Kringlan orðin stafræn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2019 11:50 Hægt að að undirbúa kaupin á Kringlan.is. Vísir/Hanna Verslunarmiðstöðin Kringlan er búin að setja upp nýjar stafrænar lausnir m.a. með byltingakenndri nýrri vöruleit á vefsíðunni kringlan.is sem tengir viðskiptavini við verslunarmiðstöðina á netinu. Viðskiptavinir geta nú fengið yfirsýn yfir allt vöruúrval verslana Kringlunnar og undirbúið verslunarferð á netinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kringlunni. „Við lögðum fyrir ári síðan hornstein að stafrænni framtíð Kringlunnar og nú hefur takmarkinu verið náð því fjölbreytt vöruúrval verslana Kringlunnar er nú aðgengilegt á vefsíðunni kringlan.is. Markmiðið er að mæta lykilþörfum viðskiptavina nútímans sem kalla eftir stafrænu aðgengi að breiðu vöruúrvali. Með stafrænni Kringlu er hægt að fara í verslunarferð um húsið hvenær sem er sólarhringsins í gegnum heimasíðuna. Fólk getur verið í rólegheitum í stofunni heima og vafrað um Kringluna í snjallsímanum eða tölvunni, kíkt í glugga verslana og skoðað hvað það langar í,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. „Á nýju heimasíðunni kringlan.is, erum við búin að tengja heila verslunarmiðstöð undir einn hatt þar sem aðgengilegar eru yfir 100 þúsund vörur frá um 70 verslunum. Fleiri verslanir munu bætast við á næstunni en verslanir eru þarna inni þótt þær séu ekki sjálfar með netverslun. Vöruleitin er í stöðugri þróun en gögn eru uppfærð á um það bil 15 mínútna fresti þannig að nýjustu upplýsingar eru alltaf fyrir hendi,“ segir hann og bætir við að fjölmargir samstarfsaðilar komi að þessu tæknilega risaverkefni með Kringlunni. Má þar nefna Tactica, Parallel og Kosmos og Kaos. Auk nýrrar heimasíðu hefur Kringlan tekið fleiri stafræna þjónustuþætti í gagnið. Nýtt Kringluapp fór í loftið í sumar. ,,Kringluapp er upplýsingaapp sem veitir upplýsingar um öll gildandi tilboð í Kringlunni hverju sinni, hægt er að fá upplýsingar um allar verslanir, veitingastaði og þjónustuaðila og finna á korti. Kringluappið nýtist erlendum gestum Kringlunnar einnig vel því það er einnig aðgengilegt á ensku,“ segir Sigurjón Örn. Hann segir að stafræn Kringla sé í takt við nýja framtíðarsýn hennar sem skemmtilegur og frumlegur miðbæjarkjarni í raunheimum sem og netheimum. „Verslunarmiðstöðvar hafa árum saman verið samkomustaður yngri neytenda en yngri kynslóðir Íslendinga fæddust inn í stafrænt umhverfi og markmiðið með stafrænni uppbyggingu Kringlunnar er ekki síst að koma til móts við þennan neytendahóp.“ Sigurjón Örn bætir við að einnig hafi nýtt þjónustuver verið opnað á 2.hæð þar sem staðsett eru póstbox Kringlunnar. Þar geta netverslanir verslana í Kringlunni og annars staðar boðið viðskiptavinum að sækja vörur sína. Fleiri samstarfsaðilar Kringlunnar bjóða póstbox þjónustu. Til að mynda eru í nýju þjónustuveri póstbox frá Póstinum og Origo. Hægt er að nálgast vörur í póstboxin fram til kl. 23 öll kvöld. Kringlan er fjölsóttasti verslunarkjarni landsins, heimsóttur af rúmlega fimm milljónum gesta árlega, og göngugata Kringlunnar er vinsælasta verslunargata Íslands. Þar sem um 170 rekstraraðilar starfrækja verslanir, veitingahúsa og kvikmyndahús, auk fjölbreyttrar þjónustu. Neytendur Reykjavík Upplýsingatækni