Tveir samverkamenn Giuliani vegna Úkraínu handteknir Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2019 14:15 Giuliani naut fulltingis Parnas og Fruman við að koma á fundum við úkraínska embættismenn sem hann vildi að fyndu skaðlegar upplýsingar um Joe Biden. AP/Andrew Harnik Bandarísk yfirvöld handtóku í gær tvo bandamenn Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Donalds Trump Bandaríkjaforseta, vegna gruns um að þeir hafi brotið lög um fjármál stjórnmálaframboða. Tvímenningarnir aðstoðu Giuliani í tilraunum hans til að fá úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka Joe Biden, líklegan mótframbjóðanda Trump forseta. Mennirnir tveir hafa verið fjárhagslegir styrktaraðilar Repúblikanaflokksins og pólitískra aðgerðanefnda sem tengjast Trump forseta. Wall Street Journal segir að þeir eigi að koma fyrir dómara í Virginíu í dag. Báðir mennirnir eru bandarískir borgarar frá Flórída en fæddust í fyrrum Sovétlýðveldum. Þeir eru sagðir hafa verið til rannsóknar hjá alríkissaksóknara í Manhattan. AP-fréttastofan sagði frá því fyrr í vikunni að þeir Lev Parnas og Igor Fruman hefðu reynt að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki á sama tíma og þeir aðstoðuðu Giuliani við að koma á fundum með úkraínskum embættismönnum til að þrýsta á þá að rannsaka Biden. Giuliani og Trump hafa sakað Biden um spillingu í Úkraínu án sannana. Þeir Parnas og Fruman eru báðir skjólstæðingar Giuliani. Þeir hafa gefið jafnvirði milljóna íslenskra króna í sjóði repúblikana og hópa sem eru hliðhollir Trump. Wall Street Journal segir að ekki liggi fyrir um hvað ákærurnar á hendur þeim snúast nákvæmlega.Washington Post segir að mennirnir séu ákærðir fyrir að leggja á ráðin um að „fara í kringum alríkislög sem banna erlend áhrif með því að eiga í ráðabruggi um að koma erlendum fjármunum til frambjóðenda til alríkis- og ríkisembætta til þess að sakborningarnir gætu mögulega haft áhrif á frambjóðendurna, framboðin og ríkisstjórnir frambjóðendanna“. John Dowd, sem fór fyrir lögfræðingateymi Trump forseta, til vorsins 2018 er lögmaður mannanna. Hann svaraði ekki fyrirspurnum WSJ. Blaðið segir að félagasamtök sem berjast fyrir gegnsæi hafi hvatt Alríkiskjörnefnd Bandaríkjanna (FEC) til að rannsaka hvort Parnas og Fruman hefðu brotið kosningalög þegar þeir notuðu einkahlutafélög til að fela uppruna fjárframlaga þeirra til repúblikana og aðgerðanefnda sem tengjast Trump.Skjáskot af Facebook-færslu Parnas frá því í maí. Á myndina sést hann sjálfur (2.f.h.) með Fruman (lengst til hægri), Donald Trump yngri, syni Trump forseta (lengst til vinstri) og Tommy Hicks yngri, varaformanni landsnefndar Repúblikanaflokksins.Vísir/APNew York Times segir að tveir aðrir menn hafi verið ákærðir með Parnas og Fruman, þeir David Correia og Andrei Kukusjkin. Blaðið segir að þeir Parnas og Kukusjkin séu fæddir í Úkraínu en Fruman hafi fæðst í Hvíta-Rússlandi en síðar orðið bandarískur ríkisborgari. Correia sé fæddur í Bandaríkjunum. Correia hafi verið handtekinn í Kaliforníu í dag en Kukusjkin gangi enn laus. Parnas og Fruman eru sagði stjórnendur orkufyrirtæki á Suður-Flórída sem hafi gefið 325.000 dollara í pólitíska aðgerðanefnd sem styður Trump í fyrra. Giuliani var spurður út í rannsókn á tvímenningum vegna mögulegra kosningalagabrota í síðasta mánuði. „Ég vísaði þeim á sérfræðing í fjármálum stjórnmálaframboða sem leysti þetta eiginlega bara,“ sagði Giuliani þá. Nicholas Fandos, þingfréttaritari New York Times, bendir á að Parnas hafi átt að bera vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump forseta í tengslum við samskipti hans við úkraínsk yfirvöld. Fruman hafi átt að koma fyrir nefndina á morgun. Ekki hafi þó verið búist við því að þeir kæmu sjálfviljugir fyrir nefndina sem hafi lagt drög að stefnu á hendur þeim.Parnas was supposed to be headed to Capitol Hill right now for a deposition with House impeachment investigators. Fruman was to be tomorrow.They helped Giuliani on the ground in Ukraine as he tried to gin up inquiries into the Bidens and a conspiracy about the 2016 election https://t.co/6kcE9Eh8d9— Nicholas Fandos (@npfandos) October 10, 2019 Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58 Fulltrúar Bandaríkjastjórnar skrifuðu yfirlýsingu fyrir Úkraínuforseta um rannsókn á Biden Fyrrverandi sendifulltrúi Bandaríkjanna í Úkraínu bar vitni fyrir þingnefnd í dag. Hann segist hafa varað við því að ásakanir gegn Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, ættu ekki við rök að styðjast. 3. október 2019 23:45 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Bandarísk yfirvöld handtóku í gær tvo bandamenn Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Donalds Trump Bandaríkjaforseta, vegna gruns um að þeir hafi brotið lög um fjármál stjórnmálaframboða. Tvímenningarnir aðstoðu Giuliani í tilraunum hans til að fá úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka Joe Biden, líklegan mótframbjóðanda Trump forseta. Mennirnir tveir hafa verið fjárhagslegir styrktaraðilar Repúblikanaflokksins og pólitískra aðgerðanefnda sem tengjast Trump forseta. Wall Street Journal segir að þeir eigi að koma fyrir dómara í Virginíu í dag. Báðir mennirnir eru bandarískir borgarar frá Flórída en fæddust í fyrrum Sovétlýðveldum. Þeir eru sagðir hafa verið til rannsóknar hjá alríkissaksóknara í Manhattan. AP-fréttastofan sagði frá því fyrr í vikunni að þeir Lev Parnas og Igor Fruman hefðu reynt að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki á sama tíma og þeir aðstoðuðu Giuliani við að koma á fundum með úkraínskum embættismönnum til að þrýsta á þá að rannsaka Biden. Giuliani og Trump hafa sakað Biden um spillingu í Úkraínu án sannana. Þeir Parnas og Fruman eru báðir skjólstæðingar Giuliani. Þeir hafa gefið jafnvirði milljóna íslenskra króna í sjóði repúblikana og hópa sem eru hliðhollir Trump. Wall Street Journal segir að ekki liggi fyrir um hvað ákærurnar á hendur þeim snúast nákvæmlega.Washington Post segir að mennirnir séu ákærðir fyrir að leggja á ráðin um að „fara í kringum alríkislög sem banna erlend áhrif með því að eiga í ráðabruggi um að koma erlendum fjármunum til frambjóðenda til alríkis- og ríkisembætta til þess að sakborningarnir gætu mögulega haft áhrif á frambjóðendurna, framboðin og ríkisstjórnir frambjóðendanna“. John Dowd, sem fór fyrir lögfræðingateymi Trump forseta, til vorsins 2018 er lögmaður mannanna. Hann svaraði ekki fyrirspurnum WSJ. Blaðið segir að félagasamtök sem berjast fyrir gegnsæi hafi hvatt Alríkiskjörnefnd Bandaríkjanna (FEC) til að rannsaka hvort Parnas og Fruman hefðu brotið kosningalög þegar þeir notuðu einkahlutafélög til að fela uppruna fjárframlaga þeirra til repúblikana og aðgerðanefnda sem tengjast Trump.Skjáskot af Facebook-færslu Parnas frá því í maí. Á myndina sést hann sjálfur (2.f.h.) með Fruman (lengst til hægri), Donald Trump yngri, syni Trump forseta (lengst til vinstri) og Tommy Hicks yngri, varaformanni landsnefndar Repúblikanaflokksins.Vísir/APNew York Times segir að tveir aðrir menn hafi verið ákærðir með Parnas og Fruman, þeir David Correia og Andrei Kukusjkin. Blaðið segir að þeir Parnas og Kukusjkin séu fæddir í Úkraínu en Fruman hafi fæðst í Hvíta-Rússlandi en síðar orðið bandarískur ríkisborgari. Correia sé fæddur í Bandaríkjunum. Correia hafi verið handtekinn í Kaliforníu í dag en Kukusjkin gangi enn laus. Parnas og Fruman eru sagði stjórnendur orkufyrirtæki á Suður-Flórída sem hafi gefið 325.000 dollara í pólitíska aðgerðanefnd sem styður Trump í fyrra. Giuliani var spurður út í rannsókn á tvímenningum vegna mögulegra kosningalagabrota í síðasta mánuði. „Ég vísaði þeim á sérfræðing í fjármálum stjórnmálaframboða sem leysti þetta eiginlega bara,“ sagði Giuliani þá. Nicholas Fandos, þingfréttaritari New York Times, bendir á að Parnas hafi átt að bera vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump forseta í tengslum við samskipti hans við úkraínsk yfirvöld. Fruman hafi átt að koma fyrir nefndina á morgun. Ekki hafi þó verið búist við því að þeir kæmu sjálfviljugir fyrir nefndina sem hafi lagt drög að stefnu á hendur þeim.Parnas was supposed to be headed to Capitol Hill right now for a deposition with House impeachment investigators. Fruman was to be tomorrow.They helped Giuliani on the ground in Ukraine as he tried to gin up inquiries into the Bidens and a conspiracy about the 2016 election https://t.co/6kcE9Eh8d9— Nicholas Fandos (@npfandos) October 10, 2019 Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58 Fulltrúar Bandaríkjastjórnar skrifuðu yfirlýsingu fyrir Úkraínuforseta um rannsókn á Biden Fyrrverandi sendifulltrúi Bandaríkjanna í Úkraínu bar vitni fyrir þingnefnd í dag. Hann segist hafa varað við því að ásakanir gegn Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, ættu ekki við rök að styðjast. 3. október 2019 23:45 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58
Fulltrúar Bandaríkjastjórnar skrifuðu yfirlýsingu fyrir Úkraínuforseta um rannsókn á Biden Fyrrverandi sendifulltrúi Bandaríkjanna í Úkraínu bar vitni fyrir þingnefnd í dag. Hann segist hafa varað við því að ásakanir gegn Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, ættu ekki við rök að styðjast. 3. október 2019 23:45