Stokkað upp í ríkisstjórn Síle í skugga fjöldamótmæla Kjartan Kjartansson skrifar 26. október 2019 21:20 Mikill mannfjöldi kom saman í miðborg Santiago til að mótmæla stjórnvöldum í gær. AP/Rodrigo Abd Sebastián Piñera, forseti Síle, segist ætla að stokka upp í ríkisstjórn sinni til að reyna að kveða niður fjöldamótmæli sem hafa geisað í landinu undanfarna viku. Áætlað er að um milljón manns hafi tekið þátt í mótmælum í höfuðborginni Santiago í gær. Í yfirlýsingu við fréttamenn í forsetahöllinni La Moneda sagði Piñera að hann hafi greint öllum ráðherrum ríkisstjórnarinnar frá því að breytinga sé að vænta til að bregðast við kröfum mótmælenda. Hann sagði þó ekki hverjar breytingarnar yrðu né hvenær þær gengju í gegn.Reuters-fréttastofan segist hafa heimildir fyrir því að til standi að skipta út að minnsta kosti níu ráðherrum, þar á meðal innanríkis-, varnarmála-, efnahags-, samgöngu- og umhverfisráðherrunum. Mótmælin í Síle hófust eftir að tilkynnt var um verðhækkanir í neðanjarðarlestarkerfi Santiago. Þau þróuðust út í óeirðir sem leiddu til dauða að minnsta kosti sautján manns og mikils eignatjóns. Talið er að um 7.000 manns hafi verið handteknir.Til að lægja öldurnar lofaði Piñera að hækka lágmarkslaun og lífeyri, hætta við verðhækkanir í almenningssamgöngum og ráðast í umbætur á heilbrigðiskerfi landsins í vikunni. Viðbrögð yfirvalda við mótmælunum hafa hins vegar sætt harðri gagnrýni, ekki síst stríðs sem Piñera lýsti yfir á hendur þeirra sem hann kallaðir „skemmdarvarga“. Fól hann hernum að gæta öryggi víða um landið. Útgöngubann hefur verið í gildi í Santiago á hverri nóttu í vikunni. Gagnrýnendur forsetans segja að aðfarir hans minni á einræðisstjórn Augusto Pinochet, herforingja. Piñera sagðist í morgun ætla að aflétta útgöngubanni annað kvöld ef aðstæður leyfðu. Mótmælin í gær fóru friðsamlega fram. Áætlað er að um milljón manns hafi safnast saman í höfuðborginni, blásið í flautur, barið í potta og pönnur og krafist breytinga, að sögn AP-fréttastofunnar. „Við heyrðum öll skilaboðin. Við höfum öll breyst,“ tísti forsetinn um mótmælin í gær.Todos hemos escuchado y comprendido mensaje de los chilenos. He pedido a todos los ministros poner sus cargos a disposición. Trabajamos en conformación de un nuevo equipo que represente el cambio y lidere los nuevos tiempos, + justos y solidarios, q los chilenos quieren y merecen— Sebastian Piñera (@sebastianpinera) October 26, 2019 Chile Tengdar fréttir Mannfall í Santiago Að minnsta kosti 11 einstaklingar hafa látið lífið í óöldinni sem hefur geisað í Santiago, höfuðborg Chile, undanfarna daga 22. október 2019 06:15 Sílesk kona á Íslandi segir yfirstéttina hafa hertekið stjórnmálin Ellefu hafa látist í fjöldamótmælum sem geysa nú í Síle. Útgöngubann er í gildi í stórborgum og lögregla hefur beitt táragasi. 21. október 2019 19:00 Maður finnur að fólk er virkilega óttaslegið Fordæmalausar óeirðir hafa staðið yfir í Santiago, höfuðborg Chile. Harpa Elín Haraldsdóttir hefur verið búsett í borginni í rúman áratug og segist upplifa þá einkennilegu tilfinningu að borgin hennar hafi breyst á einni nóttu. 21. október 2019 06:00 Fimm létu lífið í óeirðum í Santíagó Mikil mótmæli hafa verið í landinu síðustu daga og hefur herinn skorist í leikinn og beitt táragasi og háþrýstivatnsbyssum á fólkið. 21. október 2019 07:10 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Sebastián Piñera, forseti Síle, segist ætla að stokka upp í ríkisstjórn sinni til að reyna að kveða niður fjöldamótmæli sem hafa geisað í landinu undanfarna viku. Áætlað er að um milljón manns hafi tekið þátt í mótmælum í höfuðborginni Santiago í gær. Í yfirlýsingu við fréttamenn í forsetahöllinni La Moneda sagði Piñera að hann hafi greint öllum ráðherrum ríkisstjórnarinnar frá því að breytinga sé að vænta til að bregðast við kröfum mótmælenda. Hann sagði þó ekki hverjar breytingarnar yrðu né hvenær þær gengju í gegn.Reuters-fréttastofan segist hafa heimildir fyrir því að til standi að skipta út að minnsta kosti níu ráðherrum, þar á meðal innanríkis-, varnarmála-, efnahags-, samgöngu- og umhverfisráðherrunum. Mótmælin í Síle hófust eftir að tilkynnt var um verðhækkanir í neðanjarðarlestarkerfi Santiago. Þau þróuðust út í óeirðir sem leiddu til dauða að minnsta kosti sautján manns og mikils eignatjóns. Talið er að um 7.000 manns hafi verið handteknir.Til að lægja öldurnar lofaði Piñera að hækka lágmarkslaun og lífeyri, hætta við verðhækkanir í almenningssamgöngum og ráðast í umbætur á heilbrigðiskerfi landsins í vikunni. Viðbrögð yfirvalda við mótmælunum hafa hins vegar sætt harðri gagnrýni, ekki síst stríðs sem Piñera lýsti yfir á hendur þeirra sem hann kallaðir „skemmdarvarga“. Fól hann hernum að gæta öryggi víða um landið. Útgöngubann hefur verið í gildi í Santiago á hverri nóttu í vikunni. Gagnrýnendur forsetans segja að aðfarir hans minni á einræðisstjórn Augusto Pinochet, herforingja. Piñera sagðist í morgun ætla að aflétta útgöngubanni annað kvöld ef aðstæður leyfðu. Mótmælin í gær fóru friðsamlega fram. Áætlað er að um milljón manns hafi safnast saman í höfuðborginni, blásið í flautur, barið í potta og pönnur og krafist breytinga, að sögn AP-fréttastofunnar. „Við heyrðum öll skilaboðin. Við höfum öll breyst,“ tísti forsetinn um mótmælin í gær.Todos hemos escuchado y comprendido mensaje de los chilenos. He pedido a todos los ministros poner sus cargos a disposición. Trabajamos en conformación de un nuevo equipo que represente el cambio y lidere los nuevos tiempos, + justos y solidarios, q los chilenos quieren y merecen— Sebastian Piñera (@sebastianpinera) October 26, 2019
Chile Tengdar fréttir Mannfall í Santiago Að minnsta kosti 11 einstaklingar hafa látið lífið í óöldinni sem hefur geisað í Santiago, höfuðborg Chile, undanfarna daga 22. október 2019 06:15 Sílesk kona á Íslandi segir yfirstéttina hafa hertekið stjórnmálin Ellefu hafa látist í fjöldamótmælum sem geysa nú í Síle. Útgöngubann er í gildi í stórborgum og lögregla hefur beitt táragasi. 21. október 2019 19:00 Maður finnur að fólk er virkilega óttaslegið Fordæmalausar óeirðir hafa staðið yfir í Santiago, höfuðborg Chile. Harpa Elín Haraldsdóttir hefur verið búsett í borginni í rúman áratug og segist upplifa þá einkennilegu tilfinningu að borgin hennar hafi breyst á einni nóttu. 21. október 2019 06:00 Fimm létu lífið í óeirðum í Santíagó Mikil mótmæli hafa verið í landinu síðustu daga og hefur herinn skorist í leikinn og beitt táragasi og háþrýstivatnsbyssum á fólkið. 21. október 2019 07:10 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Mannfall í Santiago Að minnsta kosti 11 einstaklingar hafa látið lífið í óöldinni sem hefur geisað í Santiago, höfuðborg Chile, undanfarna daga 22. október 2019 06:15
Sílesk kona á Íslandi segir yfirstéttina hafa hertekið stjórnmálin Ellefu hafa látist í fjöldamótmælum sem geysa nú í Síle. Útgöngubann er í gildi í stórborgum og lögregla hefur beitt táragasi. 21. október 2019 19:00
Maður finnur að fólk er virkilega óttaslegið Fordæmalausar óeirðir hafa staðið yfir í Santiago, höfuðborg Chile. Harpa Elín Haraldsdóttir hefur verið búsett í borginni í rúman áratug og segist upplifa þá einkennilegu tilfinningu að borgin hennar hafi breyst á einni nóttu. 21. október 2019 06:00
Fimm létu lífið í óeirðum í Santíagó Mikil mótmæli hafa verið í landinu síðustu daga og hefur herinn skorist í leikinn og beitt táragasi og háþrýstivatnsbyssum á fólkið. 21. október 2019 07:10