Maður grunaður um sleitulausa brotahrinu í gæsluvarðhald Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. október 2019 18:32 Héraðsdómur Suðurlands er á Selfossi. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands fyrir manni sem grunaður er um fjölmörg brot, þar með talið meintar hótanir, frelsissviptingu og vopnalagabrot. Lögreglan segir að brotahrina mannsins hafi verið sleitulaus á undanförnum vikum. Lögreglan á Suðurlandi handtók manninn fyrr í mánuðinum í tengslum við rannsókn lögreglu er varði meintar hótanir, frelsissviptingu og vopnalagabrot þegar hin meintu brot voru nýafstaðin. Lögreglan kom á vettvang meintra brota og hitt þar fyrir brotaþola, sem hafi verið í miklu uppnámi og mjög óttasleginn. Í úrskurðinum segir að í skráningarkerfi lögreglu komi fram að lögreglan hafi ítrekað haft afskipti af manninum undanfarnar vikur. Segja megi „að brotahrina hans hafi verið sleitulaus“ frá ákveðnum tímapunkti sem er ekki tilgreindur í úrskurðinum. Síðan þá hafi minnst tíu mál á hendur manninum komið á borð lögreglu. Þá séu ótaldar tilkynningar til lögreglu á sama tímabili er varði eignaspjöll, brennu og hótanir. Þá hafi hann einnig verið kærður í sex skipti fyrir of hraðan akstur og í eitt skipti fyrir ölvunarakstur. Í úrskurðinum segir einnig að við uppflettingu í lögreglukerfi um manninn komi fram að hannsé hættulegur einstaklingur og gæta verði varúðar í samskiptum við hann, enda hafi hann ráðist að lögreglumönnum. Mál gegn manninum eru til rannsóknar hjá þremur lögregluembættum auk þess að fyrir Landsrétti voru lögð fram gögn frá Evrópulögreglunni um sakaferil mannisns. Þar kemur meðal annars fram að hann hefur hlotið refsidóma vegna vopnalaga-, líkamsárása- og ránsbrota. Í úrskurðinum segir að maðurinn sé undir rökstuddum grun um að hafa gerst ítrekað sekur um háttsemi sem varði allt að sex ára fangelsi. Það hafi verið mat lögreglustjóra að maðurinn muni halda áfram brotastarfsemi á meðan málum hans sé ekki lokið. Því sé gæsluvarðhald nauðsynlegt. Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald til 15. nóvembers og staðfesti Landsréttur þann úrskurð í dag. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands fyrir manni sem grunaður er um fjölmörg brot, þar með talið meintar hótanir, frelsissviptingu og vopnalagabrot. Lögreglan segir að brotahrina mannsins hafi verið sleitulaus á undanförnum vikum. Lögreglan á Suðurlandi handtók manninn fyrr í mánuðinum í tengslum við rannsókn lögreglu er varði meintar hótanir, frelsissviptingu og vopnalagabrot þegar hin meintu brot voru nýafstaðin. Lögreglan kom á vettvang meintra brota og hitt þar fyrir brotaþola, sem hafi verið í miklu uppnámi og mjög óttasleginn. Í úrskurðinum segir að í skráningarkerfi lögreglu komi fram að lögreglan hafi ítrekað haft afskipti af manninum undanfarnar vikur. Segja megi „að brotahrina hans hafi verið sleitulaus“ frá ákveðnum tímapunkti sem er ekki tilgreindur í úrskurðinum. Síðan þá hafi minnst tíu mál á hendur manninum komið á borð lögreglu. Þá séu ótaldar tilkynningar til lögreglu á sama tímabili er varði eignaspjöll, brennu og hótanir. Þá hafi hann einnig verið kærður í sex skipti fyrir of hraðan akstur og í eitt skipti fyrir ölvunarakstur. Í úrskurðinum segir einnig að við uppflettingu í lögreglukerfi um manninn komi fram að hannsé hættulegur einstaklingur og gæta verði varúðar í samskiptum við hann, enda hafi hann ráðist að lögreglumönnum. Mál gegn manninum eru til rannsóknar hjá þremur lögregluembættum auk þess að fyrir Landsrétti voru lögð fram gögn frá Evrópulögreglunni um sakaferil mannisns. Þar kemur meðal annars fram að hann hefur hlotið refsidóma vegna vopnalaga-, líkamsárása- og ránsbrota. Í úrskurðinum segir að maðurinn sé undir rökstuddum grun um að hafa gerst ítrekað sekur um háttsemi sem varði allt að sex ára fangelsi. Það hafi verið mat lögreglustjóra að maðurinn muni halda áfram brotastarfsemi á meðan málum hans sé ekki lokið. Því sé gæsluvarðhald nauðsynlegt. Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald til 15. nóvembers og staðfesti Landsréttur þann úrskurð í dag.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Sjá meira