarlamba með peningum? Nei. Greiðslur, sama hversu háar, til fórnarlamba ofbeldis eru aðeins viðurkenning á því að á viðkomandi hafi verið brotið en bætir engan skaða. Engan. Svo villuljós Þórdísar Elvu er engum til gagns og allra síst þolendum ofbeldis.“ Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Leikhús MeToo Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Leikkonurnar Þórdís Elva Þorvaldsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sjá svart og hvítt þegar kemur að nýföllum dómi í máli Atla Rafns Sigurðarsonar leikara gegn Borgarleikhúsinu og leikstjóranum Kristínu Eysteinsdóttur. Atla Rafni voru dæmdar 5,5 milljónir króna í skaða- og miskabætur fyrir ólögmæta uppsögn. Þórdís Elva er afar ósátt við niðurstöðuna og setur upphæð bótanna sem Atla eru dæmdar í samhengi við bætur í kynferðisbrotamálum. Steinunn Ólína fagnar aftur á móti dómnum og segir Þórdísi Elvu sjálfskipaðan leiðtoga fórnarlamba.Mjög snúið mál Pistlaskrif þeirra Þórdísar Elvu og Steinunnar Ólínu hafa vakið mikla athygli. Ekki síst þar sem leikarastéttin er að einhverju leyti klofin í málinu, það þykir afar viðkvæmt og afar fáir tjáð sig um það opinberlega. Annars vegar er um að ræða einn vinsælasta leikara þjóðarinnar undanfarin áratug og hins vegar leikhússtjóra í öðru af tveimur stóru leikhúsum landsins. Leikhúslífið á Íslandi er eins og svo margt annað. Þar þekkja allir alla, fjölmargir vinir beggja og fleiri aðila og erfitt að styðja þétt við bak annars frekar en hins. Eða eins og Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara, sagði í viðtali við Vísi í gær: „Ég hef ekkert meiri upplýsingar en hver annar varðandi þetta, þannig lagað. En get sagt bæði sem formaður og persónulega að ég finn til með öllum hlutaðeigandi. Þetta er lítið samfélag sem við búum í og þarna horfum við til þess að meintir gerendur og þolendur eru á sama vinnustað í erfiðum málum sem upp koma; þetta er mjög snúið.“Atli Rafn ásamt lögmanni sínum Einari Þór Sverrissyni þegar málið var til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur í september.Fréttablaðið/ErnirFeril málsins má rekja hér en í grófum dráttum snýst málið um að Atla Rafni var sagt upp störfum í Borgarleikhúsinu hvar hann var á eins árs lánssamningi. Borgarleikhússtjóri sagði ásakanir á hendur honum frá fólki í leikhúsinu þess eðlis að ekki væri annað hægt en að segja honum upp. Þó gæti hún ekki rofið trúnað við þá sem kvörtuðu undan honum. Fyrir vikið taldi Atli sig ekki geta varist ásökunum sem hann vissi ekki hverjar væru.Uppsögn rétt fyrir jólasýningu Málið kom upp fyrir jólin 2017 skömmu fyrir jólasýningu Borgarleikhússins þar sem Atli Rafn var í lykilhlutverki. Sýningunni var frestað á meðan annar leikari var þjálfaður upp í hlutverkið sem Atli Rafn átti að sinna. Brottreksturinn vakti mikla athygli. Héraðsdómur taldi að með ákvörðun sinni um að víkja Atla Rafni frá störfum og fresta frumsýningu Medeu með tilkynningu í fjölmiðlum hafi Kristín og Leikfélag Reykjavíkur vegið að æru hans og persónu. Ákvörðunin hafi haft mikil áhrif á Atla Rafn, og kunni að hafa áhrif á líf hans og störf til lengri tíma litið.Kristín og Leikfélag Reykjavíkur hafa áfrýjað málinu til Landsréttar.Kristín Eysteinsdóttir (t.h.) mótmælti því sérstaklega fyrir dómi að skilyrði væru uppfyllt til að stefna henni persónulega í máli Atla Rafns (t.v.). Dómurinn féllst ekki á það.VísirÞórdís Elva lýsti í pistli sínum hrollvekjandi sögum af konum í leikhúsi. „Ég þekki leikkonur sem voru neyddar til að leika í gamansýningum með dáið barn í maganum og brostið hjarta, og hættunni á að það færi að sturtublæða í miðri sýningu, en þær fengu ekki frí til að syrgja og láta skafa út fóstrið,“ segir Þórdís Elva. „Ég þekki leikkonur sem hafa verið reknar úr hlutverkum sínum því þær fitnuðu, því röddin á þeim fór í taugarnar á einhverjum, eða 'af því bara'. Ég þekki leikkonur sem voru látnar leika á sviði við hlið manna sem káfuðu á kynfærum þeirra, jafnvel eftir að þær sögðu frá því. Ég þekki leikkonur sem voru reknar rétt fyrir frumsýningu því þær voru 'of vel undirbúnar' og það ógnaði egói leikstjórans.“ Réttur þeirra var, að því er virtist, enginn segir Þórdís Elva. Hún bætir við í athugasemd hvert hlutverk hennar hafi verið í #metoo hreyfingunni síðla árs 2017. „Fyrir tveimur árum völdu íslenskar sviðslistakonur mig til að vera fulltrúi þeirra í metoo byltingunni, söfnuðu fyrir flugmiða handa mér og flugu mér heim til Íslands (en ég var stödd í Svíþjóð) til að sinna því mikilvæga verkefni. Ég hlaut líka það hlutverk að taka við frásögnum þeirra af ofbeldi, valdníðslu og áreitni innan úr bransanum. Ég fékk að vita margt sem ég mun aldrei gleyma og þetta var eitt erfiðasta hlutskipti sem ég hef fengið, en jafnframt eitt það veigamesta.“Hærri bætur en nokkur nauðgunarþoli hefur séð „Svo kemst stjórnandi að því að fjórar starfskonur eru hræddar við einn og sama leikarann, því í sjö mismunandi tilvikum hafi konum fundist mörkum sínum vera misboðið af hans hálfu, að þeirra sögn. Maðurinn er látinn fara,“ segir Þórdís um uppsögn Atla Rafn sem aðeins hafði starfað í nokkra mánuði í Borgarleikhúsinu þegar málið kom upp. Þórdís sýpur hveljur yfir skaðabótunum og miskabótunum sem Atla Rafni voru dæmdar. Fjórar milljónir í skaðabætur og 1,5 milljónir í miskabætur. „Nú eru honum dæmdar hærri bætur en nokkur nauðgunarbrotaþoli í sögu landsins hefur fengið. Hærri en 17 ára stúlkan sem var haldið fanginni og nauðgað heila helgi. Hærri en allir hópnauðgunarþolendur Íslands, líka þær sem smituðust af ólæknandi sjúkdómi við ofbeldið.Hærri en allir sem hafa verið misnotaðir og sviptir æsku sinni. Burtséð frá sekt eða sakleysi einstakra manna er þessi heildarmynd rammskökk. Fleiri hafa tekið undir með Þórdísi Elvu hvað bótagreiðslurnar varðar. Réttargæslumenn í kynferðisbrotamálum skrifuðu grein á Vísi í vikunni um sama efni.Steinunn Ólína er ein af reyndari leikkonum landsins. Hún mun leika Soffíu frænku í Kardemommubænum í Þjóðleikhúsinu eftir áramót.Steinunn Ólína skrifar pistil á vef Fréttablaðsins í kvöld þar sem hún fagnar niðurstöðu í máli Freyju Haraldsdóttur en hefur mun fleiri orð að segja um dóminn í máli Atla Rafns og sérstaklega viðbrögð Þórdísar Elvu við dómnum.Rétturinn til að þagga kynferðisofbeldi í hel „Ég hlaut bágt fyrir þegar ég lagði til að þær konur sem borið hafa Atla sökum í einkaspjalli við leikhússtjórann kærðu hann ef hann hefði brotið af sér. Ég er enn þeirrar skoðunar og jafnframt þeirrar skoðunar að þær geri öllum fórnarlömbum kynferðisofbeldis óleik með því að gera það ekki. Hver er þessi réttur þeirra til að þegja? Er það rétturinn til að þagga niður í sjálfum sér? Fyrst heimtum við að heimurinn hætti að þagga niður kynferðisofbeldi en nú viljum við hafa réttinn til að þagga sjálfar kynferðisofbeldi í hel og réttinn til að bera menn sökum án þess að þurfa að standa fyrir máli okkar? Það er ofbeldi af verstu skúffu eins og dómsúrskurður í máli Atla ber vitni um.