Íþróttafræðinám í boði í Vestmannaeyjum næsta haust Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2019 16:00 Eyjamenn fagna góðum sigri í handboltanum. vísir/daníel Eyjamenn eru þekktir fyrir frábæran árangur sinn í bæði fótbolta og handbolta og nú fá Eyjamenn tækifæri til að framleiða íþróttafræðinga í heimabyggð. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Hafrún Kristjánsdóttir, deildarforseti íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, undirrituðu í gær samning um nám í íþróttafræði á háskólastigi við Háskólann í Reykjavík sem kennt verður í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram á heimasíðu HR. Náminu er ætlað að nýtast sem grunnur að áframhaldandi námi í íþróttafræði. Samningurinn nær til næstu tveggja skólaára en verkefninu er meðal annars ætlað að efla háskólanám á landsbyggðinni. Þetta íþróttafræðinám í Vestmannaeyjum gæti líka opnað tækifæri fyrir leikmenn ÍBV-liðanna og kannski auðveldað félaginu að halda sínu fólki út í Eyjum.‼️ Frá og með haustinu 2020 verður hægt að læra íþróttafræði við HR í Vestmannaeyjum: https://t.co/Cy8FwBdxVL — HáskólinníReykjavík (@haskolinn) October 28, 2019 Fyrsta skólaárið verða sex námskeið kennd í fjarkennslu í gegnum fjarfundabúnað í Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Auk þess munu kennarar koma til Eyja tvisvar á önn til að vinna með nemendum. Tvö verkleg námskeið verða kennd í Vestmannaeyjum. Nemendur munu sækja tvö þriggja vikna námskeið í Reykjavík en taka öll skrifleg próf í Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Það á enn eftir að ráða umsjónarmanns námsins í Vestmannaeyjum en námið hefst haustið 2020. Háskólinn í Reykjavík ber ábyrgð á skipulagningu og framkvæmd námsins og ráða umsjónarmann námsins í Vestmannaeyjum, sem búsettur verður í Eyjum. Vestmannaeyjabær mun leggja til íþróttamannvirki til kennslu í verklegum greinum, svo sem handknattleik, knattspyrnu og sundi, en jafnframt leggja til aðstöðu fyrir nemendur til að stunda námið í gegnum fjarfundabúnað. Ráðuneytið mun leggja til fjármagn, ráðgjöf og annast eftirfylgni með verkefninu. Skóla - og menntamál Vestmannaeyjar Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Sjá meira
Eyjamenn eru þekktir fyrir frábæran árangur sinn í bæði fótbolta og handbolta og nú fá Eyjamenn tækifæri til að framleiða íþróttafræðinga í heimabyggð. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Hafrún Kristjánsdóttir, deildarforseti íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, undirrituðu í gær samning um nám í íþróttafræði á háskólastigi við Háskólann í Reykjavík sem kennt verður í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram á heimasíðu HR. Náminu er ætlað að nýtast sem grunnur að áframhaldandi námi í íþróttafræði. Samningurinn nær til næstu tveggja skólaára en verkefninu er meðal annars ætlað að efla háskólanám á landsbyggðinni. Þetta íþróttafræðinám í Vestmannaeyjum gæti líka opnað tækifæri fyrir leikmenn ÍBV-liðanna og kannski auðveldað félaginu að halda sínu fólki út í Eyjum.‼️ Frá og með haustinu 2020 verður hægt að læra íþróttafræði við HR í Vestmannaeyjum: https://t.co/Cy8FwBdxVL — HáskólinníReykjavík (@haskolinn) October 28, 2019 Fyrsta skólaárið verða sex námskeið kennd í fjarkennslu í gegnum fjarfundabúnað í Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Auk þess munu kennarar koma til Eyja tvisvar á önn til að vinna með nemendum. Tvö verkleg námskeið verða kennd í Vestmannaeyjum. Nemendur munu sækja tvö þriggja vikna námskeið í Reykjavík en taka öll skrifleg próf í Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Það á enn eftir að ráða umsjónarmanns námsins í Vestmannaeyjum en námið hefst haustið 2020. Háskólinn í Reykjavík ber ábyrgð á skipulagningu og framkvæmd námsins og ráða umsjónarmann námsins í Vestmannaeyjum, sem búsettur verður í Eyjum. Vestmannaeyjabær mun leggja til íþróttamannvirki til kennslu í verklegum greinum, svo sem handknattleik, knattspyrnu og sundi, en jafnframt leggja til aðstöðu fyrir nemendur til að stunda námið í gegnum fjarfundabúnað. Ráðuneytið mun leggja til fjármagn, ráðgjöf og annast eftirfylgni með verkefninu.
Skóla - og menntamál Vestmannaeyjar Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Sjá meira