Fleiri hálkuslys geta orðið frysti aftur í kvöld Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. október 2019 19:00 Svo virðist sem hálkan sem myndaðist víða um land síðastliðna nótt og í morgun hafi komið mörgum í opna skjöldu. Svo mikið álag var á bráðamóttöku Landspítalans að kalla þurfti út auka mannskap til að meðhöndla beinbrot og önnur meiðsli sem fólk hlaut í hálkuslysum. Vel á fjórða tug þurft að leita sér aðhlynningar á slysadeild á höfuðborgarsvæðinu sem hefur orsakað mikið álag. Sem betur fer var ekki um lífshættuleg meiðsli að ræða en getur verið mikið rask í lífi þeirra sem verða fyrir meiðslum. Þá varð einnig fjöldi árekstra sem lögreglu og sjúkraflutningamenn þurftu að sinna. Mikið álag var einnig á viðbragðsaðila víða um land. Til að mynda varð að minnsta kosti fimm bíla árekstur nærri Smáralind. Saltdreifari valt ofan á annan bíl á Flóttamannaleið, milli Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Þá valt bíll utan við Tálknafjörð og kom upp eldur í bílnum og þá valt bíll á Grindavíkurvegi. Til allrar mildi urðu engin alvarleg slys á fólki í þessum óhöppum. Fyrirtækið Aðstoð og Öryggi, árekstur.is, sinnti vel á annan tug árekstra á höfuðborgarsvæðinu og eru þá ótalin þau verkefni sem lögregla sinni í þeim efnum.Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans.Vísir/Baldur HrafnkellSumir sem slösuðust voru á hjólum Að minnsta kosti þriðjungur þeirra sem leita þurfti á bráðamóttöku vegna hálkuslysa hafi verið vegna áreksturs en aðrir voru gangandi og hjólandi vegfarendur sem lentu í óhöppum. „Fyrir klukkan ellefu voru komnir tuttugu og fimm manns til okkar. það hafa bæst við svona sirka tíu síðan þá þannig að í dag hafa þrjátíu og þrír komið til okkar vegna hálkuslysa. Það eru sirka tíu sem hafa komið eftir umferðaróhöpp og um tuttugu og fimm sem hafa komið eftir að hafa runnið til,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans. Spítalinn sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem fólk sem taldist sig þurfa á læknisþjónustu að halda myndi leita á heilsugæslustöð eða á læknavakt fyrst. Svo mikið var álagið á bráðamóttöku að kalla þurfti út auka mannskap. Starfsemi þar var þó orðin nær eðlileg þegar líða tók á seinnipart dags. Jón segir við því að búast að þegar frysta taki undir kvöld geti fleiri hálkuslys orðið. „Það er töluverð hætta á því að þegar það fer að frysta aftur að það verði aftur glæra og það verði einhver hálkuslys þá þannig að við biðjum alla bara um að fara varlega,“ segir Jón Magnús. Landspítalinn Lögreglumál Samgönguslys Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Rákust á í hálkunni við Turninn Að minnsta kosti fjögurra bíla árekstur varð á rampinum á milli Deloitte-turnsins og Smáralindar í Kópavogi í morgun. 28. október 2019 10:35 Allir dregnir óökufærir af slysstað Fimm bíla árekstur varð við Turninn í Kópavogi í morgun. 28. október 2019 13:40 Flóttamannaleið lokað vegna umferðaróhapps Þetta kemur í fram í tilkynningum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðinni. 28. október 2019 09:13 Mikið álag á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Tuttugu og fimm einstaklingar hafa leitað á bráðamóttöku vegna hálkuslysa í morgun. 28. október 2019 11:49 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Svo virðist sem hálkan sem myndaðist víða um land síðastliðna nótt og í morgun hafi komið mörgum í opna skjöldu. Svo mikið álag var á bráðamóttöku Landspítalans að kalla þurfti út auka mannskap til að meðhöndla beinbrot og önnur meiðsli sem fólk hlaut í hálkuslysum. Vel á fjórða tug þurft að leita sér aðhlynningar á slysadeild á höfuðborgarsvæðinu sem hefur orsakað mikið álag. Sem betur fer var ekki um lífshættuleg meiðsli að ræða en getur verið mikið rask í lífi þeirra sem verða fyrir meiðslum. Þá varð einnig fjöldi árekstra sem lögreglu og sjúkraflutningamenn þurftu að sinna. Mikið álag var einnig á viðbragðsaðila víða um land. Til að mynda varð að minnsta kosti fimm bíla árekstur nærri Smáralind. Saltdreifari valt ofan á annan bíl á Flóttamannaleið, milli Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Þá valt bíll utan við Tálknafjörð og kom upp eldur í bílnum og þá valt bíll á Grindavíkurvegi. Til allrar mildi urðu engin alvarleg slys á fólki í þessum óhöppum. Fyrirtækið Aðstoð og Öryggi, árekstur.is, sinnti vel á annan tug árekstra á höfuðborgarsvæðinu og eru þá ótalin þau verkefni sem lögregla sinni í þeim efnum.Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans.Vísir/Baldur HrafnkellSumir sem slösuðust voru á hjólum Að minnsta kosti þriðjungur þeirra sem leita þurfti á bráðamóttöku vegna hálkuslysa hafi verið vegna áreksturs en aðrir voru gangandi og hjólandi vegfarendur sem lentu í óhöppum. „Fyrir klukkan ellefu voru komnir tuttugu og fimm manns til okkar. það hafa bæst við svona sirka tíu síðan þá þannig að í dag hafa þrjátíu og þrír komið til okkar vegna hálkuslysa. Það eru sirka tíu sem hafa komið eftir umferðaróhöpp og um tuttugu og fimm sem hafa komið eftir að hafa runnið til,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans. Spítalinn sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem fólk sem taldist sig þurfa á læknisþjónustu að halda myndi leita á heilsugæslustöð eða á læknavakt fyrst. Svo mikið var álagið á bráðamóttöku að kalla þurfti út auka mannskap. Starfsemi þar var þó orðin nær eðlileg þegar líða tók á seinnipart dags. Jón segir við því að búast að þegar frysta taki undir kvöld geti fleiri hálkuslys orðið. „Það er töluverð hætta á því að þegar það fer að frysta aftur að það verði aftur glæra og það verði einhver hálkuslys þá þannig að við biðjum alla bara um að fara varlega,“ segir Jón Magnús.
Landspítalinn Lögreglumál Samgönguslys Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Rákust á í hálkunni við Turninn Að minnsta kosti fjögurra bíla árekstur varð á rampinum á milli Deloitte-turnsins og Smáralindar í Kópavogi í morgun. 28. október 2019 10:35 Allir dregnir óökufærir af slysstað Fimm bíla árekstur varð við Turninn í Kópavogi í morgun. 28. október 2019 13:40 Flóttamannaleið lokað vegna umferðaróhapps Þetta kemur í fram í tilkynningum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðinni. 28. október 2019 09:13 Mikið álag á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Tuttugu og fimm einstaklingar hafa leitað á bráðamóttöku vegna hálkuslysa í morgun. 28. október 2019 11:49 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Rákust á í hálkunni við Turninn Að minnsta kosti fjögurra bíla árekstur varð á rampinum á milli Deloitte-turnsins og Smáralindar í Kópavogi í morgun. 28. október 2019 10:35
Allir dregnir óökufærir af slysstað Fimm bíla árekstur varð við Turninn í Kópavogi í morgun. 28. október 2019 13:40
Flóttamannaleið lokað vegna umferðaróhapps Þetta kemur í fram í tilkynningum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðinni. 28. október 2019 09:13
Mikið álag á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Tuttugu og fimm einstaklingar hafa leitað á bráðamóttöku vegna hálkuslysa í morgun. 28. október 2019 11:49
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent