„Ljóst að téð húsleit var á vitorði margra“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. október 2019 14:37 Seðlabanki Íslands kveðst hafa gert allt til þess að upplýsa málið. Vísir/Vilhelm Seðlabanki Íslands segir að ekkert liggi fyrir um það að upplýsingum um húsleit hjá Samherja hf. og tengdum aðilum í mars 2012 hafi verið lekið frá Seðlabankanum „enda ljóst að téð húsleit var á vitorði margra,“ eins og segir í tilkynningu sem birt hefur verið á vef bankans. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gær að forsætisráðuneytið hefði vísað máli vegna meints upplýsingaleka frá Seðlabankanum til Ríkisútvarpsins í aðdraganda húsleitarinnar til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Var það gert þar sem lekinn kunni að fela í sér refsiverð brot. Kom þar fram að rannsókn innri endurskoðanda Seðlabankans hefði leitt í ljós að starfsmaður bankans og fréttamaður RÚV áttu í samskiptum áður en húsleitin fór fram. „Nánar tiltekið fólust samskiptin í því að fréttamaðurinn sendi uppkast að frétt með tölvupósti þar sem húsleitarinnar var getið – daginn áður en hún fór fram. Rannsókn bankans sýndi hins vegar að þessum pósti var ekki svarað. Það er því ekkert sem liggur fyrir um að upplýsingum hafi verið lekið frá Seðlabankanum enda ljóst að téð húsleit var á vitorði margra. Forsætisráðuneytið upplýsti lögreglu um niðurstöður rannsóknar Seðlabankans hvað þetta varðar án þess þó að í því hafi falist nokkur efnisleg afstaða eins og fram kemur í bréfi ráðuneytisins,“ segir á vef bankans. Þar kemur jafnframt fram að málið sé litið mjög alvarlegum augum af hálfu Seðlabankans og að innan hans hafi allt verið gert til að upplýsa það. Þannig hafi forsætisráðherra og bankaráði Seðlabankans verið greint frá niðurstöðum innri endurskoðunar. Þá telur bankinn eðlilegt að forsætisráðuneytið hafi upplýst lögreglu um þær niðurstöður. „Jafnframt hefur forsvarsmönnum Samherja verið greint frá niðurstöðum rannsóknar innri endurskoðunar. Þau bréf sem vitnað hefur verið til í fjölmiðlaumræðu eru málskjöl sem Seðlabankinn hefur að eigin frumkvæði lagt fram í því skaðabótamáli sem höfðað hefur verið vegna málareksturs bankans á hendur Samherja hf. Að öðru leyti telur Seðlabankinn rétt að frekari umfjöllun um málið eigi sér stað undir rekstri málsins hjá dómstólum,“ segir í tilkynningu Seðlabankans. Dómsmál Fjölmiðlar Seðlabankinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Töldu rétt að upplýsa lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ráðuneyti hennar ekki vera í neinni stöðu til að leggja mat á eða framkvæma rannsókn á meintum upplýsingaleka úr Seðlabankanum vegna Samherjamálsins. Það hafi aftur á móti verið talið rétt að upplýsa lögreglu um málið. 28. október 2019 13:02 Segir fráleitt að tala um Ríkisútvarpið sem geranda í Samherjamálinu Það er fráleitt að tala um Ríkisútvarpið sem geranda í máli seðlabankans gegn Samherja að sögn formanns blaðamannafélagsins, líkt og forstjóri Samherja hefur gert. Fréttastjóri Ríkisútvarpsins segir það beinlínis vera hlutverk fjölmiðla að fjalla um mál sem þessi. 28. október 2019 12:02 Meintum leka Seðlabankans til RÚV vísað til lögreglu Forsætisráðherra hefur vísað máli vegna ætlaðs upplýsingaleka frá Seðlabankanum til RÚV í aðdraganda húsleitar hjá Samherja til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem lekinn kunni að fela í sér refsivert brot. Þetta kemur fram í bréfi forsætisráðuneytisins til lögreglunnar. Rannsókn innri endurskoðanda Seðlabankans leiddi í ljós að framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabankans var í tölvupóstsamskiptum við starfsmann RÚV í rúman mánuð áður en ráðist var í húsleitina 27. mars 2012. Frétta- og myndatökumenn RÚV voru mættir við skrifstofur Samherja áður en húsleitin hófst. 27. október 2019 18:30 Mest lesið Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Seðlabanki Íslands segir að ekkert liggi fyrir um það að upplýsingum um húsleit hjá Samherja hf. og tengdum aðilum í mars 2012 hafi verið lekið frá Seðlabankanum „enda ljóst að téð húsleit var á vitorði margra,“ eins og segir í tilkynningu sem birt hefur verið á vef bankans. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gær að forsætisráðuneytið hefði vísað máli vegna meints upplýsingaleka frá Seðlabankanum til Ríkisútvarpsins í aðdraganda húsleitarinnar til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Var það gert þar sem lekinn kunni að fela í sér refsiverð brot. Kom þar fram að rannsókn innri endurskoðanda Seðlabankans hefði leitt í ljós að starfsmaður bankans og fréttamaður RÚV áttu í samskiptum áður en húsleitin fór fram. „Nánar tiltekið fólust samskiptin í því að fréttamaðurinn sendi uppkast að frétt með tölvupósti þar sem húsleitarinnar var getið – daginn áður en hún fór fram. Rannsókn bankans sýndi hins vegar að þessum pósti var ekki svarað. Það er því ekkert sem liggur fyrir um að upplýsingum hafi verið lekið frá Seðlabankanum enda ljóst að téð húsleit var á vitorði margra. Forsætisráðuneytið upplýsti lögreglu um niðurstöður rannsóknar Seðlabankans hvað þetta varðar án þess þó að í því hafi falist nokkur efnisleg afstaða eins og fram kemur í bréfi ráðuneytisins,“ segir á vef bankans. Þar kemur jafnframt fram að málið sé litið mjög alvarlegum augum af hálfu Seðlabankans og að innan hans hafi allt verið gert til að upplýsa það. Þannig hafi forsætisráðherra og bankaráði Seðlabankans verið greint frá niðurstöðum innri endurskoðunar. Þá telur bankinn eðlilegt að forsætisráðuneytið hafi upplýst lögreglu um þær niðurstöður. „Jafnframt hefur forsvarsmönnum Samherja verið greint frá niðurstöðum rannsóknar innri endurskoðunar. Þau bréf sem vitnað hefur verið til í fjölmiðlaumræðu eru málskjöl sem Seðlabankinn hefur að eigin frumkvæði lagt fram í því skaðabótamáli sem höfðað hefur verið vegna málareksturs bankans á hendur Samherja hf. Að öðru leyti telur Seðlabankinn rétt að frekari umfjöllun um málið eigi sér stað undir rekstri málsins hjá dómstólum,“ segir í tilkynningu Seðlabankans.
Dómsmál Fjölmiðlar Seðlabankinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Töldu rétt að upplýsa lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ráðuneyti hennar ekki vera í neinni stöðu til að leggja mat á eða framkvæma rannsókn á meintum upplýsingaleka úr Seðlabankanum vegna Samherjamálsins. Það hafi aftur á móti verið talið rétt að upplýsa lögreglu um málið. 28. október 2019 13:02 Segir fráleitt að tala um Ríkisútvarpið sem geranda í Samherjamálinu Það er fráleitt að tala um Ríkisútvarpið sem geranda í máli seðlabankans gegn Samherja að sögn formanns blaðamannafélagsins, líkt og forstjóri Samherja hefur gert. Fréttastjóri Ríkisútvarpsins segir það beinlínis vera hlutverk fjölmiðla að fjalla um mál sem þessi. 28. október 2019 12:02 Meintum leka Seðlabankans til RÚV vísað til lögreglu Forsætisráðherra hefur vísað máli vegna ætlaðs upplýsingaleka frá Seðlabankanum til RÚV í aðdraganda húsleitar hjá Samherja til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem lekinn kunni að fela í sér refsivert brot. Þetta kemur fram í bréfi forsætisráðuneytisins til lögreglunnar. Rannsókn innri endurskoðanda Seðlabankans leiddi í ljós að framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabankans var í tölvupóstsamskiptum við starfsmann RÚV í rúman mánuð áður en ráðist var í húsleitina 27. mars 2012. Frétta- og myndatökumenn RÚV voru mættir við skrifstofur Samherja áður en húsleitin hófst. 27. október 2019 18:30 Mest lesið Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Töldu rétt að upplýsa lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ráðuneyti hennar ekki vera í neinni stöðu til að leggja mat á eða framkvæma rannsókn á meintum upplýsingaleka úr Seðlabankanum vegna Samherjamálsins. Það hafi aftur á móti verið talið rétt að upplýsa lögreglu um málið. 28. október 2019 13:02
Segir fráleitt að tala um Ríkisútvarpið sem geranda í Samherjamálinu Það er fráleitt að tala um Ríkisútvarpið sem geranda í máli seðlabankans gegn Samherja að sögn formanns blaðamannafélagsins, líkt og forstjóri Samherja hefur gert. Fréttastjóri Ríkisútvarpsins segir það beinlínis vera hlutverk fjölmiðla að fjalla um mál sem þessi. 28. október 2019 12:02
Meintum leka Seðlabankans til RÚV vísað til lögreglu Forsætisráðherra hefur vísað máli vegna ætlaðs upplýsingaleka frá Seðlabankanum til RÚV í aðdraganda húsleitar hjá Samherja til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem lekinn kunni að fela í sér refsivert brot. Þetta kemur fram í bréfi forsætisráðuneytisins til lögreglunnar. Rannsókn innri endurskoðanda Seðlabankans leiddi í ljós að framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabankans var í tölvupóstsamskiptum við starfsmann RÚV í rúman mánuð áður en ráðist var í húsleitina 27. mars 2012. Frétta- og myndatökumenn RÚV voru mættir við skrifstofur Samherja áður en húsleitin hófst. 27. október 2019 18:30