Kringlan Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Verslunarmiðstöðin Kringlan er búin að setja upp nýjar stafrænar lausnir m.a. með byltingakenndri nýrri vöruleit á vefsíðunni kringlan.is sem tengir viðskiptavini við verslunarmiðstöðina á netinu. Viðskiptavinir geta nú fengið yfirsýn yfir allt vöruúrval verslana Kringlunnar og undirbúið verslunarferð á netinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kringlunni. „Við lögðum fyrir ári síðan hornstein að stafrænni framtíð Kringlunnar og nú hefur takmarkinu verið náð því fjölbreytt vöruúrval verslana Kringlunnar er nú aðgengilegt á vefsíðunni kringlan.is. Markmiðið er að mæta lykilþörfum viðskiptavina nútímans sem kalla eftir stafrænu aðgengi að breiðu vöruúrvali. Með stafrænni Kringlu er hægt að fara í verslunarferð um húsið hvenær sem er sólarhringsins í gegnum heimasíðuna. Fólk getur verið í rólegheitum í stofunni heima og vafrað um Kringluna í snjallsímanum eða tölvunni, kíkt í glugga verslana og skoðað hvað það langar í,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. „Á nýju heimasíðunni kringlan.is, erum við búin að tengja heila verslunarmiðstöð undir einn hatt þar sem aðgengilegar eru yfir 100 þúsund vörur frá um 70 verslunum. Fleiri verslanir munu bætast við á næstunni en verslanir eru þarna inni þótt þær séu ekki sjálfar með netverslun. Vöruleitin er í stöðugri þróun en gögn eru uppfærð á um það bil 15 mínútna fresti þannig að nýjustu upplýsingar eru alltaf fyrir hendi,“ segir hann og bætir við að fjölmargir samstarfsaðilar komi að þessu tæknilega risaverkefni með Kringlunni. Má þar nefna Tactica, Parallel og Kosmos og Kaos. Auk nýrrar heimasíðu hefur Kringlan tekið fleiri stafræna þjónustuþætti í gagnið. Nýtt Kringluapp fór í loftið í sumar. ,,Kringluapp er upplýsingaapp sem veitir upplýsingar um öll gildandi tilboð í Kringlunni hverju sinni, hægt er að fá upplýsingar um allar verslanir, veitingastaði og þjónustuaðila og finna á korti. Kringluappið nýtist erlendum gestum Kringlunnar einnig vel því það er einnig aðgengilegt á ensku,“ segir Sigurjón Örn. Hann segir að stafræn Kringla sé í takt við nýja framtíðarsýn hennar sem skemmtilegur og frumlegur miðbæjarkjarni í raunheimum sem og netheimum. „Verslunarmiðstöðvar hafa árum saman verið samkomustaður yngri neytenda en yngri kynslóðir Íslendinga fæddust inn í stafrænt umhverfi og markmiðið með stafrænni uppbyggingu Kringlunnar er ekki síst að koma til móts við þennan neytendahóp.“ Sigurjón Örn bætir við að einnig hafi nýtt þjónustuver verið opnað á 2.hæð þar sem staðsett eru póstbox Kringlunnar. Þar geta netverslanir verslana í Kringlunni og annars staðar boðið viðskiptavinum að sækja vörur sína. Fleiri samstarfsaðilar Kringlunnar bjóða póstbox þjónustu. Til að mynda eru í nýju þjónustuveri póstbox frá Póstinum og Origo. Hægt er að nálgast vörur í póstboxin fram til kl. 23 öll kvöld. Kringlan er fjölsóttasti verslunarkjarni landsins, heimsóttur af rúmlega fimm milljónum gesta árlega, og göngugata Kringlunnar er vinsælasta verslunargata Íslands. Þar sem um 170 rekstraraðilar starfrækja verslanir, veitingahúsa og kvikmyndahús, auk fjölbreyttrar þjónustu.
Neytendur Reykjavík Upplýsingatækni Kringlan Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira