Innlent

Umferðarslys nærri Þrengslum

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Skjáskot úr vefmyndavél Vegagerðarinnar í kvöld. Suðurlandsvegur í Draugahlíðarbrekku.
Skjáskot úr vefmyndavél Vegagerðarinnar í kvöld. Suðurlandsvegur í Draugahlíðarbrekku. Vísir/Vegagerðin
Sjúkraflutningamenn frá Selfossi og Reykjavík auk tækjabíls frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og lögreglu sinna nú útkalli nærri Þrengslaafleggjara en tilkynnt var um að þar hefði bíll farið út af veginum.

Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hafa þrír sjúkrabílar verið sendir á vettvang, tveir frá Selfossi og einn frá Reykjavík auk tækjabíls.

Ekki liggur fyrir hversu alvarleg meiðsli eru á fólki en samkvæmt upplýsingum eru allir þeir sem í bílnum voru komnir út.

Nokkuð kalt er á þeim slóðum þar sem slysið varð. Um fjögurra stiga frost og því líkur á að hálka geti myndast. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×