“Þórdís Elva og Tom Stranger er þau héldu TED-fyrirlestur saman. Fyrirlesturinn má sjá hér að neðan.TEDSteinunn Ólína spyr hvort takmarkið hafi ekki verið að uppræta ofbeldi. Eða hvort það hafi verið að hafa vinnuna af Atla og troða mannorð hans í svaðið. Víkur hún svo að fyrrnefndum pistli Þórdísar Elvu og umræðu hennar um samanburð á bótagreiðslum. Það sé þvælulist til að skapa ringulreið.Efast um að peningar bæti skaða af kynferðisofbeldi „Hvort Atli er kynferðisbrotamaður veit enginn með vissu nema meint fórnarlömb hans sem hafa valið að þagga meinta glæpi hans í hel en Þórdís Elva sem skeytir engu um aðalatriði þegar kemur að eigin frama sem leiðtoga fórnarlamba ofbeldis hrópar á Facebook.“ Steinunn Ólína segir hárrétt að miskabætur til þolenda kynferðisofbeldis séu skelfilega lágar en henni sé þó til efs að peningar bæti slíkan skaða. „Að leggja slíka ofuráherslu á það er til marks um skilningsleysi Þórdísar Elvu á aðstæðum þeirra sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“Frá upplestri á #metoo frásögnum í Borgarleikhúsinu.VísirSteinunn Ólína rifjar upp þegar Þórdís Elva steig fram ásamt manni sem viðurkenndi að hafa nauðgað henni þegar þau voru ung að árum og par.Hrein andstyggð á drottnunargirni „Þórdís Elva var áður sjálfskipaður brautryðjandi á Íslandi í afhjúpun ofbeldismanna að amerískri fyrirmynd og hvatti fórnarlömb til þess að stíga fram og segja frá í hópi sviðslistakvenna. Hún hafði gert slíkt sjálf og bætti um betur, því hún markaðssetti ofbeldi sem hún sagðist hafa orðið fyrir með eftirminnilegum hætti í bók, með fyrirlestrum þar sem henni fylgdi meintur ofbeldismaður um allar álfur og gekkst við því að kalla sig nauðgara til að styðja rétt hennar til að segja frá og mæta ofbeldismanni sínum.“ Verkið vakti mikla athygli bæði hér á landi og erlendis og má sjá neðst í greininni.Það skal viðurkennt að ég hef hreina andstyggð á þeirri drottnunargirni og hefndarfýsn sem birtist í þessu niðurlægjandi og sjálfsupphefjandi verki Þórdísar Elvu segir Steinunn Ólína. Í máli Atla Rafns kveði við nýjan tón hjá Þórdísi. „Nú styður hún rétt fórnarlamba til að þegja og leggur ofuráherslu á að peningagreiðslum til ofbeldisþola sé ábótavant. Upprætum við ofbeldi með því að ríkið greiði hærri bætur til þolenda? Nei. Mun kynferðisofbeldi afleggjast með öllu eigi fólk á hættu að verða fyrir fjártjóni vegna brota sinna? Nei. Bætum við líðan ofbeldisfórnarlamba með peningum? Nei. Greiðslur, sama hversu háar, til fórnarlamba ofbeldis eru aðeins viðurkenning á því að á viðkomandi hafi verið brotið en bætir engan skaða. Engan. Svo villuljós Þórdísar Elvu er engum til gagns og allra síst þolendum ofbeldis.“
Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Leikhús MeToo Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent